Laugardagurinn 24. október 2009

Early to bed and early to rise, makes one man healthy, wealthy and wise ... skrifaði ég í gærkvöldi.

Ég sit fyrir framan tölvuna og klukkan er nú að nálgast tvö eftir miðnættið.

Aftur ætla ég að hafa stutta færslu ...

... það var vöffluboð hjá okkur í dag ... Gunnar, Inga Sif og Óli Már komu til okkar.  Mjög vel heppnað og vöfflurnar góðar ...

Ég lærði í dag að ger og lyftiduft er víst það sama ... skömmu áður en sú vitneskja rataði inn í hausinn á mér hafði ég sagt við Laugu í fyrirlitningatón: "Lauga, ger er ger og lyftiduft er lyftiduft!"

Maður er stundum snjall!!

Annars átti ég stórleik í dag ... hann sést á myndbandinu hér fyrir neðan ... myndbandinu sem ber heitið "Ráð undir rifi hverju".  Þetta er kennslumyndband fyrir alla ... því það geta allir lent í þeim aðstæðum að þurfa að baka vöfflur en eiga ekki vigt til að vigta hveitið!!!

Svo spjölluðum við Lauga við Helgu og Dóra á Skypeinu og ég spjallaði við mömmu á Skypeinu og svo var ég að vinna að umsókn Djúpavogshrepps fyrir Umhverfisverðlaunin 2009 og svo var ég að vinna í fyrirlestrinum mínum.

Mæðgurnar fóru snemma að sofa í kvöld ... báðar "litl" þreyttar ...

... ekki veit ég nú eftir hvað!!! :)

Birti hér þrjár myndir af þeim frá því í kvöld, um það leyti sem svefnhöfginn var að taka öll völd ...

Annars hef ég tekið eftir því að það biður enginn um myndir af mér ... það hafa ekki birst myndir af mér hér á blogginu mjög, mjög lengi ... og það krefst þess enginn að ráðin sé bót á því ...

... en um leið og dóttirin er ekki til sýnis á hverjum degi, rignir inn þóttalegum athugasemdum um hvort maður sé hættur að setja inn myndir af henni eða hvort hún sé flutt að heiman ... ?!?!  Ég er ekki alveg að botna þetta ... maður hefði nú haldið að "orginallinn" væri nú eftirsóknarverðari en útlitslega útþynnt eftirmynd ... en það er víst ekki!!

Hér koma myndirnar!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndböndin bjarga myndaleysinu af þér Bobbi ;-)   þú ert oftast í þeim.....

Linda Margrét Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

... reyndar ... :) 

Páll Jakob Líndal, 25.10.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband