Laugardagur 5. desember 2009

Þetta er búinn að vera massífur dagur í dag ... mjög skemmtilegur ...

Hófst á því að fara í aðventuguðþjónustuna sem ég minntist á gær og taka lagið.  Það tókst bærilega eftir þriggja ára hlé, en óhætt er að segja að söngtæknin hafi svikið mig tvisvar sinnum á fjórum mínútum ... en satt að segja gæti mér ekki verið meira sama.

En mikið var þetta samt gaman ... hér er ofurstutt klippa bara til minningar um þennan merka viðburð ...

Eftir athöfnina var svo kaffi hjá Íslendingafélaginu.  Þar var skrafað og haft gaman. 

Frá Turnabergskirkjunni röltuðum við Lauga svo heim með viðkomu í Gränby Centrum, þar sem við skruppum á kaffihús í tilefni dagsins.

Síðan fórum við heim, ræddum málin, ég spjallaði við mömmu og Lauga við pabba sinn, fengum gott að borða og bara allt í fínu.

Reyndar fóru þær mæðgur að sofa kl. 9 ... þannig að þetta er mjög fjörugt laugardagskvöld, þar sem ég er á kafi í vinnu, eins og stundum áður ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband