Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Þriðjudagur 3. ágúst 2010 - Óvæntar uppákomur

Meðfylgjandi mynd var tekin í október 2007, þegar ég óð út í sjó á Bronte-ströndinni í Sydney ... hvort ég breyttist í hafmeyju meðan ég var í sjónum veit ég ekki enn þann dag í dag.  Fjörlegar umræður spruttu upp á blogginu í kjölfar þessa.  

Nú þremur árum seinna vakna upp svipaðar spurningar ...

Hvað hefur eiginlega gerst?!?  Kringluleitt andlit og belgurinn út í loftið?!?!

Og hérna?!?! Lauga spurði mig af hverju peysan væri svona teygð?!?!  Já, svo virkar hárið frekar þunnt, bætti hún svo við.

Einu sinni var ég bæði tágrannur og með mikið hár ... sbr. þessa mynd frá heimavistinni í MA árið 1991.  Jón Þór stórvinur minn er með mér á myndinni ...

Svona litum við út árið 2009 ...

Jæja, best að fara að hætta þessu rugli og byrja í megrun ...

Minni á skoðanakönnunina sem er vinstra megin á síðunni ... það vantar enn upp á að marktækur fjöldi náist.

 


Mánudagur 2. ágúst 2010 - Veðmál í gangi

Þá er boltinn tekinn að rúlla af stað aftur ... og hefur allur dagurinn farið í endurbætur á hinni dásamlegu heimasíðu minni ... www.palllindal.com.  Endurbæturnar hafa þó ekki verið settar á veraldarvefinn, af þeirri einföldu ástæðu að þeim er ekki lokið.

Þess má geta að ég hef nú birt niðurstöður rannsóknarinnar sem ég keyrði í fyrra og fjölmargir lesendur Múrenunnar - í Uppsala tóku þátt í.  Að vísu hefur ekki enn gefist tími til að íslenska niðurstöðurnar, þannig að þeir sem eiga erfitt með að lesa ensku bera sennilega ekki mikið úr bítum.

Hinir "ensklæsu" geta lesið niðurstöðurnar ef áhugi er fyrir hendi.

Niðurstöðurnar verða þýddar eins fljótt og auðið verður ...

---

Guddan fór í dag í leikskólann í fyrsta sinn eftir sumarfrí.  Gekk það bara ágætlega og var hún sæl þegar náð var í hana um kl. 4 síðdegis.

Það er óhætt að segja að Íslandsdvölin hafi gert gott fyrir íslenskunám hennar ... miklu fleiri orð detta út úr henni nú en fyrir þremur vikum.

---

Fyrsti vinnudagurinn hjá Laugu tókst líka með miklum ágætum ... þannig að allt hefur þetta farið vel af stað.


Mæðgurnar við Tjörnina í Reykjavík 9. júlí sl.

---

Svo er það mál málanna ...

Á síðuhaldari að vera með skegg eða ekki??  Um þetta hefur verið deilt lengi ... og það er veðmál í gangi hér í Uppsala.

Hér eru tvær myndir ... og til vinstri á síðunni er skoðanakönnun sem allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að taka þátt í.

Hver skyldi nú vinna veðmálið ... til að allt teljist gilt er nauðsynlegt að minnsta kosti 30 taki þátt í könnuninni.


Sunnudagur 1. ágúst 2010 - Íslandsferðin

Jæja, þá erum við komin aftur til Uppsala eftir viðburðaríka Íslandsdvöl.

Maður var varla lentur á landinu fagra þegar við tók massíf törn við vinnu á tveimur aðalskipulögum, þ.e. fyrir Tjörneshrepp og Skorradalshrepp.

Eftir að hafa varið tveimur dögum í þá vinnu var þotið austur á Djúpavog til að hitta þar æðstráðendur.  Óhætt að segja sú ferð hafi verið sérlega skemmtileg í alla staði.

Eftir gott þriggja daga stopp fyrir austan var haldið norðurleiðina ... til Akureyrar, þar sem frændur mína tvo, þá Stefán og Valtý, var að finna.  Þaðan var haldið yfir á Blönduós og degi varið í margvíslega vinnu.

Þaðan lá leiðin til Sauðárkróks á ættarmót Molastaðaættarinnar.  Þar voru margir góðir samankomnir og heppnaðist mótið með miklum ágætum. 

Eftir að hafa varið u.þ.b. viku í ferðalög, vinnu og skemmtilegheit víðsvegar um landið, var komið að því að dvelja á sloti fjölskyldunnar í Borgarfirðinum.
Þar var maðurinn alinn í 10 daga, fyrst og fremst við vinnu, enda ærin verkefni þar er að finna.  Töluverður fjöldi gesta sá sér fært að mæta á svæðið að heilsa upp á liðið ... sem auðvitað var mjög gaman.

Ofan úr Borgarfirði kom ég svo síðastliðinn föstudag og var þá strax ráðinn í vinnu, nánast það sem eftir lifði Íslandsdvalarinnar.

Í gær var svo flogið aftur út til Svíaríkis.

---

Prógammið hjá mæðgunum var mun einfaldara.  Við komuna til Íslands var dvalið í Reykjavík í tvo daga, svo var farið á Sauðárkrók, þar sem amma og afi biðu í ofvæni eftir barnabarninu ... já, og kannski dótturinni líka.

Mæðgurnar mættu á ættarmótið sem áður er getið ... enda eru þær af ættboganum, ólíkt síðuhaldara.

Eftir ættarmótið dvöldu þær áfram á Sauðárkróki en stormuðu suður yfir heiðar eftir um 10 dag dvöl í firðinum fagra.  Þá tók við dvöl í öðrum fögrum firði ... Borgarfirði, uns Íslandsdvölin rann sitt skeið á enda.

---

Svona var þetta í mjög grófum dráttum. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband