Fimmtudagur 15. október 2009

GSyd hefur sýnt glæsilegar kúnstir í dag ... hún er búin að dansa, syngja, hlaupa og klifra ... og er nú þegar þetta er skrifað komin í draumaheiminn, líkt og viðeigandi er fyrir barn á hennar aldri.

Glæsilegust voru þó tilþrifin þegar hún sýndi hversu stór hún færi, sem var fylgt eftir með mikilli kraftasýningu.  Svo mikilli að hún varð blóðrauð í framan af áreynslu og stundi heil ósköp ... það er líklega ekki dónalegt að vera svo hrikalega stór og sterkur.

Ég hef áður minnst á, held ég ... á samband Guddu við kústinn og fægiskófluna.  Þetta samband er mikið að þróast þessa dagana ... hreint og klárt ástarsamband, mjög fljótlega, er ekki ósennilegt.  Það sama á við um DVD-ið með Dodda.  Hreinn og fagur dagur getur snúist upp í hreina martröð fyrir þá stuttu, sé henni neitað um að horfa á 6 - 8 þætti af Dodda ... þetta er nú meira aðdráttaraflið sem leigubílstjórinn í Leikfangalandi hefur?!?

Vinsældir Bastians bæjarfógeta hafa aftur á móti dala svolítið upp á síðkastið ...

Til tilbreytingar set ég ekki inn mynd af Guðrúnu ... þess í stað af hinni frábæru móður hennar ... myndin er tekin úti í Svíaborg, skammt utan við Helskini, gegnum fallbyssuhlaup í byrjun síðasta mánaðar ...

Horft út um fallbyssuhlaupið by you.

Af okkur hinum eldri er það að frétta að ég er búinn að vera að vinna í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps í allan heila dag, fyrir utan að ég eyddi morgninum í að svara emailum og spáði aðeins í niðurstöður rannsóknarinnar minnar ...
Lauga hefur, auk hefðbundinnar vinnu, verið að vinna í markmiðunum sínum í dag ... er komin með 50 markmið. 

Vilji maður vita hvert maður stefnir, eru markmið mikilvæg ... alveg eins og þegar maður fer eitthvert þar sem maður þekkir ekki til, er gott að hafa kort af "pleisinu" ...
Samt eru bara 3% fólks sem setur sér markmið ... 1% fólks setur sér markmið og fer eftir þeim ... einn af hverjum hundrað ...

Horfði á netupptöku af þættinum um hrunið, sem sýndur var á RÚV á þriðjudagskvöldið ... mikið er ég feginn að hafa ekki vitað af öllu því sem mögulega gat gerst ... verandi suður í Ástralíu og með mjög svo þverrandi "budget" og nokkurra mánaða gamalt barn.  Þetta myndband rifjaðist upp fyrir mér eftir áhorfið ...


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að ferðin til Nýju Jórvíkur hafi gengið vel, og frábær mynd af Laugu þarna í fallbyssunni! Við þyrftum að senda ykkur eintak af Skoppu og Skrítlu fyrir þá litlu...frændi hennar virðist amk langt frá því að fá leið á þeim þrátt fyrir að hafa horft á þær ca tvöhundruð sinnum!

Varstu búinn að sjá þetta?  http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/10/15/graen_svaedi_baeta_gedgaedi/

Merkilegar niðurstöður og skemmtileg fyrirsögn með rím og æ í hverju orði 

Stjóri (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Já, það væri fróðlegt að sjá hvernig Skoppu og Skrítlu yrði tekið hérna megin ... Gunni og Felix eru mættir í hús, það er ekki komin reynsla á þá enn ...

Niðurstöðurnar eru stórmerkilegar og koma mér lítið á óvart, það er alveg spurning hvort stjórnvöld víða um heim eigi nú ekki að fara að opna augun.

Gaman að sjá þessi ljóðrænu tilþrif ... það mætti halda að það væri kominn rithöfundur og skáld í ritstjórastólinn :)

Páll Jakob Líndal, 16.10.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband