12.12.2009 | 21:54
Laugardagur 12. desember 2009 - 38 ára afmæli
Þau hrúgast inn afmælin þessa dagana ... og ekkert nema gott um það að segja ... er bara til vitnis um það að tíminn líður. Þannig á það líka að vera ...
Hver skyldi eiga 38 ára afmæli í dag?
Sjálfsagt eru það nokkrir en sá sem ég þekki er stórvinur minn og nánast bróðir, Halldór Pálmar Halldórsson.
Nánast bróðir, segi ég vegna þess að mér finnst samskipti okkar vera á því "leveli". Ótrúlega gegnheilt samband milli okkar og gagnkvæm virðing, húmor, trúnaður og traust í fyrirrúmi.
Svipaður þankagangur oft á tíðum ... við þurfum oft ekki að segja mörg orð til að vita hvert hinn er að fara ... gildir það jafnt um það hvort málin eru rædd á léttum nótum eða hinum alvarlegri.
Fyrir mig er vinátta okkar og bræðralag algjörlega ómetanlegt ...
---
Við Dóri karlinn, hittumst fyrst í líffræðinni í HÍ árið 1996. Lítið bar til tíðinda þetta fyrsta ár en haustið 1997 tókum við að ræða málin og höfum varla þagnað síðan ... svo vel small þetta ...
Síðan þá hefur fjölmargt verið brallað, en mér er það lífsins ómögulegt að taka eitthvað eitt sérstaklega út ... það er hreinlega ekki sanngjarnt ...
Það er því vel við hæfi nú þann 12. desember 2009, að þakka mínum kæra vini mikið vel fyrir samskiptin, sem aldrei hefur borið skugga á ... ótrúlegt en satt, það hefur aldrei borið skugga á þau ... við höfum aldrei svo mikið sem rifist.
Sem er nú satt að segja ótrúlegt þegar ég á í hlut ;) ... en jæja ... svona er það nú samt ...
---
Það eru tvö persónueinkenni Dóra sem ég hef oft litið sérstaklega til og haft í huga. Ég held að hann viti ekkert um það, því ég er ekki viss um að ég hafi sagt honum það ... og ég ætla nefna þau nú, öðrum til íhugunar.
Hið fyrra er að drengurinn er alltaf í góðu skapi ... það er alveg sama hver andskotinn gengur á, hann er alltaf í góðu skapi. Ég segi alltaf, en dreg þó oggulítið aðeins í land, því ég hef séð hann einu sinni skipta skapi í 5 sekúndur ...
... og það var samt af minnsta tilefni í heimi ...
... hann skipti skapi í Dimmuborgum árið 2002, þegar Norðmaður sem við vorum að ferðast með sagði að "bláber" væru "målber" ...
... eftir að hafa verið leiðréttur þrisvar sinnum á ensku, vildi Norsarinn ekki gefa sig, hélt sig grjótfast við það að berin hétu "målber" ... stóð þá minn maður upp og sagði stundarhátt og mjög ákveðið á íslensku beint framan í Norðmanninn ... "Þetta eru BLÁBER ... ég er að segja þér það!!!" Því næst gekk hann í burtu.
Dóri hefur sér það þó til málsbótar að hann er nú doktor í líffræði og því eðlilegt að hann vilji hafa svona grundvallaratriði á hreinu ...
Hitt persónueinkennið er alveg gífurleg þolinmæði og jákvætt viðmót gagnvart ótrúlegustu hlutum ... mörgu sem myndi gera mig sturlaðan á örskotsstundu.
Frábærlega góður eiginleiki, sem ég hef oft í huga þegar ég þarf að kljást við erfið viðfangsefni ... "Hvernig myndi Dóri tækla þetta?", hugsa ég.
Ég hef bara einu sinni séð hann missa þolinmæðina og var það við sama tækifæri og nefnt er hér að ofan ... hann missti sumsé þolinmæðina og góða skapið í 5 sekúndur samtímis í Dimmuborgum í júlí árið 2002!!
---
Megi vinskapur okkar verða sem mestur og bestur sem lengst ...
Til hamingju með afmælið minn kæri vinur!!
(það gat náttúrulega verið að ég á enga almennilega mynd af drengnum ... týni til það skársta ... hér er mynd frá því í janúar sl. ... tekin á Kaffi París ... afmælisbarnið lengst til hægri, spúsa afmælisbarnsins og afkvæmi afmælisbarnsins ásamt Laugu Líndal og Guddu Líndal).
Athugasemdir
Takk fyrir hamingjuóskirnar og hlý orð í minn garð minn kæri vinur!! Ég get svo sannarlega tekið undir það að aldrei hafi skugga borið á okkar samband og megi það vera svo áfram. Þetta með góða skapið er kannski oggulítið ýkt en oftast er nú gott að hafa í huga hversu leiðinlegt það er að vera vondu skapi. Þetta með Norðmanninn í Dimmuborgum var ferlega fyndið en maður var búinn að reyna ýmislegt til að koma honum í skilning um náttúru Íslands...með afar takmörkuðum árangri! Sumir vita alltaf allt best hvað sem tautar og raular
Takk aftur fyrir góða kveðju minn kæri!
Halldór (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.