Mánudagur 26. október 2009

Þá er maður kominn með hálsbólgu ... hef ekki fengið slíkt í háa herrans tíð ...

---

En dagurinn hefur verið skemmtilegur, mikið búið að skrifa og spá ... og það er einmitt svo skemmtilegt ;) .  Það eru fyrirlestrarnir sem eru á dagskrá og vinna fyrir Djúpavogshrepp.  Jú, svo gerði ég náttúrulega æðislega skemmtilegan hlut sem var að flytja fyrri fyrirlesturinn minn fyrir Laugu.  Það þarf að snurfunsa hann svolítið og slípa ... en efnislega er hann bara orðinn nokkuð góður.  Betur má þó ef duga skal.

---

Dóttirin var heima í dag, vegna þess að kennararnir þurftu á starfsdegi að halda.  Alltaf fundist skrýtið þetta með starfsdag kennara ... en það er umræða sem hefur held ég farið einum of oft af stað án þess að niðurstaða hafi fengist.

Hún tók því rólega, svaf tvisvar í dag ... samtals í um 3 klukkutíma ... greinilega verið að safna kröftum fyrir morgundaginn.

---

Lauga er bara hress ... var mest að leika við Gudduna í dag eftir að hún kom heim úr vinnunni.  Hún skrapp þó aftur niður á sjúkrahús síðdegis að taka niður sýninguna sem hún hefur verið með síðastliðna viku ... hún var að sýna eyrnalokkana sem hún hefur hannað.

---

Svo verð ég auðvitað að setja inn einhverjar myndir ... er það ekki ...


Þarna er búið að klemma kindina undir hökunni ... og það er alvöru mál!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband