Miðvikudagur 25. nóvember 2009 - Aftur til Svíþjóðar

Eins og gert var ráð fyrir í bloggi gærdagsins, þó með náð og miskunn almættisins, er þessi færsla skrifuð í Uppsala.

Það hefur bókstaflega ekkert gerst í dag nema það að við fluttum okkur yfir hafið, með mikið magn af farangri.  Farangursmagnið var ekki síst tilkomið vegna sjaldséðrar fyrirhyggju fjölskyldumeðlima minna í jólainnkaupum.

En nú er ekkert annað en að koma sér í gírinn á nýjan leik ... setja mulningsvélina aftur í gang, enda verkefnin ærin.

Í kvöld mun útdráttur úr rannsókninni minni verða sendur á IAPS 2010 ráðstefnuna sem haldin verður í Leipzig í Þýskalandi næsta sumar.  Áður en ég fór til Íslands, sendi ég uppkast af útdrættinum til Terry leiðbeinanda míns.  Við getum sagt sem svo að eftir þann yfirlestur sé útdrátturinn efnislega sá sami, en nokkuð ljóst er að ég má bæta mig mikið í skrifum á ensku.  Ég held að varla standi óhreyfð ein einasta setning sem ég skrifaði ... 

Já, og svo er gaman að segja frá því að fyrir nákvæmlega ári, upp á dag ... yfirgáfum við Ástralíu og skruppum til Auckland á Nýja-Sjálandi, á leið okkar heim til Íslands.
Það er því ljóst að 25. nóvember er svona "ferðadagur" hjá okkur þremenningunum ...


Síðuhaldari spáir í spilin á Sky Tower í Auckland, þann 25. nóvember 2008. 


Kunnuglegt andlit bíður eftir að flugvél Icelandair taki af stað frá Keflavík þann 25. nóvember 2009.


Hér er beðið á Arlanda flugvelli eftir lestinni til Uppsala, þann 25. nóvember 2009.

Annars er bara allt í þessu himnalagi ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband