Mánudagsmetall VI - 30. nóvember 2009

Ég skrapp á hreint magnaða tónleika í Stokkhólmi í kvöld ...

... Ace Frehley á Debaser ...

 

Fyrir þá sem ekki vita hver Ace Frehley er, þá upplýsist það að hann er fyrrum gítarleikari í KISS og einn af stofnendum hljómsveitarinnar "back in the '70s" ...
Gjarnan nefndur "Space Man" af þeim sem til þekkja ...

---

Margt fer þó öðruvísi en ætlað er ...

- Á leiðinni niður á lestarstöð hjólaði ég ofan í drullupoll, þannig að fötin mín urðu öll skellótt.

- Ég borgaði tvöfalt verð í lestina til Stokkhólms af því ég var svo seinn og náði ekki að kaupa miða fyrir brottför.

- Þegar ég kom á tónleikastaðinn Debaser var ég sendur upp á aðra hæð, sem ég taldi að væru svalir ... en nei, þá var þetta glerbúr.  Ég fór næstum að gráta! 100 sæti í glerbúri!!! 

Svo mátti ég sætta mig við að horfa á fjörið niðri á gólfinu og hlusta á tónleikana úr hátölurum sem voru í lofti búrsins. Stemmningin í glerbúrinu var líkust því sem gerist í bíó ... en plúsinn við þetta var að maður sá vel það sem gerðist á sviðinu og maður ærðist ekki úr hávaða. 
Ace karlinn var nefnilega mjög hræddur við að það heyrðist ekki nóg, þannig að hann bað a.m.k. þrisvar sinnum um að hækkað yrði í græjunum.  "Turn the f%#king guitar up!" sagði hann mjög ákveðið við eitt tækifærið ... þá allt í einu var eins og rótarinn tæki við sér, því hækkað var hressilega ...

-  Sökum glerbúrsins og þeirra vonbrigða allra, ákvað ég að fara til Västerås næstkomandi laugardag til að hitta gítarhetjuna aftur.

-  Tónleikunum seinkaði um meira en klukkutíma vegna tæknilegra ástæðna.  Ace hafði ekki áhyggjur af því: "In the beginning of a tour there are always some technical difficulties ... but so f%&king what!!"  Þá var það mál afgreitt.
Söngvarinn í upphitunarhljómsveitinni hefði þurft svolítið af þessu "attitjúdi" því hann lét tæknifeilana fara í taugarnar á sér og rak hljómsveitina af sviðinu eftir þrjú lög ... hann hefur líklega aldrei heyrt frasann: "The show must go on!!"

-  Eftir tónleikanna upplýstist það svo að lestir ganga ekki milli Stokkhólms og Uppsala frá miðnætti til kl. 5.30 að morgni.  Það var hressandi uppgötvun kl. 00:30.

-  Eftir að hafa reynt að fá einhvern botn í nætursamgöngur milli Stokkhólms og Uppsala var víst ekki annað í boði en leigubíll fyrir 905 SEK (þ.e. 17.000 kr).

-  Ef það var ekki nóg ... þá uppgötvaði ég við komuna á lestarstöðina í Uppsala að það var sprungið á hjólinu mínu.  "Þú hlýtur að vera að grínast!", hugsaði ég.

-  Ég ætlaði því að reiða hjólið heim, en þá "affelgast" dekkið, sem gerði það að verkum að dekkið var alltaf að festast.
Kl. tvö að nóttu, rétt eftir að maður er búinn að borga 17.000 kr. í leigubíl og nýbúinn að uppgötva að það sé sprungið á hjólinu sínu, þá er maður ekki stemmdur fyrir kerkjóttu dekki!
Ég hóf hjólið á loft og henti því í götuna, tók það upp aftur og henti því aftur í götuna.  Teymdi það svo dálítill spotta en ákvað loks að skilja að eftir í hjólagrind sem varð á leið minni.

-  Ég er hræddur um að lítið verði úr ferðinni til Västerås úr því svona fór, því tónleikapeningarnir mínir eru búnir í bili og vel það!!

Stundum fara hlutirnir öðruvísi er ætlað er ... en "the show must go on!!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband