Mánudagsmetall IV

Ég er búinn að vera mjög duglegur í dag ... er langt kominn með síðari fyrirlesturinn minn, og hann mun klárast á morgun ...

Svo skilaði ég inn Annual Progress Report til háskólans í Sydney í morgun ... þá er það mál frá í bili að minnsta kosti.

Þau tímamót urðu einnig í dag að ég lauk loksins markþjálfunarnámskeiðinu sem byrjaði í október á síðasta ári.  Það var góður áfangi ... og ljóst er að ég lærði heilmikið á námskeiðinu ...

Annars veit ég svo sem ekki hvað ég á að segja meira núna ... best að koma sér bara í bælið ...

Set hérna inn eina mynd af plöstun á Grjóteyri í apríl 2007, skömmu áður en flogið var til Ástralíu ...
Þarna stendur Stjóri glaðbeittur uppi á palli Eiríks Haukssonar og Helga er í ljósbláa gallanum.  Verkstjórinn sjálfur er svo á bakvið Stjórann ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband