10.11.2009 | 22:08
Þriðjudagur 10. nóvember 2009
Sá merki atburður gerðist í dag að ég fór í klippingu ... alltaf dálítið merkilegir dagar í mínum huga, af því ég fer svo sjaldan ...
Reyndar er verðið á klippingu hér í Svíþjóð ekki beinlínis hvetjandi, allra síst þegar maður kemur nánast beint frá Ástralíu. Herraklipping = 6.000 kr.!! Sama stöffið kostar innan við 1.500 kall í Surry Hills Centre í Sydney. Þar voru Íranir með stofu og klipptu mann á 10 mínútum ... mér fannst það fjári fínt og mun betra en þetta endalausa dútl.
Annars hefur dagurinn liðið við gagnagreiningu og er margt skemmtilegt að koma í ljós.
---
Í færslunni í dag ætla ég að kynna glænýjan "fítus" í myndbandagerðinni hjá mér ... sjón er sögu ríkari ...
Slútta þessu með mynd af aðgerð sem framkvæmd var í dag, við mikinn fögnuð sumra en annarra ekki ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.