14.10.2009 | 22:49
Miðvikudagur 14. október 2009
Jæja, þá er fyrsti vinnudagurinn eftir hina miklu USA-ferð á enda runninn.
Í dag hitti ég leiðbeinandann minn Terry Hartig eftir dálítið langan tíma. Hann hefur verið á ferðalagi út og suður, vítt og breitt en er nú kominn heim aftur til að sinna nemendum sínum.
Við áttum ágætt tal og vorum að leggja á ráðin með næstu skref í rannsókninni ... nú eru komnir 299 þátttakendur, sem er nokkuð góð tala ...
Í kvöld bjó ég til smá tölfræðipakka hana honum, svo hann gæti aðeins séð um hvað málið snýst ...
Hér eru nokkrar tölur ... kynjahlutfall í rannsókninni minni er 60-40 konum í vil og meðalaldur er um 40 ár. Þessi aldur er reyndar nokkuð athyglisverður, því flestar rannsóknir hafa verið gerðar á nemendum á fyrsta ári í háskóla ... helst nemendum í sálfræði ... það þýðir að aldur þátttakenda er yfirleitt á bilinu 22 - 25 ára ...
Svo hef ég þurft að svara alveg rosalega mörgum emailum í dag ... eitthvað um 50 email biðu mín eftir ferðina góðu ... af öllum stærðum og gerðum ...
Fréttir af mæðgunum er góðar ... báðar í stuði þessa dagana ...
Gudda er alltaf að taka upp á nýjum og nýjum siðum ... í dag var mesta stuðið að biðja um eitthvað að drekka og spýta því svo út úr þér. Ekki veit ég hvar hún lærði þetta ... ?!?!
Hún hætti þessum æfingum eftir að móðir hennar tók hana á beinið ...
... sem gerist nú ekki oft ... þess vegna er betra að hlýða.
Svo er verið að plata mig til að fara til Melbourne næsta sumar ... á sálfræði-ráðstefnu sem þar verður haldin, svo er líka önnur álitleg ráðstefna í Leipzig næsta sumar. Þá er ónefndur árlegur fundur vísindamanna í umhverfissálfræði í Svíþjóð, sem halda á í Gautaborg í næsta mánuði ...
Það er augljóst að maður þarf eitthvað að taka upp veskið á næstunni ...
Slútta þessu með einni mynd ... þessi mynd er frá því í september í fyrra, þegar Sydney Houdini gat ekki setið upprétt án hjálpar ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.