26.11.2009 | 22:06
Fimmtudagsleggja II - 26. nóvember 2009
Hlutirnir að fara að stað hér í Uppsala.
Dóttirin fór í leikskólann í morgun, eins og lög gera ráð fyrir ... smá spenna í loftinu um hvernig hún myndi taka því, þar sem síðasti skóladagur fyrir Íslandsferð endaði með stóru bitfari á kinninni.
Það er víst búið að taka svolítið á málum bitvargsins.
Lauga í vinnunni í dag ... ekkert nema gott af því að frétta.
Sjálfur hef ég verið að vinna í doktorsverkefninu mínu í dag, auk þess að svara tölvupóstum og redda praktískum hlutum varðandi námið.
Eftir að hafa rýnt svolítið í gögnin er ég enn sannfærðari um að niðurstöðurnar verða stórmerkilegar. Ég mun að sjálfsögðu birta þær á heimasíðunni minni þegar þar að kemur, eins og ég var búinn að lofa.
---
Í kvöld sýndi dóttirin enn einu sinni hversu mikill tæknisnillingur hún er. Móðir hennar æpti upp yfir sig af undrun, þegar hún kveikti á sjónvarpstækinu með því að snerta hlið þess!
"Hvernig fórstu nú eiginlega að þessu?!?" Dóttirin skildi ekki alveg þennan hávaða og glápti á móðurina. Svo benti hún á takka sem eru á hlið sjónvarpsins, og einmitt ætlaðir til að kveikja og slökkva.
"Ekki hafði ég hugmynd um að þetta væri hægt?!?" Móðirin leit á mig.
Sjálfur hafði ég ekki hugmynd um þetta væri hægt.
Snillingurinn á heimilinu gerir tilraun, sem annað heimilisfólk botnar ekkert í ... en það er sennilega enginn mælikvarði ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.