14.12.2009 | 12:55
Mánudagsmetall VIII - 14. desember 2009 - Afmæli
Enn eitt afmælið ... sem er gott!!
Síðuhaldari á afmæli í dag ...
Hvernig væri að taka tvær mínútur í að skrifa eitthvað í athugasemdaboxið af því tilefni?
Þarf ekkert að vera fallegt ... bara eitthvað frá hjartanu ;)
Myndaröð tekin af afmælisbarninu þann 14. desember 2006 - 2009 ...
Takið eftir hvað þróunin er öll í gífurlega rétta átt ... alltaf að verða betra og betra.
Með Jóni Þór stórvini mínum í eldhúsinu á Bergstaðastrætinu árið 2006.
Á veitingastaðnum Yai í Sydney, með Söru, Fjólu, Dísu og Laugu, árið 2007.
Við skírn dótturinnar á Bergstaðastrætinu, árið 2008.
Með pakka í eldhúsinu í Uppsala, árið 2009.
Athugasemdir
Komdu sæll Páll, og til hamingju með afmælið. Ég var vinkona Siggu Guðmanns, er bjó á Miklubraut og síðar í Kópavogi við kynntumst í Húsmæðraskóla Rvk. og héldum alltaf vinskap eftir það og ég sakna hennar mikið því við hana var alltaf hægt að ræða öll sín hjartans mál. ég þekki því til þín og eitt sinn er Sigga var með þig í pössun kom hún með þig í heimsókn í sveitina þar sem ég bjó þá, Galtastaði, Ég les stundum bloggið þitt og ég dáist að því hvernig þú gerir upp við minningu föður þíns og leggur spilin á borðið, þú gerir það svo fallega og alls ekki honum til hnjóðs, hann hefir verið svo sterkur persónuleiki að erfitt hefir verið fyrir ungan dreng að verða sjálfstæður. Mig langaði að hafa samband við þig og er ekki gaman að fá eitthvað óvænt á afmælisdaginn? Bestu kveðjur til ykkar. Arndís. (Dísa)
Arndís Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:08
Afmælisbarn!!
Til lukku með daginn
og skírnarafmælið
bestu afmæliskveðjur til ykkar frá mér
Abba (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 16:31
Saill Pall og til hamingju med afmailid. Vid thekkjumst ekki. En eg var fyrir nokkrum manudum ad vafra um a netinu og rakst a bloggid thitt og sidan hef eg farid naistum tvi a hverjum degi inn a bloggid tvi mer finnst svo gaman ad fylgjast med Gudrunu Helgu sem mer finnst svo flott og er a likum aldri og litli ommustrakurinn minn sem eg er oft ad passa. Thad er lika alltaf gaman ad lesa thad sem du ert ad skrifa. Vid vorum a Islandi i november og keypti eg Dodda handa Fynn Tryggva og gerir hann mikla lukku. Eg oska ykkur gledilegra jola. Kvedja fra Lux, Gudny
Gudny Styrmisdottir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 20:20
Sæll Páll. Ég má til með að óska þér til hamingju með daginn og þakka þér fyrir skemmtileg skrif. Við þekkjumst ekkert en ég hef fylgst með bloggi þínu frá 2008 í kjölfar þess að ég dvaldi í Sydney þeirri dásamlegu borg í fjóra mánuði. Megi gæfan fylgja þér og þinni fjölskyldu. Bestu kveðjur
Linda Björk Loftsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 21:21
Innilegar hamingjuóskir með daginn minn kæri! Eins fram kom í færslunni á undan kynntumst við í líffræðinni fyrir 12-13 árum og náðum strax svona assgoti vel saman. Ég tek undir allt sem þú skrifaðir um samskipti okkar...algerlega ómetanlegt að eiga þig fyrir vin. Og ekki er verra að hafa kynnst Laugu og þínu fólki í kjölfarið, að ég tali nú ekki um hana Helgu mína en þið Lauga berið fulla ábyrgð á þeim hittingi sem enn stendur yfir!
Í fáum orðum, og beint frá hjartanu eins og beðið var um, myndi ég lýsa þér sem fjölfróðum öðlingi og spekúlant með frábæran húmor, óhræddum og fjandanum duglegri! Þær eru fáar, ef þá einhverjar, áskoranirnar sem þú leggur ekki í og þú kafar eins djúpt í málin og þurfa þykir. Í mínum huga ertu líffræðingur, sálfræðingur, einkaþjálfari, leikari, söngvari, arktiekt, þúsundþjalasmiður, garðyrkjumaður, (sjó)sundmaður, hlaupari, nemandi, ræðumaður, kennari...svo fátt eitt sé nefnt
Vonandi hafið þið haft það gott í dag - og megi þróunin öll halda áfram í gífurlega rétta átt!!
Halldór (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 21:38
HaHappy birthday!!!
Þóra (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:13
Mig langar til það þakka öllum þeim sem heimsóttu síðuna mína í dag og þá sérstaklega þeim sem skildu eftir athugasemdir, ósk sem ég setti fram í hálfkæringi og þó ...
Þá ber líka að þakka þeim fjölmörgu sem sendu mér kveðju eftir öðrum leiðum ... takk, takk!! :D
En ég verð að segja að þessi dagur hefur sýnt mér fram á nýjar og skemmtilegar víddir ...
Ég sagði í athugasemd um daginn að ég væri þakklátur öllum þeim sem hefðu áhuga á því að fylgjast með okkur þremenningunum á þessu bloggi, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þar á meðal væri jákvætt fólk sem ég þekkti ekki persónulega ... ég verð að viðurkenna að mér finnst það mjög ánægjulegt og uppörvandi:) .
Arndís: Þakka þér fyrir athugasemdina og hlý orð um hugleiðingar varðandi föður minn ... ég var á báðum áttum hvort ég ætti að birta þetta en orð þín sýndu mér að ég gerði rétt. Þetta var virkilega skemmtilegt að þú skyldir nýta þetta tækifæri til að hafa samband og það var óvænt :). Takk, takk.
Abba: Takk kærlega fyrir kveðjuna ...
Guðný: Virkilega gaman að heyra frá þér ... og það er æðislegt að heyra að bloggið mitt höfðar til þín. Vona að það geri það áfram ;) Óska sömuleiðis gleðilegra jóla og velfarnaðar.
Linda Björk: Takk kærlega fyrir kveðjuna ... og ég tek undir það með þér ... Sydney er frábær ... Óska þér sömuleiðis velfarnaðar!
Dóri karlinn: Ég er orðlaus yfir lofinu ... ég veit ekkert hvað ég á að segja annað en "takk, takk". Mér heyrist að við séum báðir stemmdir fyrir áframhaldandi samskiptum ... :D ... sem er frábært!
Þóra: Takk, takk ...
Þetta er kúl! :D
Páll Jakob Líndal, 15.12.2009 kl. 00:16
Kæri Bobbi. Hjartanlega til hamingju með daginn, um daginn.
Sökum anna hef ég lítið verið í tölvunni undanfarið og ekki staðið mig í blogghringnum........ en vildi þó kasta kveðju, þótt seint sé.
Hafið það sem allra best kæra fjölskylda.
Linda (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 00:05
Kærar þakkir Linda ... gott að fá kveðjuna.
Kv. B.
Páll Jakob Líndal, 17.12.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.