Guðrún Helga 17 mánaða í dag!

Já, Guddan orðin 17 mánaða ...

Hún reis árla úr rekkju í morgun ... líkt og aðra laugardaga. 

Lék sér við móður sína frameftir morgni.

Svo fengum við okkur öll að borða morgunmat upp úr kl. 10.30.  Fínn morgunmatur ... reyndar nr. 2 hjá hinni árrisulu dóttur.

Eftir morgunmatinn, þá ákváðum við ... já, nei ... ætli sé ekki best að videoið segi þá sögu ;)

Eftir þetta lagði afmælisbarnið sig svo í 2 klukkutíma.  Því næst var kaka á boðstólnum ...


Girnilegur epla-muffins!

Að kökuátinu loknu var dóttirin eins og "umskiptingur", en það er vísun í söguna um "18 barna faðir í álfheimum".  Þá sögu sagði blessunin hún amma mín mér oft þegar ég var lítill drengur ... sérstaklega ef ég lét er eins og óður maður.  Þá hafði amma einmitt orð á því að ég væri eins og "umskiptingur" ... ofuráhugasamir lesendur geta lesið söguna um "18 barna föðurinn" hér.


Þetta var stemmningin ... ;)

Heldur róuðust leikar þó þegar sú stutta fékk að horfa á 20 þætti með Dodda hinum eina sanna ... það var víst í tilefni afmælisins, að sögn forráðamanna.

Eftir glápið harðheitaði hún að borða matinn sinn, allt þar til omeletta var framreidd.  Hugnast frökeninni sú fæða og sporðrenndi léttilega ...
Því verður þó að halda til haga að sú stutta drakk þessi lifandis ósköp af mjólk við matarborðið ... við höfum tekið eftir því að hún verður oft mjög þyrst eftir að hafa horft á Dodda.  Ástæður þessa eru enn ókunnar ...

Afmæliskvöldið leið svo í kjöltu móðurinnar, uns Óli Lokbrá lét sjá sig ... fóru mæðgurnar báðar á fund hans, meðan ég útbjó þetta stórkostlega myndband sem fylgir færslunni ;) .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband