Sunnudagur 29. nóvember 2009

Í dag var brotið blað ... í dag var nefnilega jólasveinadagur ...

Íslendingafélagið boðaði til jólasveinaleitar í Stadsskogen.  Þar var leitað að Bjúgnakræki og Gáttaþef, sem voru mættir frá Íslandi og villtust í skóginum.

Eftir jólasveinaleitina var einhver "kúltiveraðasta" flugeldasýning sem ég hef upplifað.  Þar var listræni þátturinn látinn skipta meira máli en magnið ... m.ö.o. áhersla á gæði frekar en magn ...

Leikin var tónlist og flugeldum skotið upp í samræmi við tónlistina ... mjög flott!!

Eftir þessi herlegheit var svo haldið heim á leið og þaðan í innanhúsbolta ... sem var hreint ágætur ...

---

Niðurstaða dagsins hjá okkur Laugu var svo sú að hafa ávallt í huga tvennt:

1.  Ná hámarks lífsgæðum á hverjum degi ... því hver dagur er sérstakur ...
2.  Hver dagur sem maður lifir er góður dagur ...

Af einhverjum ástæðum náði sunnudagurinn 29. nóvember 2009 ekki að uppfylla bæði þessi markmið.  Of mikill hluti hans fór í innihaldslaust þjark um ekkert ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband