8.11.2009 | 22:59
Sunnudagurinn 8. nóvember 2009
Í dag er feðradagurinn og kom Guddan mín færandi hendi ...
Gjöfin afhent og svo var kokteiltómatur borinn saman við chillið á plötunni ...
Að sjálfsögðu varð að þakka fyrir þessa frábæru gjöf frá bestu dóttur í heimi ...
... en ferðin út í búð var ekki bara farin til að kaupa gjöf handa föðurnum. Hún hafði annan tilgang einnig ...
... skókaup! Meira að segja tvenn pör! Götuskór og kuldaskór ...
Í skóbúðinni gerði Sydney Houdini það gott ...
... þar var tveggja ára stelpa að tala við pabba sinn sem sat á hækjum sér, væntanlega til að vera í góðu augnsambandi við dótturina. Þá kom hin eina sanna Sydney og tróð sér á milli þeirra og settist í fangið á pabbanum ...
... sá gat nú ekki annað en hlegið: "Það er víst komið nýtt barn í fjölskylduna!"
Lauga kom aðvífandi, hálfvandræðaleg ... "ó, afsakið ... hún er bara svo félagslynd ... hmmmm ..." og tók Gudduna úr fangi mannsins ...
Sjálf var sú stutta hæstánægð með uppátækið og sagði "hej do", þegar mæðgurnar gengu í burtu.
---
Fyrsti innanhússfótboltatíminn var í kvöld ... fínn bolti þar ...
Hef annars varið deginum í að fara yfir fyrirlestrana mína, snyrta á og snurfusa ... þeir eru að verða bara góðir ...
---
Lauga hefur í dag, verið að vinna að kynningu sem hún ætlar að halda á augndeild LSH þegar hún fer til Íslands.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.