Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Til ömmu. Frá Guðrúnu.

Dóttirin ákvað í kvöld að rita ömmu Steinu á Sauðárkróki bréf á tölvuna.

Það var reyndar orðið nokkuð framorðið þegar bréfritun hófst en bréfritari reyndi allt sem hann gat til að koma hugsunum sínum niður á blað.  Loks örmagnaðist hann, og grátur hófst ...

Þá mætti ofurmóðurin og tók þá stuttu í kjöltu sína og bar hana inn í svefnherbergið.  Þar var grátið góða stund, fyrst og fremst af þreytu en loks náði Óli Lokbrá yfirhöndinni.  Gudda Lín sveif inn í draumaheiminn og hefur verið þar síðan ...

Mér er það hins vegar bæði ljúft og skylt að koma þessu bréfi til ömmu Steinu.  Sjálfur setti ég viðeigandi viðbætur en meginmál bréfsins er nákvæmlega eins og bréfritari skildi við það.

Bréfið er á þessa leið:

---

Sydney, Ástralíu 26. október 2008

Elsku amma

æðððy7uu2

Kær kveðja,
þín Guðrún

---

 

Svona hljóðaði fyrsta bréfið sem dóttirin ritaði ... ekki amaleg skilaboð þarna á ferðinni og ég er handviss um að amman skilur nákvæmlega hvert efni bréfsins er ...

Ekki er úr vegi að birta nokkrar myndir af bréfritara, til að "slútta" færslunni.

IMG_9060 by you.

IMG_9056 by you.

P1000631 by you.

P1000627 by you.

P1000622 by you.

 


Fyrir sunnan

Jæja, þá ryðst Múrenan aftur fram á ritvöllinn ...

... það hefur bara verið svo brjálað að gera að það hefur varla gefst tími til bloggs ...

En þessa síðustu viku hefur margt fróðlegt gerst ...

Til dæmis í kvöld voru tvær fréttir á ABC sjónvarpsstöðinni, sem tengdust okkur Laugu nánast persónulega. 
Sú fyrri fjallaði um fjármálakreppuna, og voru sýndar myndir frá Reykjavík ... fólk að mótmæla, brenna Landsbankafána, krefjast afsagnar Dabba og fleira í þeim dúr.  Fréttir á heimalandinu hljóta alltaf að tengjast manni.
Sú síðari fjallaði um "barnasprengjuna" sem er að eiga sér stað hér í Sydney, eða átti það við Ástralíu (?!?) ... ég man það ekki en jæja ... sjaldan hefur annar eins fjöldi barna komið í heiminn á jafnstuttum tíma.  Sýndar voru myndir frá Royal Prince Alfred Hospital, sem er einmitt sá hinn sami og frökenin á heimilinu fæddist á, fyrir um fjórumoghálfum mánuði.  Meira að segja var talað við Dr. Andrew Child, sem var læknirinn okkar.  Ekki amalegt að vera barnalæknir og heita Child ... en það er nú önnur saga.

Í morgun horfðum við á Spaugstofuna ... og jafnvel hana mátti tengja beint við Bourke Street, en glöggir áhorfendur hafa jafnvel tekið eftir því að annar karakterinn í teiknimyndinni sem sýnd var í Spaugstofunni hét Bobbi.
Frábært að sjá nafna þar!!! 

Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei aftur í útrás
Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, treysta á skjótfenginn auð
Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei aftur í útrás
treysta bara á kerti og spil og væna flís af feitum sauð! 

Þetta söng nafni í teiknimyndinni, ásamt félaga sínum Bubba ... og svo vill til að ég er honum alveg rosalega sammála ...

Og bara svona af því að ég er farinn að tala aðeins um útrásina ... hvað er málið með þennan blessaða Framsóknarflokk???
Þetta segir hinn skeleggi formaður flokksins á visir.is í dag:
"Fyrir ári síðan studdu um 70 prósent ríkisstjórnarflokkana, það er í rauninni sá hópur sem ekki velur ríkisstjórnarflokkana við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þannig að þessi niðurstaða gefur mér nýja von um að fólkið vilji önnur gildi og þá rís Framsókn."

Á hvaða pláentu er þessi maður eiginlega??  Hvaða önnur gildi eru það sem fólkið vill, sem verður til þess að Framsókn muni rísa??
Þessi Framsóknarflokkur er alveg hreint ótrúlegt fyrirbæri!!

Jæja, ég ætla ekkert að vera að þvæla meira um pólitík ... ég get svo sannarlega rætt hana við þá, sem það vilja, en ég ætla ekki að þreyta dygga lesendur með slíkum lestri. 
Hér eiga menn að fá frí frá dægurþrasinu!!!  Þetta á að vera svolítið svona eins og að fara á KISS-tónleika ... lesendur eiga bara að njóta stundarinnar, án þess að vera að fara ofan í of miklar pælingar um vandamál heimsins ...

... persónulega finnst mér skemmtilegra að velta mér upp úr góðu hlutunum ...

... og það síðasta sem mér hefur dottið í hug er að skrá mig á námskeið í markþjálfun.  Þetta er online-kúrs ... alveg stórmerkilegt fyrirbæri!
Reyndar er einn galli á gjöf Njarðar en hann er sá að kúrsinn fer fram milli klukkan 15.30 - 17.30 að íslenskum tíma ... en það veldur því að ég þarf að vinda mér framúr klukkan hálfþrjú að nóttu til og vera hress og tilbúinn til að læra nýja og spennandi hluti.

Fyrsti tíminn var aðfararnótt föstudags.  Ég veit ekki hvort það var tímasetning kúrsins sem olli því en ég varð veikur á föstudagskvöld og lá fyrir í gær, laugardag.  Svo óheppilega vildi til að á sama tíma var innflutningspartý hjá Fjólu og Neil, sem við misstum af.
Og það var ekki gott!!

En hvað gerðist fleira í vikunni ... jú, jú ...

Á mánudaginn safnaði ég fyrstu gögnunum mínum fyrir rannsóknina mína, sankaði að mér 20 þátttakendum og greindi svo gögnin á þriðjudaginn og fékk út þessa líka fínu niðurstöðu.

Svo er sýndarveruleikinn minn nærri því tilbúinn og hann er ótrúlega flottur ... gaurinn sem er hjálpa mér að búa hann til, sýndi leiðbeinandanum mínum herlegheitin og sá pissaði næstum í buxurnar af hrifningu!!
Vildi bara nánast ráða gaurinn á staðnum í verkefni hjá sér og þakkaði mér alveg rosalega fyrir að hafa farið þessa leið í doktorsverkefninu mínu ... og ég veit ekki hvað!!

Ekki það að þessi viðbrögð hafi komið mér á óvart ... ég geri mér alveg grein fyrir að verkefnið mitt hefur "potential" til að verða algjör klassi, ef rétt er haldið á spöðunum.

Nú er klukkan að detta í eitt eftir miðnætti ... snillingurinn sem þetta ritar ætlar að detta í bólið, svo hann geti vaknað og farið út að hlaupa í fyrramálið!!

Hér með er tékkað út ...

Raunar er eitt að lokum ... ég fékk þennan link sendan frá Laugu ... þetta er heimasíða hjá Bob Harris, sem er "Law of Attraction"-gúrú.
Hann er hér að bjóða upp á frían online kúrs til að læra betur inn á hið magnaða Secret.  Ég verð að segja að ég er mjög hrifinn af mjög mörgu í Secret og hef síðustu misseri verið að "mastera" þennan hugsunargang ... og mér finnst hann vera að virka ...

... sérstaklega finnst mér "Law of Attraction" athyglisvert ...
... en einnig finnst mér hugmyndin um að maður beri 100% ábyrgð á sjálfum sér ... vera frábær ... hún er ógeðslega erfið, en hún er frábær samt!! 100% ábyrgð!!!  Alltaf!!!  Frábært og þvílíkt frelsi!!!

Mér finnst "100% ábyrgð" sérstaklega frábær núna þegar margir eru að keppast um að afsala sér ábyrgðinni, benda á næsta mann og segja að þetta sé honum að kenna ...
... hugsaðu þér, hvað hlutirnir yrðu miklu einfaldari ef hver og einn myndi gangast við eigin ábyrgð ...

Nóg í bili ...


Júlíus Hafsteinsson

Þó auðvitað sé meðfylgjandi myndbrot aðgengilegt öllum þeim sem á annað borð hafa internetaðgang, þá finnst mér það jaðra við eigingirni og sérhagsmunagæslu af mjög háu stigi, að benda lesendum Múrenunnar - í Sydney ekki á þetta myndbrot sem fylgir færslunni ... það er tær snilld ...

... margir hafa eflaust einhvern tímann séð þetta myndbrot ... en núna er svo sannarlega ástæða til að rifja það upp.  Hlæja svolítið og hafa gaman ...

Ég man að ég sá þetta myndbrot fyrst fyrir um 10 árum, á svokölluðu Fóstbræðrakvöldi ... en á slíkum kvöldum komu þeir starfsmenn Tilraunarstöðvarinnar á Keldum, sem voru í yngri kantinum á þeim tíma, saman og horfðu á nokkra þætti af hinum ódauðlegu Fóstbræðrum.

Þetta er myndbrot er auðvitað sorgarsaga Júlíusar Hafsteinssonar eða Júlla ...

 


Sögur af Guddu

Hún Gudda Lín er í banastuði þessa dagana, enda heilmikið að gerast á þeim bænum.

Þessa dagana eru tengsl höfuðs og handa mikið að styrkjast.  Ég ætla að leyfa mér að segja að hún geti af nokkuð lýtalausu öryggi troðið flestu sem hún fær í hendurnar, upp í sig á teljandi vandræða ... sem er framför.
Samfara þessu hafa skapsmunir dótturinnar orðið sífellt meira áberandi og ljóst er að eitthvað er til af þeim.  Þannig fer það óendanlega í taugarnar á henni ef hún getur ekki troðið hlutum sem hún hefur undir höndum, upp í sig.
Þetta á sérstaklega við þrjá vini hennar sem hanga fyrir ofan hana þegar hún situr í hægindastólnum sínum.  Hún nær að teygja sig í þá og toga í þá, en þeir vilja bara ekki koma.  Sydney Houdini kann lítið að meta slíkan þvergirðingshátt, fettir sig og brettir í stólnum og öskrar eldrauð í framan á allt og alla.  Fær oft hiksta í kjölfarið ...

P1000528 by you.
Með félögunum þremur ... reyndar á góðum degi ...

Snuð á ekki upp á pallborðið og hefur ekki átt í margar vikur.  Mér liggur við að segja að kúvending hafi átt sér stað í snuðamálum, þegar Lauga spurði dótturina hvort hún ætlaði að verða "snuddukerling".  Það var á þeim tíma þegar snuðið lék aðalhlutverk og var allra meina bót.  

Bleika túðukannan virkar heldur ekki sem skyldi.   Dóttirin vill ekki sjá hana.
Peli - nei takk!!!

En hvað vill þá þessi æruverðugi afkomandi?

Göngutúra!  Besta ráðið og allra meina bót er að skreppa í göngutúr.  Guðrún krefst þess þó í 90% tilfella að hún sé sett í BabyBjörn eða "sling".  Það þýðir ekkert að bjóða upp á hún liggi í vagninum, ... það er bara ávísun á hávær mótmæli ... hún vill fá að sjá allt annað en skyggnið á vagninum.

Flugferðir!  Nokkuð óbrigðult ráð er að bjóða upp á flugferðir um íbúðina ... allt frá eldhúsinu og yfir í svefnherbergið.  Allt frá gólfi upp í efstu hæðir.

Njósna!  Þegar hressa þarf Gurru við, þá er gott að snara sér út á svalir og til að njósna um nágrannann.  Þá er rýnt í gegnum laufblaðaþykkni sem nú er í fullum skrúða og oft niður í garð nágrannans.  Stundum er þar hundur, sem á það til að gelta og slíkt þykir aldeilis skemmtilegt. 

Sitja!  Tilveran virðist harla tilbreytingarlaus ef ekki er setið upprétt.  Það þýðir lítið að bjóða upp á einhverja 45° setu ... 90° er nánast skilyrði.  Og afleiðing þess er að sú stutta getur nú þegar setið ein og óstudd ofurlitla stund, það fer þó svolítið eftir dagsforminu.  Ennfremur, erum við feðginin búin að þróa tækni, sem hjálpar mjög til við að setjast upp, en tæknin byggist á því að ég rétti henni tvo fingur annarrar handar og er henni uppálagt að grípa um sitthvorn fingurinn með sitthvorri höndinni.  Strax og það hefur tekist, hjálpar höndin henni við upprisuna, svo framarlega að dóttirin sleppi ekki takinu.  Þetta er mjög þægilegt fyrir alla aðila .... og auk þess mjög skemmtilegt!!

P1000547 by you.

P1000552 by you.

Á þessu stigi málsins eru tiltölulega fá leikföng sem ná í gegn ... fiskurinn Medel stendur þó alltaf fyrir sínu, sem og hinn appelsínuguli Tígri.  Karl Axelsson kanína er einnig vinsæll.
Og svo eins og áður segir eru félagarnir þrír sem hanga á hægindastólnum mjög vinsælir þegar þarf að rífast og skammast.

P1000535 by you.
Með Tígra og Karli Axelssyni

IMG_8979 by you.

Því er svo við að bæta að frökenin hefur verið að fá smakk á öðru en móðurmjólkinni ... og fellur það gríðarlega vel í kramið.
Banana- og perumauk, epla- og mangómauk, stappaðir bananar ... þetta er slíkt góðgæti að það hálfa væri miklu meira en nóg ...

... þær aðfarir sem boðið er upp á við þessa iðju, eru einnig stórskemmtilegar á að horfa ... mikið sjónarspil.

IMG_9029 by you.

IMG_9010 by you.

IMG_9006 by you.

 


Afmæli og pælingar

Þá er nú komin helgi ... og við blasir að skella sér á Manly-ströndina í Norður-Sydney í afmæli til Steve, grill og eitthvað fleira.  Raunar hafði Steve skipulagt mun viðameiri dagskrá í tilfefni þess að hann varð þrítugur á miðvikudaginn.  Það var kajak-sigling og fjör austur í Penrith ...

... því miður sáum við Lauga okkur ekki fært að mæta í þá gleði, af tveimur ástæðum ...

1.  Dóttirin er helst til ung að standa í því volki sem kajaksiglingar geta haft í för með sér.
2.  Fjárhagsstaðan nú um stundir leyfir ekki slíka skemmtun, og kom í veg fyrir að annað okkar gæti tekið þátt í gleðinni.  Súrt ... en svona er þetta nú bara ...

Annars er gott að vita að niðurstaða er að fást í þessi blessuðu sjóðamál bankanna.  Ekki það að mér finnist niðurstaðan í augnablikinu vera eitthvað frábær.  En þó finnst mér betra að vita að það stendur til að láta sparifjáreigendur fá eitthvað til baka af innstæðum sínum, þó það sé algjörlega á huldu hversu háar upphæðir verði endurgreiddar.

Ég reikna með að fá hámark um 25% til baka í fyrstu lotu, það er þegar lausaféi bankanna verður deilt niður.  Kannski er þessi tala mín tóm della ... ég hef ekki hugmynd um það.   Auðvitað geta þetta aldrei orðið annað en getgátur, en ég byggi hugmynd mína á tilkynningu Landsbankans eða Landsvaka frá í gær, um að 30.000.000.000 kr. væru í peningamarkaðssjóðunum núna.  Mogginn sagði hins vegar að þar væru 0 kr.!!

---

Það er mjög athyglisvert að sjá hvernig Lauga tekur á málunum, þessa dagana ... hún lifir svo sannarlega eftir hugmyndum William Clement Stone, þeim sama og var haldinn "andhverfuofsóknarbrjálæðinu".  Henni finnst þessir tímar spennandi, og segir það mjög merkilegt að fá að upplifa það að tapa margra ára sparnaði og sitja slipp og snauð eftir, það er að segja ef horft er á veraldlega hluti.

"Jákvæðni er ekkert merkileg fyrr en á móti blæs" segir hún þegar ég er að kvarta yfir ástandinu. "Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í þessari kreppu ... þó svo spariféð hafi gufað upp."

Það er nákvæmlega rétt ... 

"Þetta er hugsunarháttur sigurvegarans" ... en Lauga en snögg til svara "Nei, þetta er hugsunarháttur Sigurlaugar!!" ...

Hér í Bourke Street er gráðugum útrásarmönnum og mistækum stjórnmálamönnum fyrirgefið ... ekki þeirra vegna heldur okkar sjálfra vegna ...

... uppbyggingarferlið er hafið ...

Við erum farin í afmæli til Steve!!


Krókódílar í Cairns

Á þriðja degi okkar í Cairns í síðustu viku, skruppum við á stað sem heitir því dásamlega nafni Hartley´s Crocodile Adventures. 

Við lögðum af stað upp úr hádegi, eftir að hafa tekið því rólega um morguninn og velt því fyrir okkur hvort eitthvert vit væri í því að spreða peningunum okkar í tóma skemmtun og "vitleysu", í stað þess að sýna fyllstu aðgát og sparsemi.

IMG_8873 by you.
Lauga tilbúin fyrir morgunmatinn
Lauga ready for the breakfast

IMG_8869 by you.

P1000456 by you.
Útsýnið af hótelherberginu
A great view from our hotel room

Aka þurfti um 40 km leið til að komast í þetta ævintýri og sá bílaþjónustan "Meet & Greet" um að ferja okkur þessa leið. 

IMG_8879 by you.
Beðið eftir "Meet & Greet"
Lauga and Sydney wait for Meet & Greet coach on their way to Hartley´s Crocodile Adventures

P1000463 by you.

Það var mjög gaman að koma þarna og sjá alvöru krókódíla á "alvöru" svæði.  Hingað til höfum við séð þessi skrímsli í þröngum búrum í dýragörðum og í sjávardýrasafni Sydney-borgar.  Þar liggja þeir yfirleitt hreyfingarlausir og lítið fútt í því.
Á þessum stað var rúmt um þá og gátu þeir valsað um og gert flestar þær kúnstir, sem þeir væntanlega gera í sínum náttúrulegu heimkynnum.

P1000469 by you.
Þessi litli krókódíll tók á móti gestum ...
This little crocodile played the role of a host at Hartley´s Crocodile Adventures entrance

Þetta eru skemmtilega ósjarmerandi skepnur, eiginlega svo ósjarmerandi að þær verða sjarmerandi ... að minnsta kosti meðan maður stendur réttu megin við girðinguna. 
Það sem er mjög athyglisvert er að krókódílar hafa mjög lítið þróast og breyst í milljónir ára ... ég man bara ekki töluna en það eru einhverjir tugir milljóna ára ...

... og það segir bara eitt ...

... þeir eru náttúrulegt "tækiundur" ...

IMG_8893 by you.

IMG_8896 by you.

IMG_8911 by you.

Við skruppum á krókódíla "sjóv", þar sem við fengum að sjá "crocodile attack", sem að hluta til byggist á hinum fræga "dauðasnúningi" og "höfuðhristingi" ...

IMG_8924 by you.
Beðið eftir bráðinni ...
The crocodile is waiting for its prey ...

IMG_8931 by you.

IMG_8937 by you.
Hér er "dauðasnúningurinn" tekinn
Here the crocodile performs the notorious "death roll"

Þá er ónefnd siglingin sem við fórum út á krókódílavatnið ...  

Það var fleira að sjá þarna en krókódíla, svo sem kóala birni, snáka og cassowaries, sem eru fuglar, sem eru í útrýmingarhættu.  Þeir eru ekkert ógeðslega frábrugðnir strútum, en þó talsvert minni og miklu litskrúðugari.

IMG_8963 by you.

IMG_8907 by you.
Á snáka-sjóvinu ... þarna er karlinn með einn hættulegasta snák veraldar ... hann ætti samt að kunna handtökin því hann hefur unnið með snáka síðan hann var 10 ára.
A snake-show ... this snake is one of the most dangerous snakes in the world.  Do not remember its name.

IMG_8956 by you.
Þetta er cassowary
This is a cassowary, a endangered rainforest bird

P1000508 by you.
Dóttirin í vinnunni
Sydney at work

Við fórum heim upp úr klukkan 17 og upp á hótel ... þar fengum við okkur spaghetti og horfðum á fréttirnar.  Svo vildi til að samskipti Íslendinga og Breta voru meðal fyrstu frétta í fréttatímanum.  Myndir voru sýndar af húsnæði Landsbankans við Aðalstræti og viti menn ... birtist ekki frú Guðrún Jónsdóttir, móðir síðuhaldara, í mynd, þar sem hún kom askvaðandi á leið sinni í bankann ...

... það er nokkuð sérstakt að sitja inn á hótelherbergi í litlum bæ í norðurhluta Ástralíu og horfa á móður sína í sjónvarpinu?!?!?
Þess má geta að Geir Haarde birtist líka á skjánum ...

Um kvöldið ákváðum við að skreppa aðeins út í göngutúr ... og vildi svo skemmtilega til að á leiðinni niður með lyftunni, bendi kona nokkur, okkur á að barnið hefði ekkert að gera með að fara út svona síðla kvölds, ... þess má geta að þá var klukkan nákvæmlega 18.50 að staðartíma.

Alltaf gott þegar fólk vill manni vel ... en við ákváðum þó að fara ekki eftir ábendingum hennar. 

Dvöl okkar á Mercure Harbourside hótelinu í Cairns lauk svo aðfararnótt föstudag, upp úr klukkan 04:15.  Við áttum flug til Sydney klukkan 05:00 og hygg ég að við höfum sett hraðamet í því að tékka okkur út, taka leigubíl, pakka inn barnavagninum á flugstöðinni, tékka okkur inn í flugið og hlaupa í gegnum flugstöðina.  Allt gekk að óskum ... og dóttirin fylgdist stórum augum með því sem fyrir augun bar ...

... til Sydney komum við kl. 9 um morguninn ...

Sydney Harbour by you.
Sydney Harbour

Góðri ferð lokið! 

Hér er svo video af þessum degi ... klikkaðu hér!!
Here you can watch a video clip from our visit to Hartley´s Crocodile Adventures.


12. október og meira frá Cairns

Þessi sunnudagur hefur liðið hratt og örugglega ...

Hann byrjaði stundvíslega kl. 7 í morgun á samverustund með dótturinni, og ritun bloggfærslu sem birtist upp úr klukkan 9.30 að staðartíma hér í Sydney.

Um 11-leytið komu svo Fjóla & Neil og Nick & Rosa í morgunmat til okkar.  Það var frábær samverustund sem við áttum úti á svölunum í glampandi sól og góðum hita.  Ekki amalegt það ... reyndar varð þessi morgunverður til þess að við Lauga ákváðum að við eftirleiðis myndum við borða "breakfastinn" úti á svölum.

IMG_8967 by you.

Svo má geta þess að í dag eru nákvæmlega 12 ár síðan við Lauga hittumst í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrsta sinn.  Það kvöld elti ég hana á röndum um öll salarkynni Leikhúskjallarann, uns klukkan var að detta í 3 og ljóst var að "geimið" yrði senn á enda.  Þá var ekkert annað en að hrökkva eða stökkva ... framhaldið ætti að vera nokkuð augljóst ...

En það er gaman að segja frá því að þetta kvöld var Lauga nú ekkert endilega til í að hitta mig aftur ... en Magga vinkona hennar fann miða og skrifaði þar símanúmerið og lét mig hafa.  Þennan miða á ég enn í fórum mínum!!
Tveimur dögum seinna mannaði ég mig upp í að hringja í þetta ágæta númer og átti við framtíðarspúsu mína eitthvert það vandræðalegasta samtal sem ég hef átt um ævina.  Ég held að ég hafi spurt hana svona tuttugu sinnum á tveimur mínútum: "Jæja ... (þögn) ... og hvað segirðu?"

Ekki tók svo betra við að þegar við skruppum í fyrsta skipti saman á kaffihús ... Lauga fullyrðir að ég hafi ullað á sig, við það tækifæri!!  Sjálfan rámar mig nú ekkert í það ... en hún er alveg viss í sinni sök og segist hafa misst andlitið við þennan gjörning minn ...

... en einhvern veginn gekk þetta nú samt ... og 12 ár eru liðin síðan ...

Þegar morgunkaffinu lauk, ákvað ég að drífa mig niður í skóla og halda áfram vinnu minni þar og lauk ég henni upp úr kl. 21 í kvöld. 

Þá var borðaður hallæris- og kreppumatur hér í Bourke Street ...

---

Hérna er linkur inn á video sem ég setti saman af ferð okkar út á Great Barrier Reef ... eins og ég sagði var sú ferð góð, þrátt fyrir að við hefðum ekki getað kafað eins og okkur langaði. 

En maður ætti nú ekki annað eftir en að vera að vorkenna sjálfum sér vegna þess ... nú á maður bara að þakka fyrir að vera heilbrigður og eiga góða að.
Raunar hef ég áttað mig eftir að ég kom hingað til Sydney hversu mikilvægt það er að eiga góða að ... eða kannski væri réttara að orða það þannig að ég átti mig betur en áður hversu mikilvægt það er að eiga góða að ...

Við Lauga höfum ákveðið að fara aftur út á Great Barrier Reef til að kafa ... hvenær það verður er þó með öllu óvíst ... 

Ein mynd af dótturinni í lokin ...

IMG_8703 by you.


Vikan sem leið #1

Jæja, þessi vika hefur nú svo sannarlega verið athyglisverð fyrir margra hluta sakir ...

Það væri að bera í bakkafullan lækinn að vera að ræða um fjármálaástandið, en það má segja að enn sem komið er, erum við í þokkalegum málum.  Maður var ótrúlega heppinn að eiga svolítið af áströlskum dollurum, sem fleyta manni nú yfir erfiðasta hjallann, á tímum gjaldeyrirskömmtunar og áhættu í greiðslukortaúttektum.
Þessir dollarar ættu að duga okkur þar til haldið verður heim á leið, þann 25. nóvember næstkomandi.  Þú verður maður bara að treysta á að flugfélögin sem við ætlum að fljúga með, haldi sjó.

Það er hinsvegar ljóst mál að við verðum að stokka hlutina talsvert upp, og hef ég verið að róa að því öllum árum að komast til Svíþjóðar á næsta ári.  Það er nokkuð líklegt að það muni ganga eftir, en Svíarnir hafa verið ákaflega seinir í öllum sínum viðbrögðum, svo ekkert er fast í hendi enn sem komið er.

En jæja, best að vinda sér yfir í önnur tíðindi, en þau eru að við skruppum til Cairns í byrjun síðustu viku. 
Það er óhætt að segja að það er gaman að koma til Cairns.  Þetta er frekar lítill bær mjög norðarlega í Ástralíu og einn helsti tengipunktur við hið heimsfræga Great Barrier Reef, stærsta kóralrif í heimi.

Meðan á dvöl okkar í Cairns stóð skein sólin skært, hægur og notalegur vindur lék um allt og alla og hitastigið rúmlega 30°C.  Ekki dónalegt það!

IMG_8707 by you.
Fyrir utan Mercure Harbourside í Cairns
In front of Mercure Harbourside Hotel in Cairns

Fyrsti dagurinn, það er þriðjudagurinn, fór mest í að ganga um bæinn, skreppa í sund og bara njóta lífsins ... ja, allt þar til ég álpaðist inn á netið og sá að ríkið var búið að taka við stjórnartaumum viðskiptabanka míns, 20 ára sparnaður í uppnámi og gengið hafði fallið um 25%.

IMG_8710 by you.
Lauga á leið "niður í bæ"
Lauga on her way to the centre

IMG_8719 by you.
Komið var við í litlum vatnsleikjagarði og þar hittum við þennan litla snilling.
In a "water garden" for children, we met this little guy ...
 

IMG_8723 by you.
Verið í konunglegu fótabaði.
Miss Sydney having a nice foot bath

IMG_8724 by you.
Þessi litli gosbrunnur vakti geysilegan áhuga hjá þeirri stuttu ...
Sydney was impressed by watching this little fountain

IMG_8726 by you.
Beðið eftir einhverju ...
We are waiting for something ... I do not remember what it was ...

IMG_8732 by you.
Í Lóninu ...
In the Lagoon ...

IMG_8734 by you.

IMG_8749 by you.

Ég biðst velvirðingar á því hversu fáar myndir eru af Laugu ... en það er rétt að taka það fram að Lauga ákvað að skilja sundfötin sín eftir uppi á hóteli ... ekki spyrja mig af hverju?!?
I am sorry that there are no photos of Lauga, but this day for some reason she decided to leave her swimming suit at the hotel ... do not ask me why!??!

IMG_8751 by you.

IMG_8754 by you.

IMG_8765 by you.

IMG_8767 by you.
Jæja, þá er nú verið að reyna að ganga ...
Sydney tries to walk, without any success

IMG_8778 by you.
Jæja, þarna kemur ein af þeim mægðum ...
Well, here is a photo of Lauga and Sydney ...

Í lok dags var líka ljóst að ég hafði farið heldur geyst í sólböðin þennan daginn ... sviði gerði vart sig á öxlum og á baki ... þessi dagur endaði því á lágstemmdari nótunum ...

IMG_8797 by you.

IMG_8803 by you.
Eftir þennan dag svaf dóttirin í 12 klukkutíma samfleytt ...
Very tired Sydney Houdini sleeping ... she successively slept 12 hours

Hérna er hægt að horfa á video af þessum fyrsta degi okkar
It is possible to watch a video clip from our first day in Cairns (almost everything in Icelandic though) by clicking here.

Áður en ég fór að sofa ákvað ég að gera tilraun, en hún fólst í því að setja strásykur á brunastaðina í þeirri von að sviðatilfinningin myndi minnka og ég gæti sofið sæmilega  ... en þess má geta að strásykur virkar geysilega vel gegn bruna, vægum bruna það er að segja.  Til dæmis ef þú lesandi góður brennir þig á fingri, þá skaltu bleyta fingurinn og troða honum svo ofan í næsta sykurkar og láta sykur vera á fingrinum í nokkra klukkutíma ... það sem er ótrúlegt við þetta er að þetta virkar!!!

... og þessi tilraun mín virkaði hálfa nóttina eða allt þar til ég sneri mér yfir á bakið og sykurinn muldist ofan í rúmið ... 

Á miðvikudeginum var svo haldið út á hitt magnaða Great Barrier Reef og var það gert í samstarfi við fyrirtæki sem kallar sig The Reef Magic Cruises.  Ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum sem sjá um ferðir út á GBR, þá býður The Reef Magic Cruises upp á bækistöð úti á rifinu, þannig að ekki þarf að veltast í bátnum allan daginn.  Slíkt er geysilega mikilvægt fyrir landkrabba eins og mig, því ekki var laust við sjóveiki á leiðinni út, þrátt fyrir að ég hefði tekið sjóveikispillu áður en lagt var af stað.

Fyrir "vægt" gjald var boðið upp á köfun, snorkl-túra og þyrluflugferðir, auk þess sem sigling í "semi-sub" og "bottom glass boat" var á boðstólnum.  Svo mátti náttúrulega hver og einn snorkla eins og honum sýndist.
Okkur Laugu langaði bæði mjög mikið til að taka eina köfun, en verðið á slíku var $90 á mann (7.500 - 12.000 ÍSK á mann, eftir hvaða gengi er miðað við).  Í ljósi aðstæðna létum við ekki verða að því og snorkluðum þess í stað "frítt".
Eins og allir vita sem hafa snorklað á almennilegum kóralrifum, þá er slíkt frábær upplifun.  Þegar horft er á hafflötinn ofan frá, er fremur lítið að sjá, en um leið og gægst er undir yfirborðið tekur við stórkostlegur heimur litskrúðugra fiska og kóralla.

IMG_8812 by you.
Í Marine World tilbúinn í snorklið
Ready to snorkel

P1000385 by you.

P1000391 by you.
Í "semi-subbnum"
In the semi-sub

P1000397 by you.
Gudda Lín fær sér góðan sopa af "kóki"
At the Great Barrier Reef, it is very good to have something good to drink

P1000400 by you.
Lauga snorklar
Lauga snorkelling

P1000401 by you.

P1000402 by you.

IMG_8815 by you.

P1000411 by you.

IMG_8821 by you.
Á leiðinni aftur til Cairns
On the way back to Cairns

P1000438 by you.

Þegar aftur var komið til Cairns, skruppum við Cairns Wildlife Dome, sem er dýragarður á efstu hæð Reef Hotel Casino.  Satt best að segja var fremur lítið þar að sjá, svona fyrir minn smekk ... þó átti svartur kakadúi nokkuð góða spretti, þegar hann heilsaði upp á mæðgurnar ...

IMG_8862 by you.
Mægðurnar og kakadúinn ...
Lauga and Sydney talking to a very funny cockadoo at Cairns Wildlife Dome

Svo fórum við upp á hótel að borða spaghetti ...


Kiama, GBR og dagurinn í dag

Jæja, þá kemur seinni hlutinn af Kiama-ferðinni ... til að sjá hann skal "klikkað" með bendlinum hérna.
Eitthvað hefur borið á því að fólk hefur ekki skilið hvernig á eiginlega að horfa á myndböndin ...

... það skal tekið fram hér að slík aðgerð er mjög auðveld, bara fara með bendilinn á orðið "hérna" sem er litað blátt og er undirstrikað og smella á það.  Þá ætti vefsíðan www.flickr.com að opnast og þá er bara smellt á myndina, einu sinni eða tvisvar og þá ætti hún í öllu falli að byrja að rúlla af stað ... mjög einfalt ...

Nú styttist allverulega í ferð okkar til Great Barrier Reef, lagt verður í 'ann á mánudaginn ... man ekki klukkan hvenær ... það verður fínt.
Vorum sem betur fer löngu búin að kaupa þessa ferð, en þó er einn galli á gjöf Njarðar ... við erum ekki búin að kaupa neinar skemmtiferðir þarna norðurfrá.  Þá er ég að tala um siglingar út á kóralrifin, snorkl og köfun.  Þær ferðir munu því vera dýrari en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir ... en það er bara betra. 

Í dag skrapp ég til Campelltown, til að hitta Jonathan og Mike, en það eru drengirnir sem eru að hjálpa mér með sýndarveruleikann.  Þeir eru að vinna að því að koma módelinu mínu, sem ég gerði í SketchUp yfir í forrit sem heitir CryEngine2 Sandbox.  Þegar því verður lokið verður hægt að hlaupa um módelið mitt eins og gert er í tölvuleikjum. 
Þar sem um er að ræða nokkuð brautryðjendastarf tekur það félagana nokkurn tíma að finna út úr þessu en vonast er til að þeir verði langt komnir með þetta eftir viku.  Ég stefni því á að keyra fyrstu rannsóknina mína bara eins fljótt og auðið er ...

Ég ætlaði að henda inn mynd af módelinu mínu en sé að ég hef gleymt USB-lyklinum mínum niður frá þannig að ég ekki ekki sýnt neinar myndir að þessu sinni.

Eftir ferðina til Campbelltown fór ég beint niður í skóla, þar sem ég bjó til einn póster fyrir ráðstefnu sem verður í skólanum eftir 3 vikur.  Það var fremur létt verk og löðurmannlegt ... var kominn heim upp úr klukkan 20.30 í kvöld.

Mæðgurnar hafa verið að gera einhver ósköpin í dag ... en ég veit eiginlega ekkert hvað það er ... þær eru báðar sofnaðar og ég sjálfur alveg að sofna ...

Læt þetta duga ...

 


Matarboð, sprautur, pakki og sólgleraugu

Í kvöld sofnaði dóttirin upp á þaki ...

Já, við vorum í matarboði hjá Nick og Rosu í kvöld og færðu þau herlegheitin upp á þak.  Í boðinu var margt góðra manna, já og kvenna, og fínasta stemmning.  Boðið var upp á "fish & chips", grískt salat, "subbusalat", brauð og smjör.  Í eftirrétt var svo súkkulaði-jarðaberja-avokato blanda sem bragðast mjög vel.

Matarboð á þakinu by you.
A great dinner at Nick & Rosa´s roof top.

Þægilegur hiti var og útsýnið ekki amalegt ...

Sydney séð frá þakinu hjá Nick og Rosu by you.
The view from the roof top ... pretty awesome?!

Svo átti ég alltaf eftir að nefna matarboðið sem við fórum til Nathalie og Eric síðasta föstudag.  Þau búa í Mosman, sem er í norðurhluta borgarinnar.  Þau eru bæði með dellu fyrir að elda, raunar er slagurinn á milli þeirra stundum svo mikill að þau hætta snemma í vinnunni til að vera á undan heim til að geta eldað. 
En fyrir þá sem það ekki vita er Nathlie, skólasystir mín og hefur gífurlegan áhuga á "waste management", það eru hennar ær og kýr.  Hún talar sex tungumál og það besta er að hún hálfpartinn skammast sín fyrir að segja fólki það ... ?!?!

P1000164 by you.
Það fór vel á með þeim Sydney og Nathalie
Nathalie and Sydney are very good friends ...

Hér er mynd af henni og Eric.

Nathlie & Eric by you.
Nathalie & Eric

Annað kvöld heldur veislan svo áfram, því þá hefur Donna skólasystir mín boðið í afmæli ... hún er víst þrítug.  Alsendis óvíst er hvort sjálf Sydney Houdini muni mæta í þangað, því hún er að fara að hitta lækninn og fá tvær sprautur til að hressa ónæmiskerfið svolítið við.  Nánar tiltekið þá eru það sprauta við lifrarbólgu B og "almenn barnaveikisprauta, sambland af ýmsu", eins og hjúkrunarfræðingurinn á heimilinu orðar það.  Hætta er á að slíkt geti leitt af sér hitavellu og slæmt skap ... best er því að vera heima.

Við fengum í vikunni pakka frá Huldu systur og Mugga.  Frábær pakki!!  Alltaf gaman að fá pakka!!

Sydney með sólhattinn frá Huldu by you.
Hér er einkadóttirin með þennan líka frábæra sólhatt frá Huldu frænku og kringlu frá Mugga.
Sydney with a great hat from auntie Hulda and a rattle(?!) from uncle Muggi

Og af því við erum að fara til Cairns og út á Great Barrier Reef í næstu viku, keypti Lauga sólgleraugu og mjög barðastóran appelsínugulan hatt ... eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari ...

P1000270 by you.
Sydney is ready to go to the Great Barrier Reef next week!!

Og ein að lokum af því þegar Gudda Lín fékk drykkjarkollu frá móður sinni ... greinilega mjög merkilegt fyrirbæri!!

IMG_8680 by you.
Cross-eyed Sydney holding her new drinking can

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband