Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
10.1.2009 | 18:41
Nennirðu ekki að mæta?
Var mættur niður á Austurvöll kl. 15 í dag ... og verð að segja að ég var ekkert sérlega ánægður með mætinguna ...
Ef þér finnst eitthvað vera að í þessu landi og þú hefur eitthvað út á efnahagsmál landsins og þá framtíðarsýn sem blasir við þegnum landsins, að setja, þá ættirðu að taka þátt í þessum mótmælum og sýna samstöðu.
Annars er óþarfi fyrir mig að vera að fjölyrða um þetta ... færsla Hönnu Láru Einarsdóttur segir allt sem segja þarf í þessu máli ... smelltu hérna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 23:24
7 mánaða afmæli
Jæja, þá er dóttirin orðin 7 mánaða gömul ... þetta líður hratt ...
Á þessum afmælisdegi er hún stödd norður á Sauðárkróki og því víðsfjarri þeim sem þetta ritar ... og það "sökkar".
Samkvæmt heimildum móðurinnar er stúlkan við hestaheilsu, og hagar sér eins og best verður á kosið. Ekki slæmt það!
Engar afmælismyndir hafa borist frá Norðurlandinu og er því eina í stöðunni að setja inn nýjustu myndina sem ég á í safni mínu ... sú mynd er síðan á nýjársdag.
Today is Sydney´s 7th months birthday. She celebrates the day at her grandma and grandpa´s house in Saudarkrokur, where she stays these days.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 11:10
GSM-síminn er týndur!
Ég vildi nú bara koma því á framfæri við alla þá fjölmörgu, sem gera má ráð fyrir að hafi verið að reyna að hringja í mig á síðustu dögum, að gsm-síminn minn er týndur og búinn að vera það um nokkurt skeið.
Ég hef verið að reyna að muna hvenær ég sá hann síðast og hef komist að þeirri niðurstöðu að síðast talaði ég í hann þann 29. desember síðastliðinn. Það var um það leyti sem ég gekk inn í hinn glænýja Staðarskála upp úr klukkan 19.
Svo keypti ég mér Staðarskálahamborgara og át hann. Drakk Egils appelsín með.
Enginn í Staðarskála kannaðist við tækið þegar ég átti þar leið um þann 4. janúar síðastliðinn og hef ég úrskurðað símann glataðan að eilífu. Fyrir liggur að versla nýjan, en ég tími því ekki, enda óheyrilegur kostnaður sem fylgir þessum símum.
En ég vil ekki að neinn móðgist á nýja árinu við mig af þeim sökum að ég svari ekki í símann og hringi ekki til baka, því hér er skýringin komin á hinu meinta sinnuleysi mínu.
Öll símanúmer sem voru í símanum er glötuð og ég því miður man ekki nema mjög lítinn hluta þeirra og mörg þeirra hef ég ekki fundið á netinu ... ennþá í það minnsta.
Ég mun þó hafa samband við alla þá sem það vilja og geta menn stungið að mér að hafa samband með því að senda mér tölvupóst, murenan@gmail.com ... svo mun ég auðvitað kaupa nýjan síma svona bráðlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 12:59
Klippur
Vegna mikils fjölda áskorana hef ég nú sett saman annað video ... í þetta sinn er um að ræða klippur sem teknar voru hér á Íslandi í desembermánuði. Sem fyrr en aðalleikkonan hin víðþekkta Sydney Houdini ...
Here is a brand new video starring the world famous Sydney Houdini ...
Everything is in Icelandic ... but it should not matter ... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 18:22
Videoklippa frá heimferðinni
Nú hefur verið búin til videoklippa af ferðalaginu heim frá Sydney ... og þar má sjá myndir sem aldrei hafa fyrr birst lesendum bloggsíðunnar. Hér er að sjálfsögðu um að ræða ferð sem fór töluvert öðruvísi en ætlað var ...
Sökum þess, tapaðist nokkuð fókusinn á að "dokjumentera" ferðina með viðunandi hætti og er því í þessari klippu er blandað saman videoi og ljósmyndum, í þeim tilgangi að skapa þokkalega heildstæða atburðarás. Vonað er að sú hugmynd falli vel í kramið ... og beðist er afsökunar á að allt ferðalagið var ekki skráð ... en svona er þetta nú bara stundum.
Below is a video captured on the trip from Sydney to Iceland, via Auckland, NZ and Hong Kong. In Hong Kong the whole trip was rescheduled due to Sydney´s sickness, where she got high fever. Therefore, we lost our focus in documenting the trip and because of that this video is a mixture of videoclips and static photos.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 00:49
Gleðilegt ár!!
Lesendum þessarar bloggsíðu óska ég velfarnaðar og gæfu á nýju ári og í framtíðinni.
Dear friends! Happy New Year!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)