6.11.2009 | 23:02
Föstudagsflétta 6. nóvember 2009
Jæja, þá er Poseidon lokið ... Poseidon er stórmynd með Kurt Russell í aðalhlutverki ...
... ég komst ekki hjá því að sjá hana með öðru auganu, og þvílík vitleysa ... :)
---
Dagurinn hefur verið tileinkaður skrifum á útdrætti, sem ég ætla að senda á IAPS ráðstefnuna 2010, sem haldin verður næsta sumar.
Þar ætla ég að fjalla um rannsóknina sem ég var að keyra um daginn ...
---
Svo fékk ég tvær alveg brilliant hugmyndir í dag ... ætla samt ekki að segja hér og nú um hvað þær hugmyndir fjalla. Tala minna og gera meira ;) .
---
Guddan hefur verið dálítið öfugsnúin í dag, sem og móðir hennar. GHPL hefur verið að frekjukastast og mamman hundskammar hana ...
Sennilega má rekja þetta til þeirra miklu breytinga sem hafa átt sér stað hjá Sydney Houdini síðustu misserin ... þ.e. að byrja í skóla ...
Það er nú sjálfsagt ekki auðvelt, þegar maður er ekki nema tæplega 17 mánaða.
Hlutverkin hafa því snúist við hérna á heimilinu, þar sem ég er að biðja Laugu um að vera ekki hastarleg við snudduna ... einhvern tímann hefði það nú þótt saga til næsta bæjar ;) .
---
Annars hefur þetta verið tíðindalaus dagur að mestu leyti ... svona frekar rólegt yfir honum ...
Ekki það að stundum getur það nú bara verið ágætt ...
Lýk þessu með mynd af Laugunni að taka sporið á Tjörninni í febrúar 2007 ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.