Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
28.4.2010 | 21:08
Miðvikudagur 28. apríl 2010 - Sullað í kaffinu
Guðrún fékk lítinn kökubita og mjólk í kaffinu ...
Kökubitinn endaði alls staðar annars staðar en í munni þeirrar stuttu. Sumt fór í hárið, annað á axlirnar, í andlitið, á borðið og gólfið. Mjólkin fór nokkurn veginn á sömu leið.
Annars skrapp ég með hana til læknis í dag til að láta kíkja á ofurlítinn hnúð sem hún er með á maganum. Ekki vildi doksi gera mikið úr honum ... sagði mér að koma eftir eitt til tvö ár, ef hnúðurinn hyrfi ekki.
---
Lauga var víst svo dugleg í vinnunni í dag að hún hljóp á milli sjúklinga ... ekkert matarhlé í hádeginu og ekkert kaffihlé ... með öðrum orðum, unnið á fastandi maga í meira en 8 klukkustundir.
Þetta virðist vera viðvarandi vandamál meðal starfsfólks á sjúkrahúsum út um allan heim ... hvar annars staðar myndi þetta líðast??
Það er ótrúlegt, miðað við það hversu mikilvæg starf er unnið inn á spítölunum, að ekki sé betur hlúð að starfsmönnum.
---
Skrapp í fótbolta í kvöld ... fyrsta skiptið á grasi þetta árið. Það var ágætt að sprikla í rigningarúðanum og 10°C.
***************************
Líkamsræktarátaktið 2010 (3. tilraun) heldur áfram.
Klukkutímaganga í morgun, teygjur og fótbolti og teygjur í kvöld
**************************
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 21:05
Þriðjudagur 27. apríl 2010 - Shock me
Vorið er komið hér í Uppsala ... algjör rjómablíða, hitinn fór hæst í 17°C en var að meðaltali 12°C. Hljómar eins og góður dagur á Íslandi en fremur kaldur dagur í Sydney.
---
Ég er ennþá hugsi yfir því hvort forsetinn hafi gert rétt með því að vara við Kötlugosi ... það er kannski allir hættir að spá í það ....
... en allavegana ... þá er það niðurstaða mín að hann hafi gert rétt. Mér finnst það alveg ótrúlegt hvað þetta mikilvæga kerfi, sem flugsamgöngur eru, er fullkomlega berskjaldað gagnvart svona sjálfsögðum hlutum og eldgos eru í raun og veru.
---
Annars heyrði ég í Chumporn vini mínum í dag. Chumporn er frá Thailandi, en þessa dagana ríkir óöld í höfuðborginni Bangkok. Hann sagði ástandið grafalvarlegt og afskaplega flókið.
Ferðamenn hafa verið varaðir við að fara til Bangkok, en þess má geta að borgin og landið í heild sinni, er einn helsti áningarstaður Asíu og Thailendingar eiga gríðarlega mikið undir ferðamönnum.
Þeir eru svo sannarlega í slæmum málum þessa dagana ...
---
Í Uppsala ríkir friður. Eins og stundum áður, hefur Guddan verið heldur öfugsnúin í dag ... og má faðirinn helst ekki ávarpa hana nema fá handapat og reiðilegt "mmmmmmmm ... " í andlitið.
Það má nú alveg brosa af því ... það er í raun alveg stórfyndið ...
Mér tekst þó af og til að komast aðeins nær henni ... t.d. þegar ég býð henni "að fljúga". Þá kemur hæverkst en ánægjulegt "mmm hmmmm ... " frá henni.
Svo stillum við okkur upp í öðrum enda gangsins og þotan tekst á loft með tilheyrandi gný.
---
Eins og kom fram á blogginu fyrir nokkrum dögum, keyptum við nokkrar bækur handa dótturinni. Ástæðan var sú að hún er komin með leið á meira og minna öllum bókunum sem til eru á heimilinu. Enda er hún alltaf lesandi. Sannkallaður bókaormur.
Meira að segja Doddabókin sem búið er að lesa á hverju kvöldi síðan í júlí í fyrra er komin út af sakramentinu ... skrýtið?!?
Ekki voru bókarkaupin til fjár. Guddan hefur bókstaflega engan áhuga á bókunum og ætlum við að skila tveimur þeirra og gá hvort ekki er hægt að finna eitthvað betra. Og það verður áskorun ...
En það vinsælasta í augnablikinu er þetta hér ...
Þetta er dýrakort sem við keyptum í Dalarna um daginn. Syd er búin að læra hvað flestöll dýrin heita. Á það reyndar til að rugla saman refnum og úlfinum, og benda á moldvörpuna þegar maður spyr um hreindýrin ...
Otur, hreysiköttur, bjór, mörður, elgur, greifingi, broddgöltur, gaupa, héri o.s.frv. ... allt í vasanum. Músin er í sérstöku uppáhaldi.
Öll þessi dýr segja "mmmmmmm ... ", alveg eins og kötturinn, hesturinn, kýrin og kindin.
***********************
Líkamsræktarátakið 2010 (3. tilraun) er fullum gangi.
Í dag var gengið í klukkutíma í morgun og hlaupið í 30 mín í kvöld. Þetta er sum sé allt á blússandi siglingu þó ég hafi verið spar á að nefna það á þessum vettvangi. Þarf að bæta úr því ...
**********************
Ace Frehley, fyrrum gítarleikari KISS, 59 ára í dag ... mesta "gítarlegend" í heimi ...
Jón Þór vinur minn sendi mér meira að segja kveðju af þessu tilefni ... geri aðrir betur!!
Hér fyrir neðan, er linkur á lagið "Shock me" af plötunni tónleikaplötunni Alive II sem kom út haustið 1977. Upprunalega var lagið þó hluti af plötunni Love gun sem hafði þá verið gefin út nokkrum mánuðum áður.
Shock me er fyrsta lagið sem Ace Frehley söng með KISS og segir sagan að við upptökur á laginu hafi hann kosið að liggja á gólfinu meðan hann söng það, sökum þess hversu últra stressaður hann var.
Ace fékk hugmyndina að laginu eftir sögulega tónleika KISS í Lakeland í Florida í desember 1976. Á tónleikunum fékk manngreyið nefnilega í gegnum sig 220 volta rafstuð eftir að hafa rekið hendina í handrið sem var hluti af geysilega viðamikilli sviðsmynd hljómsveitarinnar.
Sjálfur segir hann að undir eðlilegum kringumstæðum hefði hann átt að drepast. En hann gerði það ekki, en þess í stað stóð hann upp 10 mínútum síðar, fór aftur á sviðið og tónleikarnir héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Meira síðar um Ace Frehley ... ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2010 | 21:40
Sunnudagur 24. apríl 2010 - Á bakvakt
Lauga var á bakvakt þennan sólarhringinn.
Við Gudda skuppum út í morgun ...
... og vorum úti í um þrjá klukkutíma.
Skruppum hingað og þangað ... t.d. að skoða Vaksalakirkju og 4H húsdýragarðinn.
Túrinn endaði á Burger King í Gränby Centrum.
Svo var farið heim að leggja sig ...
... af einhverjum ástæðum vildi GHPL endilega sofna með höfuðið hangandi út fyrir rúmið og svo stakk hún vinstri höndinni undir yfirdýnuna. Ég reyndi að koma vitinu fyrir hana ... árangurslaust ...
... það skal þó tekið fram að ég lagfærði dótturina þegar hún var sofnuð ...
Meðan sú stutta svaf koma Lauga heim af vaktinni ... þannig að fagnaðarfundir urðu þegar Guddan vaknaði ...
Svo var okkur boðið í grill til Örnu og Karvels ... en um sama leyti var Lauga boðuð niður á spítala aftur ...
Ég og Syd fórum og svo fékk afkvæmið pössun hjá Örnu meðan við Karvel skruppum í hinn stórskemmtiega sunnudagsfótbolta.
Komum svo heim kl. 23 ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2010 | 21:08
Laugardagur 24. apríl 2010 - Sitt lítið af hverju
Farið að þvo þvott kl. 7.
Farið í göngutúr kl. 7.15.
Morgunmatur og fótbolti í stofunni.
Hætt að þvo þvott kl. 10.
Farið í fjölskyldumessu á vegum Íslendingafélagsins kl. 11.
Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu.
Skroppið í bókabúð og keyptar bækur handa sumum kl. 14.30.
Afslappelsi og leikið við GHPL.
Tölvupóstsamkskipti og símtöl.
Bakvakt hjá Laugu kl. 18.
Matur kl. 19.
Svefntími hjá Guddu kl. 20.
Video kl. 21 ... alveg skelfilega léleg mynd :( ...
Farið að sofa kl. 23.
---
Toppveður í allan dag ...
---
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 21:49
Föstudagur 23. apríl 2010 - Útgáfa
Í dag var haldið útgáfuhóf í Öskju, líffræðihúsi HÍ, til að fagna útgáfu Náttúrufræðingsins. Að þessu sinni er heftið tileinkað Arnþóri Garðarssyni líffræðingi. Mér var boðið til þessa fagnaðar en átti nú ekki heimagengt ... ætti nú ekki að koma á óvart.
En það sem er gaman að segja frá er að í ritinu er grein sem ég skrifaði ásamt Sigrúnu Helgadóttur. Hún ber heitið "Maður og náttúra" og fjallar um áhrif náttúrunnar á sálarlíf fólks.
Ferlið er svo sannarlega ekki búið að vera átakalaust, því við Sigrún skiluðum greininni inn til yfirlestrar sumarið 2008. Þá um haustið varð Arnþór sjötugur og átti að koma út rit af því tilefni. En allt fór í pattstöðu, þar til nýlega að ákveðið var að ganga frá þessu.
---
Þessi dægrin er Guddan alveg ótrúlega "móðursjúk" og ótrúlega lítt gefin fyrir föður sinn. Ég er bara hreinlega ekki að fatta þetta ...
... ég sem er alltaf svo skemmtilegur og hress ...
Koma tímar, koma ráð ...
---
Annars hefur þetta verið mjög árangursríkur dagur, þar sem unnið hefur verið að skrifum tveggja greina.
... það má reikna með massífri útgáfu af minni hendi þegar líða tekur á árið ...
---
Tók þessa mynd af þeim mæðgum þegar þær komu af leikskólanum í dag ...
********************************
10. dagur í líkamsrækt árið 2010 (3. tilraun)
Fór út að ganga í 50 mín í morgun og skokkaði 4 km í kvöld (var þungur og stífur)
Aftur út á morgun
********************************
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2010 | 21:31
Miðvikudagur 21. apríl 2010 - Afrek
Guddan heldur áfram að brillera ...
... í kaffinu í dag fékk hún ristað brauð. Hún át töluverðan hluta þess. Setti restina ofan í kakóbollann sinn og bleytti hressilega. Dundaði sér svo dágóða stund við að taka kakóblauta brauðmola upp úr bollanum og skila þeim þangað aftur. Ekki viðlit að fá hana til að borða molana. Þessu lauk svo með því að hún klíndi brauðmolunum í hárið á sér ...
Ég dáðist að hugmyndafluginu ...
---
Kl. 9 í gærkvöldi vildi hún endilega fara út að leika. Gjörsamlega útilokað. Þá var orgað af miklum móð.
Ég dáðist að bjartsýninni ...
---
Í leikskólanum fer mestur hluti útivistartímans á degi hverjum í að hlaupa upp og niður litla brekku. Kennararnir hafa orð á þessu við okkur. Þetta þykir merkilegt.
Ég dáist að eljunni ...
Það snjóar í Uppsala í kvöld ... vel við hæfi síðasta vetrardag ...
****************************
8. dagur í líkamsrækt árið 2010 (3. tilraun)
Hlaup 4 km ...
Aftur út á morgun
****************************
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 22:05
Þriðjudagur 20. apríl 2010 - Að fermast
Það gerist jafnan árlega og þá einmitt þennan dag, þ.e. 20. apríl, að það rifjast upp fyrir mér að ég á fermingarafmæli.
Já, það eru komin 23 ár síðan ég fermdist í Hallgrímskirkju ásamt nokkrum öðrum. Ekki lítill áfangi það.
Sjá færslu um 21. árs fermingarafmæli hér, en þá keyptum við Lauga teppi í IKEA Sydney. Ólíkt hafðist ég að í dag því ég hitti Terry Hartig leiðbeinanda minn í dag og við ræddum fram og aftur um verkefnið mitt.
En aftur að fermingunni ... eða öllu heldur að deginum fyrir ferminguna, þ.e. 19. apríl 1987. Þann dag var ég skírður, enda ku það vera nauðsynlegt til að geta fermst. Ekki mátti það seinna vera. Skírnarathöfnin var einföld, Kalli núverandi biskup en þáverandi prestur í Hallgrímskirkju jós mig vatni eftir að ég hafði sagt honum ég ætti og vildi heita. Punktur. Svo fór ég út í fótbolta.
---
Áður en ég var skírður, hafði ég velt mér mikið fyrir mér hvort ég ætti að heita eitthvað annað en Páll Jakob Líndal ... helst datt mér í hug að heita Kristján, enda var þá Kristján Arason, þáverandi handboltastjarna og núverandi kúlulánaþegi, helsta stjarna Íslands. Einnig datt mér í hug að hvort ekki væri vit í því að bæta nafninu Magnús inn í nafnarununa ...
Páll Jakob Magnús Líndal ... hljómar það ekki bara dásamlega?!?
Magnúsarnafnið var tilkomið af einlægri aðdáun minni á Magnúsi bónda í Steinnesi ...
Paul Stanley kom líka upp í hugann, enda merkti ég flestar skólabækur mínar á þeim tíma með því nafni, en ég mátti víst ekki heita það ... (Paul Stanley er söngvarinn í KISS, fyrir þá sem það ekki vita) ...
Þegar á hólminn var komið lét ég mér því nægja að heita það sem ég heiti nú í dag ... og er ég bara bærilega sáttur við það enn sem komið er.
---
En þá má spyrja sig af hverju blessað barnið var ekki skírt fyrr en daginn fyrir ferminguna?
Svarið við því er einfalt. Karl faðir minn vildi endilega að ég ákveddi það sjálfur hvort ég vildi eitthvað með kristna kirkju hafa. Honum fannst það hver maður þyrfti að ákveða sig sjálfur hvaða trú hann aðhylltist.
Þetta er fullgilt sjónarmið að mínu mati, og þakka honum fyrir að gefa mér möguleika á vali.
---
Andspænis pabba, stóð svo amma, sem var honum eins hjartanlega ósammála og mögulegt var.
Hún var af gamla skólanum og bað á hverju kvöldi guð almáttugan um að varðveita mig. Og fyrir það ber að þakka.
Það má því segja að ég hafi farið bil beggja ... því ég beið með hendur í skauti eins lengi og mögulegt var til að geta tekið eins viturlega og þroskaða ákvörðun og kostur var ... en ákvað svo að skírast og fermast ekki síst fyrir ömmu.
... og hvort sem lesendur trúa því eða ekki ... þá skírðist ég og fermdist fyrst og fremst fyrir ömmu ;) .
... og það er ekki til fermingarmynd af mér ... ;) ... því miður ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010 | 21:34
19. apríl 2010 - Að rífa kjaft
Einhver sænsk leikaradrusla, Tomas Bolme, er að rífa kjaft í Expressen um helgina:
Leikarinn er spurður eftirfarandi spurningar: Oroas du av askmolnet? (Ert þú áhyggjufullur yfir öskuskýinu (frá Eyjafjallajökli)?
Hann svarar, og ætti að skammast sín: Nej, jag är inte speciellet orolig, mest förbryllad. Det är intressant att en liten skitvulkan på en liten skitö kan lamslå en värld. (Nei, ég er ekkert sérlega áhyggjufullur, aðallega undrandi. Það er athyglisvert að lítið skítaeldfjall á lítilli skítaeyju lami heiminn).
Svona eiga menn ekki að tala að mínu mati ...
---
Fæ í lokin lánaða mynd frá Ragnari Th. Sigurðssyni ljósmyndara ... myndin birtist á forsíðu NY Times í dag, held ég bara, og er geysilega tilkomumikil ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2010 | 22:50
Sunnudagur 18. apríl 2010 - Að standa í lappirnar er mikilvægt
Nú er ég búinn að fá staðfestingu á því hversu illa of mikil seta fer með mig ...
... fór í fótbolta í kvöld og, guð minn almáttugur, þvílíkur munur að spila. Mér finnst eins og ég hafi yngst um 40 ár.
Þetta er ein mesta uppgötvun sem ég hef gert á ævinni, hvorki meira né minna ...
---
Ég hef reynt margt á síðastliðnum árum til að finna út úr mjög svo versnandi líkamlegri heilsu hjá mér. Ég hef satt að segja verið mjög undrandi yfir hversu illa ég hef verið á mig kominn, alltaf hrikalega stífur og aumur í vöðvum, sinum og liðamótum. Alltaf fundið fyrir verkjum þegar ég hleyp, hef t.d. ekki getað tekið almennilegan sprett í tvö ár, einfaldlega vegna þess að ég hef verið of hræddur um að slíta eitthvað eða togna.
Nú síðast hafa hnéin verið að stríða mér, vöðvarnir framan á lærunum á mér hafa verið grjótharðir og aumir, viðvarandi tognun eða hnútar hafa verið aftan í lærunum ... mér hefur satt best að segja ekki litist á þetta ...
---
En lausnin lá greinilega ekki í kókinu, ekki í hvíta brauðinu, ekki í skorti á því að teygja eða fara út að hlaupa eða lyfta ...
... það var skortur á því að standa nægjanlega mikið yfir daginn ... þetta er stórmerkilegt!!
---
Stefnan er því að fara fljótlega í IKEA og kaupa borð sem er hæðarstillanlegt ... sko, með rafmagnsmótor hægt er að nota til að færa það upp eða niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 21:03
Laugardagur 17. apríl 2010 - Í boði GHPL
Dagurinn byrjaði á boltaleik í stofunni kl. 8 í morgun ... allir voru með ...
Upp úr klukkan 10 fann dóttirin það upp að skríða inn í ruslaskápinn í eldhúsinu.
Það var óneitanlega spaugilegt að hlusta á hljóðin sem komu út úr skápnum meðan GHPL athafnaði sig þar inni ... dvölin endaði á því að hún skorðaði höfuðið fast á milli ruslafötunnar og niðurfallsröranna.
Kl. 13 vorum við komin í Kongress og Konsert Huset í Uppsala ... en af efstu æðinni er nokkuð gott útsýni yfir bæinn. Houdini spáði lítið í útsýnið en hljóp þess í stað þindarlaust um rýmið ...
Um kl. 14.30 vorum við svo komin á listasafn Uppsala.
Okkur Laugu fannst mjög gaman þar ... hér er t.d. eitt verkið.
Gudduna langaði mikið að komast inn fyrir minni hurðina, sem var nefnilega akkúrat í hennar stærðarflokki ...
... svo tók Guddunni að leiðast þófið á safninu ... og eftir að hafa ekki fengið leyfi til að æða út um neyðarútgang til að losna úr þessu %&#&&??!, setti hún sig í mótmælastöðu ...
Loks slapp hún út ... og við fórum á kaffihús og svo heim ...
Heima sýndi hún þessi tilþrif upp úr klukkan 20. Til skýringar: Á myndinni er hún með fæturna upp á borðinu og efri hluta baks og axlir í sófanum og myndar þannig brú milli þessara tveggja nytjahluta ...
Hún reif kjaft þegar henni var bent á að þetta gæti endað illa.
Að lokum má nefna að þetta hefði endað illa ef móðirin hefði ekki gripið inn í ... ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)