Miðvikudagur 4. nóvember 2009

Þetta er búið að vera vægast sagt annasamur dagur, sem byrjaði kl. 7.30 í morgun.

Eftir að hefðbundnum störfum lauk, þ.e. að koma mat ofan í dótturina og koma henni svo á leikskólann, hófst vinnan ...

Að þessu sinni byrjaði ég á að vinna beinagrind að rannsókn sem meiningin er að samtökin Umhverfi og vellíðan vinni að á Krabbameinsdeild Landsspítalans.  Ég hef sagt það innan veggja samtakanna að þetta sé líklegast eitt göfugasta verkefni sem ég hef komið að, en markmið þess er að bæta líðan fólks sem glímir við krabbamein og þarf að dvelja löngum stundum innan veggja LSH.

Verkefnið snýst sum sé að því að bæta hið efnislega umhverfi á göngum og biðstofum.

Þetta verkefni hefur verið í burðarliðnum í nokkurn tíma og fer sennilega að lifa sjálfstæðu lífi fljótlega.

---

Svo hjálpaði ég Öbbu mágkonu minni með lítilræðis bréf og þegar því var lokið var komið að því að fara að sinna hinu dásamlega doktorsverkefni sem hefur verið í kæli um drjúgan tíma. 

Þar blasir við að greina gögnin sem ég safnaði í september og sjá hvaða spennandi hluti er þar að finna.

Í tengslum við þessa vinnu þarf náttúrulega að rifja upp tölfræðina góðu og fleira í þeim dúr og hef ég allan seinni part dagsins verið að fást við það.

---

Meiningin var svo að fara á kóræfingu í kvöld, en það fórst einhvern veginn fyrir.  Tek það næsta miðvikudag.

---

Guddan var dálítið skökk í dag.  Greinilega þreytt eftir síðustu daga.  Þannig tók hún sig til kl. 5 síðdegis og lagði sig.  Vaknaði ekki aftur fyrr en kl. 8 í kvöld, fékk sér að borða, lék sér aðeins og lagðist svo aftur til hvílu kl. 10.

---

Lauga hefur verið að útbúa fyrirlestur í dag.  Til stendur að kynna niðurstöður gagnasöfnunar sem hún stóð fyrir í vinnunni, en málið er að alltof margt fólk hringir inn á deildina í svokallaðan "akút"-síma eða síma sem er ætlaður fyrir bráðatilfelli.  Á því vildi mín kona taka ...

Niðurstöðurnar sýna að meira en 50% þessara símtala væri hægt að losa við með strúktúrbreytingum, og hefur Lauga verið að vinna að hvernig má leysa þetta mál ... sem er mikið vandamál á deildinni eins og er.

Niðurstöðurnar verða sum sé kynntar í fyrramálið á starfsmannafundi ... þetta kallar maður að stimpla sig inn á nýjan vinnustað!!! :)

Set hér inn eina mynd af afmælisbarni dagsins, Valtý Stefánssyni stórfrænda mínum á Akureyri ... kauði er 18 ára í dag.  Að sjálfsögðu á ég enga mynd í tölvunni minni af afmælisbarninu nema fröken Sydney fylgi með kaupunum ... myndin er nærri ársgömul, tekin á þeim góða degi 30. desember 2008.

 

Slútta þessu með mynd sem tekin var af þeim mæðgum í kvöld ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband