5.11.2009 | 23:38
Fimmtudagssleggja 5. nóvember 2009
Í gær voru menn með kraftmikla blásara að hreinsa fallin lauf kringum húsin ...
... hófu leikinn fyrir kl. 7.30.
Í morgun byrjaði svo að snjóa ...
Allt í réttri röð hér í Svíþjóð ...
---
Dóttirin fór út í apótek í dag, þar sem keyptir voru D-vítamíndropar handa henni. Til að afgreiða dropana þurfti afgreiðslukonan í apótekinu að renna einhverju persónuskilríki í gegnum skanna ... ekki ósvipaði því þegar maður rennir debet- eða kreditkorti í gegn.
Eitthvað gekk það nú brösuglega hjá konunni, og eftir að það hafði mistekist í fimmta skiptið, þá setti Guddan sig í stellingar og sagði: "Issssss ... "
Vakti það hina mestu kátínu meðal viðstaddra ...
---
Dagurinn hefur að mestu leyti farið í greiningu á gögnunum mínum ... gengur það verk bara ágætilega.
Reyndar vann ég í morgun lítilræði í tengslum við Aðalskipulag Djúpavogshrepps.
---
Það fór ekki vel fyrir fyrirlestrinum hjá Laugu ... spítalinn reyndist ekki hafa nýjustu útgáfuna af PowerPoint, þannig að herlegheitunum var frestað fram í næstu viku.
Smá spæling ... en Lauga telur að það muni eitthvað gott koma út úr því ... "t.d. verða fleiri á fundinum í næstu viku".
Þetta er viðhorf til eftirbreytni ...
---
Set eina af okkur feðginum ...
... þessa dagana leggur Guðrún áherslu á að koma með dótið sitt fram í eldhús, þegar við Lauga sitjum þar og spjöllum saman eftir matinn.
Og er hún óspart hvött áfram með þennan mikla burð, enda gefst þá smá tími að ræða málin ...
Myndin hér að neðan er tekin í kvöld þegar GHPL kom fram með dúkku ... myndgæðin eru ekki stórkostleg, en þau þurfa heldur ekkert að vera það alltaf ;) .
Athugasemdir
Sæll Bobbi. Langaði bara til að hrósa þér fyrir dugnaðinn við bloggið og myndainnsetningar. Hef heitið því að taka þetta til eftirbreytni... mjög fljótlega...
Stelpurnar þínar eru náttúrulega dásamlegar báðar tvær, og svei mér ef þú ert ekki bara alveg ágætur sjálfur...
Hlakka til að sjá ykkur hér á klakanum...
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 6.11.2009 kl. 14:27
Þakka góð orð ... :)
Þær eru góðar stúlkurnar, en ég er náttúrulega bestur af öllum :D
Páll Jakob Líndal, 6.11.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.