Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
31.10.2009 | 23:31
Laugardagsmilla 31. október 2009
Mér fannst síðasta færsla svo góð að ég ákvað að láta hana standa óáreitta lengur en lög gera ráð fyrir ...
Og hvað er þá að frétta?
Það nýjasta á þessum bænum er að dóttirin kýs frekar að éta matarleifar upp af gólfinu en að borða matinn sem henni er boðinn.
Í kvöld harðneitaði hún að borða dýrindis kjúkling ... frussaði honum út úr sér með tilþrifum. Skömmu síðar var hún tekin úr stólnum. Þá beygði sú stutta sig niður og seildist með lúkuna undir skápainnréttinguna og náði sér í grjótharðan brauðmola og stakk honum umsvifalaust upp í sig.
Og þótti hann góður!!
Um daginn vildi hún ekki soðið egg sem henni var gefið. Teygði sig þess í stað í eggjaskurnið og stakk því upp í sig. Móðirin rétt náði herlegheitunum út úr blessuðu barninu áður en öllu var kyngt.
Þetta barn er hreinn snillingur :D ...
Þessa vikuna hefur GHPL sett föður sinn í algjöra frystingu ... gæti verið afleiðing af samverunni á leikskólanum í síðustu viku. Samt tel ég nú að ég hafi ekkert orðið henni til skammar þar ...
En allavegana ... ef móðirin er heima virðir Sydney Houdini mig ekki viðlits, og fer bara að orga ef ég er eitthvað að atast í henni ...
Það er þó bót í máli að við erum góðir félagar á morgnana þegar ég undirbý hana fyrir skólavistina. þá er hafragrautur borðaður með góðri lyst, hlegið og spjallað ...
Á öðrum tímum er ástandið eins og fyrr er lýst ...
---
Sjálfur hef ég verið að sinna ýmsum verkefnum í gær og í dag ... þar má nefna tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2009, sem ég vann í samstarfi við Andrés oddvita og Bryndísi ferðamálafulltrúa í Djúpavogshreppi, aðstoðaði Öbbu systur Laugu við ofurlítið erindi sem hún var að vinna að, auk þess að vinna í fyrirlestrinum mínum. Eitthvað fleira smálegt var ég að gera sem ekki er nefnandi ...
---
Lauga hefur líka verið á kafi með sitt merkilega verkefni ... og það gengur vel ... og er alveg sérlega spennandi ...
Hér eru myndir af Guðrúnu Helgu, hinni einu sönnu ... teknar í fyrradag ...
Takið eftir hvað hárið er sérlega glæsilegt á þessari mynd!
"Þetta er nú alveg týpísk hún", sagði Lauga þegar hún sá þessa mynd ... og hún á kollgátuna. Fyrir okkur foreldrana er þessi stelling mikið meira en kunnugleg ... :)
Hér er Guddan að undirbúa að hella niður mjólkinni úr málinu sem hún heldur á ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 23:31
Pælingar II
Ask not what your country can do for you - ask what you can do for your country.
(Spurðu ekki hvað land og þjóð getur gert fyrir þig - spurðu hvað þú getur gert fyrir land og þjóð)
Þessi tilvitnun sem tekin er úr innsetningarræðu John F. Kennedy þann 20. janúar 1961 ... hefur elt mig eins og grár köttur síðustu vikur ...
... mér finnst hún algjörlega frábær ...
Snillingurinn Jack Canfield minnist á þessa pælingu í bók sinni "The Success Principles".
... hvar stæði íslenska þjóðin nú ef fólk hugsaði svona?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 21:36
Miðvikudagur 28. október 2009
Veikindi herja á alla heimamenn, nema Gudduna sem er stjarnfræðilega hress ...
... svo hress að hún lét sig ekki muna um að drekka baðvatnið, þar sem hún sat kotroskin í baðkerinu í kvöld. Jafnvel þó væri búið að setja olíu í vatnið og þvo henni um höfuðið með sjampói. Fljótlega var drykkjarílátið fjarlægt ...
Hún getur drukkið þetta ... en matvandara barn finnst varla ... við foreldrarnir skiljum ekki á hverju hún lifir eiginlega. Allur matur, að hafragraut undanskildum þó, er tekinn samviskusamlega af diskinum og honum fleygt í gólfið. Og ef eitthvað er reynt að grípa í taumanna og er allt eins víst að diskurinn verði settur á hvolf og öllu dreift með miklu handapati og látum ...
... þvergirðingshátturinn er algjör ... þetta hlýtur bara að vera úr móðurættinni ...
En hún er samt rosalega skemmtileg, og sýnir okkur oft listir sínar ...
... hún er líka alveg sérstaklega vel innrætt ... alveg einstakt. Og ábyrg ...
Ég er ennþá að hlæja af því þegar hún kvaddi mig kvöldið áður en ég fór til NY um daginn ... þá klappaði hún mér "föðurlega" á öxlina. Leit því næst í augun á mér steinþegjandi og grafalvarleg og gaf svo merki um að sér yrði tafarlaust að koma í rúmið.
Í gærkvöldi, þ.e. kvöldið eftir fyrsta daginn á leikskólanum, þar sem GHPL var ein, sat hún í stólnum sínum og jánkaði öllu. Seinna tókum við Lauga eftir að hún var með þetta fína lygaramerki (sjáðu vísifingur á vinstri hönd). Hún er greinilega fljót að læra ...
---
Dagurinn leið við vinnu fyrir Djúpavogshrepp, Samtökin Umhverfi og vellíðan og fyrirlestrarskrif ... fyrri fyrirlesturinn minn, um 80 mínútna langur er tilbúinn. Nú þarf bara að æfa hann vel og ljúka við hinn 80 mínútna fyrirlesturinn ...
... ég er eiginlega alveg hissa hvað það tekur langan tíma að mjatla þessu saman ... en það flóknasta er að ramma rosalega viðamiklið efni inn í 80 mínútur og búa til góðar glærur. En mér hefur tekist það ...
... renndi honum í gegn fyrir Laugu ... hún var hrifinn ... hún er það ekki alltaf ;) ...
---
Lauga hefur verið frekar slöpp í dag og ákvað að fara bara að sofa upp úr kl. 8 í kvöld ... það væri nú laglegt ef hún yrði veik núna ...
---
Lýk þessum með tannburstunarmynd sem tekin var í kvöld ... alltaf gaman að tannbursta sig ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 23:09
Þriðjudagur 27. október 2009
Dóttirin kom alsæl af leikskólanum í dag ... fyrsti dagurinn í alvöru lífsins var bara djók ... hann var svo léttur!
Skólafélagarnir voru sérlega góðir við hana, leiddu hana vítt og breitt um svæðið og sýndu henni markverða hluti. Í svefntímanum, sem er eftir hádegismatinn, skreið sú stutta á sinn bás og svaf í 1,5 tíma ... sem er að sjálfsögðu nýtt met hjá henni á leikskólanum.
Harðneitaði samt að borða í hádeginu ... en fékk koss frá einum félaganum þegar hún fór ... ekki dónalegt það!
Ekki er myndin góð en hún er þýðingarmikil í þessu samhengi ... því hún er af heimkomunni ...
Við skötuhjúin höfum verið að berjast við kvef í dag ... drukkum dæmalaust gott engiferte í kvöld. Manni verður alltaf gott af því.
Svo hefur dagurinn liðið við skriftir að mestu leyti ... Lauga glímir við sitt verkefni ...
Í dag var svo fartölvan loks nettengd og eru þá báðar tölvurnar í fullri notkun enda mikið á prjónunum hjá öllu heimilisfólkinu.
---
Það gengur lítið að fylgja ráðleggingum Benjamíns Franklin, en nú er málið að taka sig tak og hætta í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 23:07
Mánudagur 26. október 2009
Þá er maður kominn með hálsbólgu ... hef ekki fengið slíkt í háa herrans tíð ...
---
En dagurinn hefur verið skemmtilegur, mikið búið að skrifa og spá ... og það er einmitt svo skemmtilegt ;) . Það eru fyrirlestrarnir sem eru á dagskrá og vinna fyrir Djúpavogshrepp. Jú, svo gerði ég náttúrulega æðislega skemmtilegan hlut sem var að flytja fyrri fyrirlesturinn minn fyrir Laugu. Það þarf að snurfunsa hann svolítið og slípa ... en efnislega er hann bara orðinn nokkuð góður. Betur má þó ef duga skal.
---
Dóttirin var heima í dag, vegna þess að kennararnir þurftu á starfsdegi að halda. Alltaf fundist skrýtið þetta með starfsdag kennara ... en það er umræða sem hefur held ég farið einum of oft af stað án þess að niðurstaða hafi fengist.
Hún tók því rólega, svaf tvisvar í dag ... samtals í um 3 klukkutíma ... greinilega verið að safna kröftum fyrir morgundaginn.
---
Lauga er bara hress ... var mest að leika við Gudduna í dag eftir að hún kom heim úr vinnunni. Hún skrapp þó aftur niður á sjúkrahús síðdegis að taka niður sýninguna sem hún hefur verið með síðastliðna viku ... hún var að sýna eyrnalokkana sem hún hefur hannað.
---
Svo verð ég auðvitað að setja inn einhverjar myndir ... er það ekki ...
Þarna er búið að klemma kindina undir hökunni ... og það er alvöru mál!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2009 | 22:27
Sunnudagur 25. október 2009
Þá tóku Svíarnir upp á því að breyta tímanum ... gerðist klukkan eitt í nótt ... þetta er nú meiri vitleysan finnst mér að vera svona að hringla með klukkuna.
Ástæðan er sögð sú að þeir vilji fá meiri birtu á morgnana?!? Eftir því sem mér skilst verður sú morgunbirta ekki fyrir hendi eftir nokkrar vikur ...
... en það er kannski eðlilegt að menn vilji leggja eitthvað á sig til að hafa smá birtu þegar þeir borða hádegismatinn kl. 9.30. Þetta er meiri ruglukollarnir þessir Svíar ...
---
Annars góður dagur í dag ... skemmtilegur fótbolti og góður matur standa sérstaklega upp úr ...
---
Jake and the Fatman ... hver man ekki eftir þeim þáttum sem sýndir voru á RÚV í kringum 1990? Þetta eru einu þættirnir sem ég hef fengið dellu fyrir, þannig að ég varð að horfa á þá. Ég man að ég sleppti meira að segja fótboltaæfingu einu sinni til að geta horft á þátt ...
Þvílík snilld ... William Conrad fer á kostum ... upphafsstef fyrstu seríunnar er hreint meistaraverk og ég læt það fylgja með í þetta sinni.
"Listen creep!! I gonna take you apart like a clock!!!" ... tímalaus snilld ... klassík!!
Það er samt eitt sem böggar mig, ég næ ekki að heyra almennilega hvað sá feiti segir alveg í lokin. Ég man að Kristman Eiðsson þýddi þetta á sínum tíma "Gleymdu því ekki!", en mér finnst hann segja eitthvað annað ...
Getur einhver reddað þessu fyrir mig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 23:52
Laugardagurinn 24. október 2009
Early to bed and early to rise, makes one man healthy, wealthy and wise ... skrifaði ég í gærkvöldi.
Ég sit fyrir framan tölvuna og klukkan er nú að nálgast tvö eftir miðnættið.
Aftur ætla ég að hafa stutta færslu ...
... það var vöffluboð hjá okkur í dag ... Gunnar, Inga Sif og Óli Már komu til okkar. Mjög vel heppnað og vöfflurnar góðar ...
Ég lærði í dag að ger og lyftiduft er víst það sama ... skömmu áður en sú vitneskja rataði inn í hausinn á mér hafði ég sagt við Laugu í fyrirlitningatón: "Lauga, ger er ger og lyftiduft er lyftiduft!"
Maður er stundum snjall!!
Annars átti ég stórleik í dag ... hann sést á myndbandinu hér fyrir neðan ... myndbandinu sem ber heitið "Ráð undir rifi hverju". Þetta er kennslumyndband fyrir alla ... því það geta allir lent í þeim aðstæðum að þurfa að baka vöfflur en eiga ekki vigt til að vigta hveitið!!!
Svo spjölluðum við Lauga við Helgu og Dóra á Skypeinu og ég spjallaði við mömmu á Skypeinu og svo var ég að vinna að umsókn Djúpavogshrepps fyrir Umhverfisverðlaunin 2009 og svo var ég að vinna í fyrirlestrinum mínum.
Mæðgurnar fóru snemma að sofa í kvöld ... báðar "litl" þreyttar ...
... ekki veit ég nú eftir hvað!!! :)
Birti hér þrjár myndir af þeim frá því í kvöld, um það leyti sem svefnhöfginn var að taka öll völd ...
Annars hef ég tekið eftir því að það biður enginn um myndir af mér ... það hafa ekki birst myndir af mér hér á blogginu mjög, mjög lengi ... og það krefst þess enginn að ráðin sé bót á því ...
... en um leið og dóttirin er ekki til sýnis á hverjum degi, rignir inn þóttalegum athugasemdum um hvort maður sé hættur að setja inn myndir af henni eða hvort hún sé flutt að heiman ... ?!?! Ég er ekki alveg að botna þetta ... maður hefði nú haldið að "orginallinn" væri nú eftirsóknarverðari en útlitslega útþynnt eftirmynd ... en það er víst ekki!!
Hér koma myndirnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2009 | 23:07
Föstudagurinn 23. október 2009
Jæja, þá er aðlögunin búin á leikskólanum og eftir helgina hefst alvara lífsins ... fóstrurnar á leikskólanum sannfærðar um að Sydney Houdini muni standast álagsprófið ...
... dagurinn var annars góður í skólanum ... miklar framfarir frá því í gær og engin mikilfengleg áföll. Hún meira að segja lék við einn skólabróður sinn. Sá heitir Max og hreint stórkostlegur karakter ... og alltaf brosandi út að eyrum.
---
Annars hefur dagurinn verið með nokkuð hefðbundnu sniði ... og ég að blogga þegar klukkan er orðin rúmlega eitt eftir miðnættið. Ég er að stefna að því að snúa þessu við ... fara að ráði Benjamins Franklin sem sagði eitt sinn:
Early to bed and early to rise, makes a man healthy, wealthy and wise.
Hann hefði nú átt að vita það ... með klárari mönnum sem sagan geymir.
... ég ætti því að snáfa í rúmið ... stór dagur á morgun ... fyrirlestrarskrif og vöffluboð!
---
Ég ætla að gá hvort ég get ekki fleytt mér í gegnum þessa færslu með því að vinda mér bara í myndir dagsins ...
Komin heim eftir 5. daginn á leikskólanum ...
Mæðgurnar ... sætar eins og venjulega!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 22:56
Fimmtudagur 22. október 2009 - Heima er best
Eins og síðustu daga hefur tilveran snúist mikið um leikskóladvölina ...
... dálítið erfitt í dag ... t.d. datt dóttirin um "húllahring" sem hún var að rogast með. Hún sumsé datt inn í hringinn ... var dálítið kostulegt áhorfunar (er hægt að segja þetta svona - áhorfunar?!?!).
Datt svo aftur þegar hún var að beygja sig eftir skóflu og vísaði undan ofurlitlum halla á gangstéttinni. Sú ferð endaði á enninu og nefinu ... var líka kostulegt áhorfunar.
Var nánast sofnuð í hádegismatnum ... ofan í grautarskálina ... þrátt fyrir að aðeins 2,5 klukkutímar hefðu liðið frá því hún vaknaði eftir 12 tíma svefn.
NB! Svíar borða hádegismatinn frekar snemma ... ég hef heyrt af iðnaðarmönnum sem finnst það sjálfsagt mál að fara í hádegismat kl. 9.30 á morgnanna!!
Hádegismaturinn á leikskólanum er kl. 11.30.
Eftir hádegið var einn strákurinn sem er höfðinu hærri en Snuddan, afskaplega iðinn við að koma og öskra framan í hana ... þá má ímynda sér ánægjuna með það ...
Svo þegar heim var komið var GHPL eins og sól í heiði. Það virðist vera að henni finnist að "heima sé best".
Hér er dóttirin kúfuppgefin eftir leikskólann ...
Og hérna er verið að undirbúa háttinn ... umkringd bókum. Það held ég að afa hennar hefði nú líkað þessi dæmalausi bókaáhugi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2009 | 20:37
Miðvikudagurinn 21. október - þriðji í leikskóla
Núna er landið aðeins tekið að rísa á leikskólanum ... dagurinn í dag gekk stóráfallalaust ...
... ég var í fylgdarliðinu fyrstu fjóra tímana og Lauga seinni tvo.
Í dag tók Guðrún þátt af miklu afli í samsöng og barði meðal annars trommu. Svo fékk hún hláturskast eftir síðdegiskaffið og fékk sér extra langan hádegislúr. Núna þarf hún bara að læra að taka á móti faðmlögum skólasystkina sinna og þá held ég bara að þetta sé komið ...
Dóttirin var alveg svellbrött þegar hún mætti heim upp úr kl. 3.30 í dag.
---
Annars hefur dagurinn hjá mér farið í að skrifa fyrirlestrana og taka þátt í undirbúningi aðalfundar samtakanna Umhverfis og vellíðunar, sem er í gangi þegar þessi orð eru skrifuð.
Skrifaði m.a. ályktun fyrir fundinn ...
Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið við Auði Ottesen og Sherry Crul sem var í Samfélaginu í nærmynd í morgun. Þar segir Auður frá samtökunum, eins og henni einni er lagið, og Sherry Crul reifar mjög áhugaverðar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á fólki sem er útbrunnið í starfi og hvernig má nýta lækninga- og meðferðarmátt náttúrunnar í því skyni.
Af virðingu við málstaðinn og samtökin ... þá ætla ég að birta þessa mynd á blogginu í dag ...
Umhverfi og vellíðan ... taktu eftir hvað raflínan sem gengur yfir miðja mynd, spillir útsýninu mikið?
En þetta er Skógarfoss fyrir þá sem það ekki vita ...
Ógnarkraftar við Dyrhólaey ... það var óhugalegt að standa þarna hjá og horfa á hvernig sjórinn rótast til og öldurnar brotnuðu ... annað dæmi um hversu mikil áhrif náttúran getur haft á mann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)