Fimmtudagssleggja 12. nóvember 2009

Jæja, það hefur verið brjálað að gera hjá mér ... og ég rétt næ að skjóta inn bloggi fyrir miðnættið.

Búinn að vinna baki brotnu í verkefninu mínu og að æfa fyrirlestrana mína.  Það tekur töluverðan tíma að æfa fyrirlestra sem eru 80 mínútna langir ... ;)
Var t.d. rétt í þessu að ljúka einu rennsli ...

---

Af Sydney dóttur minni er allt gott að frétta.  Hún hefur þessa vikuna blómstrað á barnaheimilinu og kemur heim skælbrosandi á hverjum degi.

Í dag kom hún heim með þá einkunn frá einni fóstrunni að hún væri alveg einstaklega fljót að læra ... ekki amalegur vitnisburður það ...

Í gær borðaði hún hádegismat í fyrsta skiptið og svolítið af ávöxtum í kaffitímanum.  Það ber ekki að skilja sem svo að henni hafi ekki verið boðin fæða fyrr á leikskólanum ... hingað til hefur hún bara afþakkað allan mat, bæði heitan og kaldan, sem borinn hefur verið á borð á þessi ágætu stofnun.

Matarmálin eru samt enn í bölvuðum ólestri, svona almennt séð.  Sú stutta borðar bara varla nokkurn skapaðan hlut og við Lauga skiljum þetta bara ekki.
Samt er Guddan alveg eiturhress og virðist líða alveg prýðilega ... hún virðist því vera að á góðri leið með að sanna að það er víst hægt að lifa á bara loftinu ...

... önnur pæling er sú að hún fari fram á nóttunni og fái sér eitthvað í gogginn ...

Þetta er alltént hin mesta ráðgáta, því nógu skilar barnið af sér út um hinn endann ... án þess að ég fari nánar út í það ...

---

Móðir dótturinnar er í góðum gír líka ... það styttist óðum í Íslandsferð þeirra mæðgna ... mikil tilhlökkun á öllum vígstöðvum vegna þess máls.

Slútta færslunni á hefðbundinn hátt með myndum af dótturinni ... hinni einu sönnu Guðrúnu Helgu!!


Í kvöld ákváðum við að skreppa aðeins út ... og þá tók Guðrún upp á því að fela sig ... ekki dónalegur felustaður þetta!!!


Eftir annasaman dag á leikskólanum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband