Umhverfissálfræði

Þessi frétt kemur ekkert á óvart, þar sem vísindamenn á sviði umhverfissálfræði hafa sýnt fram á svipaðar niðurstöður í áratugi.

Því miður virðast niðurstöðurnar ekki hafa skilað sér nema að litlu leyti inn á borð hönnuða og stjórnvalda ... úr þessu þarf að bæta ...

... þess vegna vek ég athygli lesanda á fundi samtakanna Umhverfi og vellíðan, sem eru samtök áhugafólks um áhrif umhverfis á heilsufar fólks.

Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi, þann 21. október nk. kl. 19.30.

Allir hjartanlega velkomnir!!

Facebook-grúppan er hér.

 

Vek líka athygli á umfjöllun Vilmundar Hansen um samtökin í nýjasta hefti Sumarhússins og garðsins.

 Sumarhúsið og garðurinn


mbl.is Græn svæði bæta geðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Sniðugt. Getur þú skaffað tengil á þessa grein.

Arnar Pálsson, 16.10.2009 kl. 15:33

2 identicon

Samtökin Umhverfi og vellíðan boða til aðalfundar samtakanna Umhverfi og vellíðan miðvikudaginn 21. október í Gerðubergi kl 19:30.

Fundarefni

 

1.      Skýrsla formanns um störf félagsins frá stofnfundi þann 5. mars sl.

2.      Skógar fyrir líkama og sál. Erindi flutt af  Sherry Crul skógræktarráðunaut, Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum

3.      Aðferðafræði til að meta gæði skipulagðra útivistarsvæða innan þéttbýlis. Erindi flutt af Kristbjörgu Traustadóttur, mastersnema í umhverfissálarfræði, SLU Alnarp, Svíþjóð.

4.      Kosning í stjórn og varastjórn

5.      Kosning endurskoðanda

6.      Önnur mál

___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

 

# Samantekt úr erindi Sherry Curl skógræktarráðunautur, Skógrækt ríkisins, Egilsstöðum.


Skógar fyrir líkama og sál.

Þrátt fyrir bætt heilbrigðiskerfi og lífskjör síðustu áratugi hefur orðið aukning á fjölda þeirra sem þjást af sjúkdómum tengdum lífsstíl, mengun og andlegu álagi í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum. Þó að mikilvægi þess að njóta náttúrulegs umhverfis fyrir lýðheilsu hafi lengi verið haldið fram, þá hefur þýðing þess fyrir þjóðarbúið í formi efnahags og aukinna lífsgæða verið vanmetin. Í fyrirlestrinum er farið yfir umfang vandans og mögulega notkun útivistar bæði til forvarnar og sem leið til að brúa bilið á milli þess sem heilbrigðiskerfið býður upp á og að einstaklingar geti náð góðri félagslegri virkni.

 

 

# Samantekt úr erindi Kristbjargar Traustadóttur, mastersnema í umhverfissálarfræði, SLU Alnarp, Svíþjóð,

 

Aðferðafræði til að meta gæði skipulagðra útivistarsvæða innan þéttbýlis.

 

Rannsóknir sýna að ákveðir þættir í umhverfinu hafa áhrif á bætta líðan fólks. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það eru átta rýmiseinkenni sem eru mikilvægust til að garðar eða útivistarsvæði virki sem best á notendur.

Til að meta gæði garðanna innan borgarmarkanna er leitað eftir þessum 8 rýmiseinkennum (karaktereinkennum). Samsetningin segir til um gæðin og hversu líklegir garðarnir eru til að virka heilnæmir. Margbreytileiki laðar að notendur og því er mikilvægt að finna sem flesta eða alla þá þætti sem leitað er eftir hvort sem notandinn sækist eftir því að vera í ró og friði eða sjá og vera í margmenni.

 

Auður I Ottesen (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Greinina verður að nálgast í nýjasta hefti Sumarhússins og garðsins, sem nýlega er komið út ... fullt af fróðleik og skemmtun :)

Páll Jakob Líndal, 16.10.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband