20.10.2009 | 21:46
Þriðjudagsþruma - dagur nr. 2 í leikskólanum
Jæja, þá er þessi blessaði dagur senn á enda ... hann hefur verið lærdómsríkur, sérstaklega fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn.
Það var lagt í 'ann kl. tæplega 9 í morgun. Við komuna á leikskólann var farið beint út að leika ... eða skoða aðstæður, eins og það var nú í tilfelli dagsins.
Það var mikið horft á útileiksvæðinu í dag, já, öll ósköpin ... en áhugi fyrir að kynnast krökkunum var hinsvegar mun minni. Í flestum tilfellum fór dóttirin bara að gráta þegar einhver lægri en einn metri á hæð nálgaðist hana ...
... eitthvað mjög ógnvænlegt við það ... en það var í góðu lagi, meira að segja mjög góðu lagi, að fólk hærra en einn metri á hæð umkringdi hana ... dálítið öfugsnúið finnst mér ... ekki gott að skilja hvað gengur á inni höfðinu á afkomandanum.
Eftir útiveruna var farið inn ... gekk fyrsti hluti inniverunnar stórslysalaust ...
... því næst matur og svefntími.
Svefntíminn stórkostlegur fyrir viðstadda, allavegana fannst mér það ... sjá 15 krakka á aldrinum 1,5- 2,5 ára liggja saman hlið við hlið og fara að sofa. Gekk alveg merkilega vel samt ... og sumir hrutu eins og feitir miðaldra karlmenn ...
GHPL átti dálítið erfitt með að sofa ... vildi fyrst alls ekki leggja sig útaf en gaf sig þó. Tók þá við löng stund þar sem legið var með opin augun ... nýjar aðstæður kölluðu greinilega á nýja nálgun við að sofna ...
... eftir hálftíma barning við augnlokin, fór daman til fundar við Óla Lokbrá.
Sá fundur var nú samt í styttsta lagi, því 40 mínútum síðar var fundinum slitið. Aðrir fundarmenn héldu fundinum áfram og sváfu vært.
Eftir svefninn var Sydney Houdini hin hressasta, las bók, púslaði og hljóp um gólfin, algjörlega í sínum eigin heimi ... og grét frekar lítið ...
Upp úr því urðu svo vaktaskipti hjá okkur Laugu, þannig að ég var ekki viðstaddur síðasta klukkutímann á leikskóladvölinni í dag.
Kl. 15.30 mættu mæðgurnar stálslegnar heim ... þar með var degi nr. 2 lokið ...
Mæðgurnar gómaðar á tali við dagmömmuna í næsta stigagangi ... þær eru allar miklar vinkonur.
---
Af öðru er það að frétta að ég er nú aftur tekinn til við að skrifa fyrirlestrana, sem hafa verið í vinnslu í dágóðan tíma. Fer nú líklega að sjást fyrir endann á þeim ... enda verður það líka að vera ...
... verkefnin hrúgast inn ...
... það nýjasta er að skila einhverju inn fyrir IAPS-ráðstefnu sem haldin verður í Leipzig í lok júní-mánaðar. Svo er ráðstefna í Melbourne í júlí ... verð að sjá til með hana ...
Ég þyrfti eiginlega að fá debetkort með aðgangi að tékkareikningi Bill Gates ... það er svo voðalega mikið sem þarf að borga næstu mánuði.
Sendi líka nokkur email samkvæmt venju ... og talaði ofurlitla stund við Stebba bróður ...
Svo vil ég minna alla lesendur Múrenunnar - í Uppsala á aðalfund samtakanna Umhverfis og vellíðunar, sem haldinn verður í Gerðubergi á morgun miðvikudag kl. 19.30.
Þar verða m.a. tveir stuttir en áhugaverðir fyrirlestrar, fluttir af Sherry Crul, skógfræðingi og Kristbjörgu Traustadóttur, meistaranema í umhverfissálfræði.
Nóg í bili ...
Mæðgurnar komnar inn eftir ævintýri dagsins ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.