21.10.2009 | 20:37
Miðvikudagurinn 21. október - þriðji í leikskóla
Núna er landið aðeins tekið að rísa á leikskólanum ... dagurinn í dag gekk stóráfallalaust ...
... ég var í fylgdarliðinu fyrstu fjóra tímana og Lauga seinni tvo.
Í dag tók Guðrún þátt af miklu afli í samsöng og barði meðal annars trommu. Svo fékk hún hláturskast eftir síðdegiskaffið og fékk sér extra langan hádegislúr. Núna þarf hún bara að læra að taka á móti faðmlögum skólasystkina sinna og þá held ég bara að þetta sé komið ...
Dóttirin var alveg svellbrött þegar hún mætti heim upp úr kl. 3.30 í dag.
---
Annars hefur dagurinn hjá mér farið í að skrifa fyrirlestrana og taka þátt í undirbúningi aðalfundar samtakanna Umhverfis og vellíðunar, sem er í gangi þegar þessi orð eru skrifuð.
Skrifaði m.a. ályktun fyrir fundinn ...
Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið við Auði Ottesen og Sherry Crul sem var í Samfélaginu í nærmynd í morgun. Þar segir Auður frá samtökunum, eins og henni einni er lagið, og Sherry Crul reifar mjög áhugaverðar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á fólki sem er útbrunnið í starfi og hvernig má nýta lækninga- og meðferðarmátt náttúrunnar í því skyni.
Af virðingu við málstaðinn og samtökin ... þá ætla ég að birta þessa mynd á blogginu í dag ...
Umhverfi og vellíðan ... taktu eftir hvað raflínan sem gengur yfir miðja mynd, spillir útsýninu mikið?
En þetta er Skógarfoss fyrir þá sem það ekki vita ...
Ógnarkraftar við Dyrhólaey ... það var óhugalegt að standa þarna hjá og horfa á hvernig sjórinn rótast til og öldurnar brotnuðu ... annað dæmi um hversu mikil áhrif náttúran getur haft á mann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.