23.12.2009 | 23:46
Miðvikudagur 23. desember 2009
Jæja ... þessi Þorláksmessa er búin að vera mjög frábrugðin öðrum Þorláksmessum sem ég hef lifað. Þó fyrri Þorláksmessur hafi undantekningarlaust verið fábærar, er mjög gaman að prófa að gera hlutina með öðrum hætti ...
---
Ég vann fram yfir hádegið, gat nú ekki verið þekktur fyrir annað ... en svo tók við jólaundirbúningur.
Af því að Guddan má ekki fara út enn, þá skrapp ég einsamall niður í bæ til að kaupa jólatré ... eftir svolítið vafstur, fann ég eitt forláta tré í Åtlens. Um er að ræða lítið gervijólatré, sem skreytt er með stjórnum og svo eru ljósþræðir sem skipta litum. Mjög gaman af þessu ...
Nú og svo keypti ég líka jólagjöf handa spúsu minni ... ekki má ræða það neitt meira hérna í bili að minnsta kosti ...
Það kom svo skemmtilega á óvart að kl. 18, einmitt stuttu eftir að ég kom heim úr bæjarferðinni, þá var þáttur um KISS í útvarpinu ... KISSmas Special! Ekki var það nú til að spilla gleði minni.
Eftir þáttinn góða, skrapp ég svo út í ICA að kaupa í matinn fyrir hátíðarnar ... gat nú reyndar ekki keypt nema rétt rúmlega helminginn, þannig að fara verður aftur á morgun og redda restinni ...
---
Guddan hefur verið í stuði í dag. Er orðin hitalaus og getur skroppið út með okkur á morgun. Það verður gaman fyrir alla.
Það kom flatt upp á okkur foreldrana í kvöldmatnum þegar hún bað um að fá væna klípu af smjöri. Það var látið eftir henni og viti menn ... dóttirin át smjörið bara eins og ef hún væri með eplabita. Beit af smjörklípunni vænan bita og sagði svo sigri hrósandi "mmmm ... " og fékk sér svo annan bita.
Er þetta normalt?? :)
Sydney að borða smjör
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.