28.10.2009 | 21:36
Miðvikudagur 28. október 2009
Veikindi herja á alla heimamenn, nema Gudduna sem er stjarnfræðilega hress ...
... svo hress að hún lét sig ekki muna um að drekka baðvatnið, þar sem hún sat kotroskin í baðkerinu í kvöld. Jafnvel þó væri búið að setja olíu í vatnið og þvo henni um höfuðið með sjampói. Fljótlega var drykkjarílátið fjarlægt ...
Hún getur drukkið þetta ... en matvandara barn finnst varla ... við foreldrarnir skiljum ekki á hverju hún lifir eiginlega. Allur matur, að hafragraut undanskildum þó, er tekinn samviskusamlega af diskinum og honum fleygt í gólfið. Og ef eitthvað er reynt að grípa í taumanna og er allt eins víst að diskurinn verði settur á hvolf og öllu dreift með miklu handapati og látum ...
... þvergirðingshátturinn er algjör ... þetta hlýtur bara að vera úr móðurættinni ...
En hún er samt rosalega skemmtileg, og sýnir okkur oft listir sínar ...
... hún er líka alveg sérstaklega vel innrætt ... alveg einstakt. Og ábyrg ...
Ég er ennþá að hlæja af því þegar hún kvaddi mig kvöldið áður en ég fór til NY um daginn ... þá klappaði hún mér "föðurlega" á öxlina. Leit því næst í augun á mér steinþegjandi og grafalvarleg og gaf svo merki um að sér yrði tafarlaust að koma í rúmið.
Í gærkvöldi, þ.e. kvöldið eftir fyrsta daginn á leikskólanum, þar sem GHPL var ein, sat hún í stólnum sínum og jánkaði öllu. Seinna tókum við Lauga eftir að hún var með þetta fína lygaramerki (sjáðu vísifingur á vinstri hönd). Hún er greinilega fljót að læra ...
---
Dagurinn leið við vinnu fyrir Djúpavogshrepp, Samtökin Umhverfi og vellíðan og fyrirlestrarskrif ... fyrri fyrirlesturinn minn, um 80 mínútna langur er tilbúinn. Nú þarf bara að æfa hann vel og ljúka við hinn 80 mínútna fyrirlesturinn ...
... ég er eiginlega alveg hissa hvað það tekur langan tíma að mjatla þessu saman ... en það flóknasta er að ramma rosalega viðamiklið efni inn í 80 mínútur og búa til góðar glærur. En mér hefur tekist það ...
... renndi honum í gegn fyrir Laugu ... hún var hrifinn ... hún er það ekki alltaf ;) ...
---
Lauga hefur verið frekar slöpp í dag og ákvað að fara bara að sofa upp úr kl. 8 í kvöld ... það væri nú laglegt ef hún yrði veik núna ...
---
Lýk þessum með tannburstunarmynd sem tekin var í kvöld ... alltaf gaman að tannbursta sig ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.