29.12.2009 | 23:17
Þriðjudagur 29. desember 2009
Í dag hefur fókusinn verið fyrst og fremst á því að botna ennfrekar í sýndarveruleikanum sem ég hyggst nota í næstu rannsókn ... þessu hefur miðað svolítið.
Að vísu hjálpaði ekki þegar allt kerfið fraus og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð ... þá kom "inCrysis Forum" sér vel, en "inCrysis Forum" er samskiptavefur þeirra sem eru að búa til módel með hjálp forritsins "CryEngine". Einhver snillingur úti í heimi benti mér á að ýta á "F3"-takkann. Þá leystist allt :) .
Ekki var það nú flókið.
Annars hefur dagurinn einkennst af höfuðverk ... líklega þeim sama og Lauga var með í gær. Og er hann að stigmagnast núna í þessum skrifuðum orðum.
Að reyna að skilja CryEngine og vera með höfuðverk í ofanálag er ekkert sem ég óska að allir dagar beri í skauti sér.
Auk þessa var Lauga enn að jafna sig eftir gærdaginn og Guddan fremur öfugsnúin.
Já, svo er rétt að halda því til haga að sú stutta tók eitthvert það ógurlegasta kast sem ég hef séð, í morgun þegar hún ætlaði að rjúka á fætur fyrir kl. sex í morgun, en var stoppuð. Blessað barnið hreinlega umturnaðist og eftir svolítinn barning var hún færð aftur í rúmið. Neitaði samt að fara að sofa.
Sofnaði svo aftur kl. 8 en var vakin korteri seinni til að fá sér að borða og svo fara á barnaheimilið.
Staðið upp á dollu.
Þetta hefur sumsé verið fínn dagur ;) .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.