4.12.2009 | 23:52
Föstudagur 4. desember 2009
Góður dagur sem hefur skilað svolitlum niðurstöðum fyrir rannsóknina og greinina, sem er í skrifum og verður birt úr í einhverju vísindatímaritinu.
Svo þurfti ég að rifja upp eitthvað af söngtækni í morgun, því eins og ég hef áður greint frá, var ég beðinn um að syngja ofurlítið í aðventuguðþjónustu í fyrramálið.
Ég hef ekki sungið opinberlega síðan ég söng í Waidhofen í Austurríki þann 15. nóvember 2006. Sá söngur var svona upphafið að endalokum drauma minna um að verða óperusöngvari.
Skömmu síðar gaf ég þær hugmyndir upp á bátinn og sneri mér af fullum þunga að umhverfissálfræðinni og satt að segja sé ég ekki eftir því ... hitt er svo mikið streð og einhver stemmning í þessu sem mér líkar ekki ...
Á kvöldinu góða í Waidhofen í nóvember 2006.
En það síðan ég þagnaði árið 2006, hef ég uppgötvað ýmsa hluti varðandi sönginn og hef áttað mig betur á þeim erfiðleikum sem ég glímdi við raddlega séð.
Ég hef t.d. náð að losa miklu betur um núna, þannig að hljómurinn á röddinni er miklu betri en áður og það verður spennandi á morgun að vita hvernig barkinn bregst við. Í öðru lagi er ekkert stress í þessu núna, enda enginn brjálæðislegur metnaður að drepa mann.
Maður fer bara og syngur það sem til stendur að syngja ... og gerir það bara vel.
---
Jæja, ég held að ég nenni ekki meiru núna ...
Set inn eina mynd af frændsystkininum Bjarna Jóhanni og Guddunni. Myndavélin ef hinsvegar frekar leiðinleg þessa dagana og fæst ekki til að taka almennilegar myndir ... en myndefnið er gott ...
Athugasemdir
Ekkert smá krúttleg þarna saman, börnin okkar
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 5.12.2009 kl. 11:53
Stórglæsileg! ;)
Páll Jakob Líndal, 5.12.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.