Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gamla árið gert upp ... í stuttu máli

Að baki er eitthvert ótrúlegasta ár sem síðuhaldari hefur upplifað ... lærdóms- og ánægjuríkt, þó svo á stundum hafi syrt í álinn.

Að eignast heilbrigt barn hlýtur að teljast hápunktur ársins ... og gæfa hvers manns að upplifa slíkt.

Að verða nánast eignalaus á einni nóttu er einnig mjög athyglisvert.  Að vera staddur á ferðalagi í norðurhluta Ástralíu meðan hagkerfi heimalandsins er að hrynja er mjög eftirminnileg upplifun.

Þjálfaraferlinn í fótbolta endaði jafnskjótt og hann byrjaði, og það ferli allt saman var mjög mikið öðruvísi ... stuðningur liðsmanna og foreldra þeirra var þó óviðjafnlegur, og ómetanlegur.

Doktorsverkefnið mitt gekk vel og hlýtur að teljast til minnisstæðra atburða á árinu, sem og vesenið með prófessorinn og yfirvöldin í skólanum ... en endalok þess máls voru náttúrulega með hreinum ólíkindum ...
Tekið var þátt í þremur vísindaráðstefnum víðs vegar um heiminn ... og ritaður var kafli í bók sem ekki náði að koma út á árinu eins og til stóð.

Ferðalög voru nokkuð fyrirferðarmikil á árinu, og komið var víða við ... dóttirin er sjálfsagt einhver víðförulsta manneskja heims miðað við aldur ...

Á árinu bættust góðir vinir í vinasafnið, fólk sem maður vonandi á eftir að eiga samleið með, það sem eftir er.

Fráfall nákomins ættingja tók sinn toll, enda alltaf sársaukafullt þegar fækkar í bandamannahernum, eins og ritað var um á síðunni í júlí síðastliðnum.

Tvennir KISS-tónleikar í mars, í Melbourne og Sydney voru afar minnistæðir ... enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á slíka hátíð.

Þá sýndi það sig vel á árinu hvað vinskapur og ræktarsemi er mikilvægir hlutir, því umhyggja og stuðningur vina og vandamanna var mjög sýnilegur á þessu ári.

Það að standa með sjálfum sér er mikilvægur eiginleiki sem mikið var ræktaður á árinu ... með góðum árangri.

Ýmis persónuleg uppgjör fóru fram og var unnið mikið á árinu í því að efla sig og styrkja á öllum sviðum.

En eins og segir í upphafinu ... árið var sérlega lærdómsrík ...
Lærdómur er stundum sársaukafullur, en eftir á stendur maður oftast sterkari og reynslunni ríkari ... og það er gott og ánægjulegt.

Svo vill Lauga að það komi fram hér á síðunni að hún er frábær ... ég er henni algjörlega sammála!!


Meiri jól 2008

Hátíðarhöldin halda áfram ...

Í gær var hangikjöt með tilheyrandi hjá Huldu systur og Mugga.  Alveg hrikalega gott!!

Myndirnar hér að neðan eru nú ekkert sérstakar en eru samt bestu myndirnar sem voru tekin í gær.  Þær eru teknar á svokallaðri "intelligent auto" stillingu, sem greinilega ekkert sérstaklega "intelligent" því alltaf þegar maður notar þessa árans stillingu verða myndirnar alveg ómögulegar.

P1010134 by you.

P1010136 by you.

Þetta jólaboð var alveg einstaklega skemmtilegt ... margir brandarar fuku og almennt góð stemmning.  Ekkert var rætt neitt um kreppumál, sem er nú eiginlega farið að teljast til forréttinda!

Í dag skruppum við svo upp á Grjóteyri.  Þar var síðasta jólaboðið ... eða kannski næstsíðasta ... annars er nú ekkert kappsmál að klára þau, því þau eru svo gríðarlega skemmtileg!

Hér er dóttirin ... fyrsta myndin af henni á Grjóteyri ... uppi í rúmi að lesa ...

P1010141 by you.

Og svo er hér ein af borðhaldinu ... en þar voru viðstaddir Hulda, Toppa, Erna, Leifur, Bína, Snorri, Maríana, mamma, Lauga og ég en þau tvö síðastnefndu eru ekki á myndinni.  Lauga var að svæfa Guddu og ég er bakvið myndavélina!

P1010153 by you.

 


Jólin 2008

Það eru heldur betur búin að vera veisluhöld núna ...

... frábær aðfangadagur heima hjá Toppu systur í gær.  Þar var boðið upp á hreindýrakjöt og með því.  Alveg brjálæðislega góður matur!!
Svo hófst alveg rosalegt pakkaflóð, þar sem dóttirin tók við 15 jólagjöfum af öllum stærðum og gerðum.  Allir gjafir alveg einstaklega nytsamar og er öllum þeim sem þetta lesa og sendu dótturinni gjöf þakkað kærlega fyrir.

IMG_9986 by you.
Í jóladressinu
Sydney in her Christmas dress

IMG_0007 by you.
Fyrsti jólapakkinn á ævinni opnaður!
Sydney opens up her first Christmas present ever ... !

IMG_0038 by you.
Með öllum jólagjöfunum
Sydney and her fifteen Chistmas presents

Jóladagur hefur verið nokkuð stífur hvað heimsóknir varðar.  Við fengum okkur að venju góðan jóladagsmorgunverð.  Meðan við gæddum okkur á æðislega góðu "leverpostej" frá Dísarásnum, sat fröken Guðrún og las bók ...

IMG_0040 by you.
Lesið á jóladagsmorgun ... og lestrarefnið ekki af verri endanum "Fyrstu orðin mín"
Reading on Christmas Day morning ... she was very busy reading the book "My First Words"

Svo fórum við til Sigga Líndal og Maríu.  Þar var æðislega góður kalkúnn ... algjört lostæti!

Þessi jólaboð hafa verið haldin lengur en elstu menn muna og verða betri með hverju árinu sem líður ...

P1010114 by you.
Úr jólaboðinu hjá Sigga Líndal og Maríu ...
From my uncle´s Christmas party

P1010115 by you.
Önnur úr jólaboðinu ...
Another photo from the Christams party ...

Eftir jólaboðið komum við heim og undirbjuggum okkur fyrir annað jólaboð ... að þessu sinni til Stebba og Steinu ...

IMG_0046 by you.
Með ömmu
Sydney and grandma

P1010120 by you.
Í heimsókn hjá Steinu, Stebba, Snorra og Trausta á jóladagskvöld
Visting Steina, Stebbi, Snorri and Trausti on Christmas Day evening

P1010119 by you.
Bræðurnir Snorri og Trausti ... ótrúlega skemmtilegir frændur
Our favorites ... Snorri and Trausti

Alltaf gaman að hitta fjölskylduna í Garðabænum ... allir hressir.  Sumir gripu í spil, meðan aðrir spjölluðu saman ... afskaplega notalegt!


Gleðileg jól

Gleðileg jól!!!

IMG_3396 by you.


Þorláksmessukvöld

Mér finnst ég vera alveg rosalega lítið gefinn fyrir jólahald ...

Þetta árið tekur þó steininn úr hvað varðar áhugaleysi fyrir jólum.  Það gjörsamlega vottar ekki fyrir jólastemmningu ... hún er algjörlega núll ...

Ég skrapp að sækja pakka frá Stebba bróður í kvöld niður á BSÍ.  Rútan sem átti að vera mætt klukkan 11, kom klukkan 12 á miðnætti, sjálfsagt eftir mikla svaðilför frá Akureyri, því veðrið er nú ekki beinlínis í jólaskapi ... ausandi rigning, hífandi rok og svona 4°C hiti ...

Til að stytta mér stundir horfði ég á tvo herramenn slást fyrir utan BSÍ, meðan ein æpandi kærasta hljóp í kringum þá og BMW sem þeir höfðu, áður en slagsmálin brutust út, setið saman í.
Þetta var nokkkuð athyglisverð atburðarrás, sem endaði með því að annar þeirra staulaðist inn í anddyri BSÍ og lagðist þar niður ... svo kom löggan og þegar ég yfirgaf svæðið, sat parið í hrókasamræðum inni í lögreglubíl.

Svona hafði þetta fólk ákveðið að verja Þorláksmessukvöldið árið 2008 ...

Það ber þó ekki að skilja þennan pistil minn þannig að ég sé á móti jólum og helgihaldi.  Því þvert á móti er ég mikill aðdáandi jólanna og boðskaps þeirra.
Mér finnst bara jólin hafa verið dálítið eyðilögð ... því mér finnst boðskapur þeirra gleymast í einhverju óþarfa gjafafylleríi.  Satt að segja væri ég miklu frekar til í að það fólk sem gefur mér veraldlegar gjafir myndi frekar gefa mér samverustund.  Sú samverustund þyrfti ekki að vera löng, kannski bara jafnlöng þeim tíma sem eytt er í að finna jólagjöf handa mér.

Samverustund í smástund þar sem innihaldsríkt umræðuefni bæri á góma og fólk gæti hlegið saman og jafnvel drukkið kakó ... 

Mér finnst svona gjafir vera í anda jólanna eins og ég skil þau.  Þetta er hátíð ljóss og friðar.  Þetta er tími, sem á að fara í að rækta vináttu og tengsl.  Tími sem á að minna okkur á allt það góða sem er í kringum okkur.  Þetta er tími sem fólk á að fara inn á við, finna innri frið og hugsa um það sem skiptir máli í lífinu.
Veraldlegar gjafir munu aldrei vera í fyrsta sæti yfir það sem skiptir mestu máli ...

... það er fólkið sem er og verður alltaf í fyrsta sæti.

Í lokin eru hér tvær myndir af dótturinni ... sem er alveg í banastuði þessa dagana ...

Þess má geta að hún er nú komin með tvær tennur í neðri góm, og hefur amma hennar og nafna boðist til að greiða henni svokallað tannfé ...
... já, það má greiða fólki fyrir hin minnstu viðvik ... það er alveg ljóst!

These days, Sydney is getting two teeth, as you can probably see at the photo below.  She seems to be quite happy about the teeth.  Obviously her grandmother is very happy about these teeth and has announced that she will pay Sydney unknown amount of money for "being so hard working"?!?!

IMG_9982 by you.

IMG_9981 by you.


Um Landsbankann

Hingað til hef ég haldið mig frá því vera að ræða mikið "ástandið" hér á blogginu mínu, enda nógir um að blogga um það ...

Hins vegar get ég ekki leynt því að ég varð næstum því pirraður þegar ég renndi í gegnum bréf,  dagsett 10. desember sl., undirritað af S. Elínu Sigfúsdóttur, bankastjóra Landsbankans.  Í bréfinu, sem er opið bréf til hlutdeildarskírteinishafa í Peningamarkaðssjóði Landsbankans ISK, fer Elín yfir víðan völl í málefnum þessa sjóðs og biðst "innilegrar velvirðingar á því tjóni sem hlutdeildarskírteinishafa hafa orðið fyrir", sem hafi verið "mikið áfall fyrir okkur [Landsbankann og Landsvaka hf.] og augljóslega ekki í samræmi við þær væntingar sem lagt var upp með".

Ég verð einhvern veginn að segja fyrir mig að mig langar bara ekkert til að fá einhverja afsökunarbeiðni frá bankastjóra sem á efalaust stóran skerf í því hvernig allt fór.  Bankastjóra sem í stað þess að axla ábyrgð, lætur fall bankans líta út sem eitthvert slys, og reynir svo að skýra út í löngu máli af hverju bankinn getur ekki greitt til baka nema brot af því sem viðskiptavinir hans áttu inni hjá honum.  Ég vil bara að þeir sem báru ábyrgð á þessum gjörningi komi sér út úr bankanum sem fyrst ... haldi kjafti og skammist sín!

Ég sagði það fyrir löngu síðan á þessu bloggi mínu að ég fyrirgæfi misvitrum fjárglæframönnum að þeir hafa nú sett landið á höfuðið.  Það geta allir gert mistök, það geta allir misst sig út í einhverja vitleysu og svo fram eftir götunum. 
En til að slík fyrirgefning haldi vatni, vill maður líka sjá að fólk viðurkenni mistök sín, stígi til hliðar og taki sín mál til alvarlegrar athugunar, sem í minni orðabók kallast "að axla ábyrgð" ... því miður sýnist mér bankastjóri Landsbankans og margir fleiri reyndar, hafi tekið algjörlega annan pól í þá hæð.

Þá finnst mér ógeðfellt að sjá hvernig Elín reynir að hvítþvo æðri og æðstu stjórnendur Landsbankans, með því að reyna að varpa ábyrgðinni nánast alfarið yfir á það starfsfólk bankans sem á bein samskipti við viðskiptavini bankans.  Í bréfinu segir Elín að starfsfólk bankans "hafi ekki öllum tilvikum gert rétta grein fyrir áhættu við fjárfestingar í Peningamarkaðssjóðnum" en sú "framsetning er ekki rétt og á ekki stoð í þeim gögnum sem lögð voru fyrir starfsfólk til að styðjast við í markaðssetningu sjóðanna".  

Það vita það allir sem vilja vita að stjórendur bankans lögðu á það mikla áherslu að viðskiptavinir hans fjárfestu í umræddum sjóðum ... og segja má að "nánast allt hafi verið leyfilegt" í þeim efnum.

Ennfremur segir í bréfi Elínar: " ... er í raun engin fjárfesting áhættulaus og sjóðinn átti ekki að markaðssetja sem áhættulausan, enda var það aldrei gert í auglýsingum eða kynningarefni".  

Í þessu samhengi er fróðlegt að glugga í Fréttabréf Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans 1. tbl. 2008 sem ber heitið "Öruggir fjárfestingarkostir á óvissutímum".  Í stuttu "paragrafi", undir yfirskriftinni "Peningabréf, örugg og jöfn ávöxtun", má þó segja að farið sé ansi nærri því að segja sjóðinn áhættulausan, en þar segir: "Peningabréf Landsbankans eru kjörinn kostur til skammtímaávöxtunar.  Margir fjárfestar hafa einnig valið þann kost að leita skjóls með langtímafjárfestingar sínar í Peningabréfum.  Þau eru mjög öruggur kostur og gefa góða ávöxtun þegar stýrivextir eru háir þar sem þeir ráða miklu um ávöxtun á peningamarkaði".

Þessum pistli mínum um Landsbankann ætla ég að ljúka á jóla- og áramótakveðju bankans til viðskiptavina sinna.  Hið fyrra var sent viðskiptavinum í lok árs 2007 en hið síðara í lok árs 2008.  Munurinn er nokkuð sláandi.  Ég verð að segja fyrir mig að síðara bréfið höfðar meira til mín en hið fyrra en sjón er sögu ríkari ...

"Kæri Vörðufélagi"
Það er alltaf sérstök stund að taka upp dagatal næsta árs og fletta í gegnum það.  Maður fær endanlega staðfestingu á því að tíminn líði, það komi annað ár og maður verði ári eldri.

Hugmyndin að baki dagatalinu að þessu sinni er tengsl Íslands við umheiminn og hvernig heimar eru nátengdir og skyldir þrátt fyrir að vera ólíkir á yfirborðinu.  Hugmyndin á uppruna sinn í þeirri víðfeðmu starfsemi sem Landsbankinn hefur í 17 löndum í þremur heimsálfum.  Áræðni sína og styrk á Landsbankinn að þakka rúmlega 120 ára sögu bankans hér á Íslandi.

Landsbankinn er og verður banki allra landsmanna.

Með kveðju, starfsfólk Landsbankans"

 

"Kæri Vörðufélagi

Dagatal Landsbankans fyrir árið 2009 skartar myndum af íslenskri náttúru eftir ljósmyndarann Pál Stefánsson.  Náttúra Íslands myndar umgjörð um daglegt líf okkar.  Hún er hvort tveggja í senn, stórbrotinn heimur þar sem náttúruöflin minna oft rækilega á sig og fínleg, viðkvæm veröld sem bregður upp hverfulum myndum.  Landið ögrar okkur á stundum en við sækjum líka til þess innblástur og hvatningu.  Myndir Páls minna okkur á hver hrífandi íslensk náttúra er.  Samspil litanna er töfrandi, drættirnir kröftugir og blæbrigðin hárfín.

Við vonum að dagatalið komi sér vel.

Bestu kveðjur, starfsfólk Landsbankans"


Skírnardagur

Jæja, þá er nú búið að skíra blessað barnið ... nafnið kom lítið á óvart enda hefur dóttirin borið það í meira en hálft ár.  En hafi það farið framhjá einhverjum heitir hún Guðrún Helga.

Dagurinn var geysiskemmtilegur og hátíðarhöld stóðu nánast linnulaust frá hádegi til miðnættis.  

Sú stutta sýndi að sjálfsögðu sínar bestu hliðar og vakti lukku meðal gesta.  Það er greinilegt að hún kann afskaplega vel við sig í margmenni og þessi svokallaði "aðskilnaðarkvíði" og "hræðsla við ókunnuga" hefur hvorugt gert vart við sig, en samkvæmt mér fróðari mönnum eiga þessi tvö fyrirbæri að vera í hámarki nú.
Sydney gengur milli manna og kvenna eins og friðarpípa og hefur gaman af ... og það sem meira er hún er sallaróleg ... alveg sallaróleg

Fyrir mig sem föður dóttur minnar eru þessi viðbrögð og hegðun hennar ákaflega ánægjuleg ... og mér hefur verið sagt, oftar en einu sinni, að barninu hljóti bara að líða afskaplega vel ... og ekki er það síður ánægjulegt að heyra. 
Samt kemur þetta ekkert á óvart, því þó ég standi mig alveg ágætlega, þá stendur móðirin sig algjörlega frábærlega og slík frammistaða hlýtur að skila toppárangri.

Hér eru nokkrar myndir frá skírnardeginum 14. desember ...

Here are some photos from last Sunday 14th of December, when Gudrun Helga, nicknamed Sydney, was baptised.  Of course her behaviour through the day was excellent ... and she showed that she likes to be the hot spot of the attention!

IMG_9742 by you.

IMG_9764 by you.

IMG_9772 by you.

IMG_9785 by you.

IMG_9817 by you.

IMG_9833 by you.

IMG_9866 by you.


Krepputal

Jæja, þá er maður svona um það bil að fara að loka 34. árinu ... afmæli á morgun ... já, og skírnarveisla eins og áður hefur komið fram.

Þessi fyrsta heila vika á Íslandi síðan í janúar, hefur verið heldur betur upp og ofan.  Hæstu hæðum náði hún þegar ég hitti vini og ættingja ... alltaf hressandi að hitta skemmtilegt fólk.  Reyndar hef ég nú ekki náð að hitta nema brot af öllu því góða fólki sem ég þekki, en á morgun ætti að gefast tækifæri á að hitta nokkuð stóran hóp ...

Svo tókst mér einnig í þessari viku að verða veikur ... fimmtudagurinn var undirlagður af einhverri árans pest, og satt að segja hef ég ekki fengið mig góðan af henni enn.

Það er alveg merkilegt hvað þessi ferðalög milli Ástralíu og Íslands hafa lagst illa í mig að undanförnu, því þrjár síðustu ferðir hafa "endað" með vikulegu í rúminu.  Hver orsökin er, gengur mér illa að skilja en svona er þetta nú bara ...
Lauga hefur algjörlega sloppið við þessa óáran, og dóttirin hefur verið hin hressasta eftir ævintýrin í Hong Kong.

Það er óhætt að segja að "krepputal", sé mál málanna hér ... eins og maður átti von á.  Síðan við lentum hefur maður tekið þátt í ófáum samræðum þar sem "ástandið" er til umræðu og sitt sýnist hverjum.
Flestir, sem ég hef talið við, eru þó á margan hátt fegnir að "góðærinu" sé lokið ... og næstum allir vilja að auðmennirnir verði teknir höndum og látnir axla ábyrgð ... með öðrum hætti en þeim sem hingað til hefur verið.

Hinsvegar hefur okkur Laugu fundist mest áberandi hversu mikil þögn er í Reykjavík þessa dagana.  Fyrsta morguninn, þegar við vöknuðum fannst okkur eins og við værum stödd á einhverju útnáraskeri, slík var þögnin ... samt átti þetta að heita virkur dagur!

Að miklum hluta má skýra þögnina með þeirri einföldu staðreynd að einkaþoturnar eru nú þagnaðar ... flugtök og lendingar með ógnargný á öllum tímum sólarhringsins hreya nú sögunni til og er því fall "einkaþotunnar", bara hið allra besta mál fyrir nágranna Reykjavíkurflugvallar!


Komin til Íslands og myndband

Þá erum við mætt til Íslands ... komum reyndar fyrir tæpri viku, en samkvæmt óformlegum athugunum mínum þá tekur það mann um eina viku að komast í gírinn eftir að hafa þvælst um yfir hálfan hnöttinn ...

Dóttirin er reyndar enn í einhverju öðru tímabelti, þar sem hún kýs helst að vakna upp úr klukkan hálffjögur á nóttunni, nema ef hún ákveður að sofa út til klukkan fimm.
Annars er hún alveg fjallhress og búin að jafna sig fullkomlega eftir hitaskotið í Hong Kong, sem varð til að kyrrsetja hana þar í nokkra daga, eins og áður hefur komið fram.

Næsta sunnudag, þann 14. desember, verður henni veitt innganga í kirkju Krists með formlegum hætti, þegar Sr. Bjarni mun koma í heimsókn á Bergstaðastrætið og ausa hana vígðu vatni. 
Það er nú samt ekki laust við að maður leiði hugann að því hvort þetta sé rétt ákvörðun, sérstaklega ef litið er til baráttu Helga Hóseassonar síðastliðna áratugi.  Sé horft til þeirrar baráttu má glögglega sjá að afskírn er ekkert einfalt mál ...

Sjálfur var ég ekki skírður fyrr en daginn fyrir fermingu mína, eða þann 19. apríl 1987.  Það var föður mínum heitnum mikið hjartansmál að ég fengi að ákveða trú mína sjálfur, en að eigin sögn hafði hann verið "neyddur" sem barn, líkt og Helgi Hóseasson, inn í kirkju Krists. 
Ömmu minni heitinni fannst þó þessi réttindabarátta föður míns alveg út í hött og alla mína barnæsku hvatti hún mig eindregið að láta skíra mig, á milli þess sem hún lét þau orð falla að "mikið lifandis skelfing væri nú leiðinlegt að ég skyldi ekki vera skírður í nafni Guðs föðurs, sonar og heilags anda".

Það er engum blöðum um það að fletta að ég skil sjónarmið beggja ákaflega vel og sannarlega finnst mér ekkert sjálfgefið að börn séu skírð, þó svo við skötuhjónin höfum tekið þessa ákvörðun fyrir hönd dótturinnar ...

... við verðum þá bara að svara fyrir það síðar ... axla ábyrgð!!

En nóg um þetta ... hér er myndband ... það síðasta frá Sydney í bili að minnsta kosti ... dóttirin og ævintýri hennar í aðalhlutverki, eins og svo oft áður ... njótið vel ...


Ofurlitid yfirlit

Jaeja, tha erum vid i Hong Kong.

Sidustu dagarnir i Sydney voru gedveiki, hrein og klar og vid rett nadum ad klara thad sem vid thurftum ad gera.

Svo forum vid til Nyja Sjalands, bara svona til ad kikja ... gaman ad thvi

Thvi naest til Hong Kong, fyrstu dagarnir voru godir, en sidasta laugardag veiktist Gudrun heiftarlega, fekk um 40 stiga hita og breyttist ferdin thvi yfir i dramatik.

Laugardeginum var eytt a sjukrahusi, med tilheyrandi taugaveiklun og peningaaustri ...

Sidan tha hefur blessad barnid verid ad hressast og hefur nu nad ser ... er ordin hitalaus.  Vid vorum samt kyrrsett her i Hong Kong fram a thridjudag, til ad Gudda nai ser fullkomlega adur en haldid verdur afram ferdinni.

Hins vegar hefur thetta sett strik i reikninginn, thvi ekkert verdur af ferdinni til Istanbul og Athenu, ollu sliku flugi "cancellad" og keypt flug beint fra Hong Kong til London og thadan beint til Islands.  Thannig verdum vid maett ad kvoldi 3. desember.

Eins og mal standa nuna er daman ordin firnahress, eftir ad hafa verid uppi a hotelherbergi i samfleytt 60 klukkutima eda eitthvad alika ...

Nog i bili


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband