10.12.2009 | 21:22
Fimmtudagur 10. desember 2009 - 100 ára afmæli
Þá er kominn 10. desember ...
... og aftur ber að minnast á afmælisbarn ...
... en afmælisbarn dagsins er amma Laugu og nafna, sjálf Sigurlaug Andrésdóttir, sem á 100 ára afmæli hvorki meira né minna.
Mér hlotnaðist sá heiður að kynnast lítillega ömmu Laugu, eins og Lauga mín, kallar hana alltaf. Þá var hún komin hátt á níræðisaldur.
Af þeim sökum er ég ef til vill ekki sá maður sem best er til þess fallinn að skrifa lærðan pistil um ömmu Laugu. Til þess er þekking mín of miklum takmörkunum háð.
Þó vil ég segja það að í mínum augum er amma Lauga hetja ... vegna þeirra afreka sem hún vann á sinni ævi, með eljusemi og dugnaði að leiðarljósi. Hún er glæsileg fyrirmynd þess hverju má koma til leiðar ef viljinn er fyrir hendi.
Amma Lauga var manneskja fárra orða, en þess bjó yfir einhverri magnaðri visku og reynslu, sem ég hef ekki fundið fyrir annars staðar. Mér fannst eins og hún gæti lesið mig eins og opna bók. Andi hennar og ára einhvern veginn fylltu allt rými íbúðar hennar þegar komið var í heimsókn til hennar. Mér fannst það magnað og finnst enn ...
Ég á því miður enga mynd í fórum mínum af ömmu Laugu og fæ því þessa mynd lánaða hjá Halla frænda í Grindavík. Myndin er sennilega frá byrjun 9. áratug síðustu aldar.
Afmælisbarn dagsins situr lengst til hægri, við hlið hennar kemur Lauga Líndal, svo Halli frændi í Grindavík og amma og afi í Lindarbrekku.
Við þremenningar í Uppsala óskum ömmu Laugu til hamingju með 100 ára afmælið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.