19.11.2009 | 18:48
Fimmtudagur 19. nóvember 2009
Þá er maður kominn aftur til Reykjavíkur, eftir vinnuferð með mömmu til Blönduóss. Skruppum reyndar í skottúr yfir Þverárfjallið, til Sauðárkróks, rétt til að heilsa upp á mæðgurnar og ömmuna og afann, langömmuna og langafann.
Komum í bæinn í hádeginu og ég vann frameftir degi með Andrési Djúpavogsoddvita, sem alltaf er uppbyggilegt og skemmtilegt.
Fór svo á stjórnarfund hjá Umhverfi og vellíðan, kl. 16.30. Frábær fundur, mikið "kreativití" ... og bara æðislegt.
Til stendur að taka annan fund núna í kvöld, með spítalahópi samtakanna. Það verður rosalega skemmtilegt er ég viss um!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.