6.10.2009 | 23:12
Ţriđjudagurinn 6. október 2009
Ţessi dagur er búinn ađ vera ansi góđur og gagnlegur ... kannski ólíkt ţví sem hann var fyrir einu ári ... kannski ţó ekki fyrir mig persónulega, heldur svona meira fyrir íslensku ţjóđina í heild sinni ...
En fyrir einu ári nákvćmlega fór Guđrún í sína fyrstu flugferđ, ţegar hún flaug upp til Cairns í norđurhluta Ástralíu ...
Mestum hluta ţessa dags hefur veriđ variđ í vinnu viđ Ađalskipulag Djúpavogshrepps, sem brátt er ađ verđa tilbúiđ til stađfestingar. Geysilega gott og útpćlt plagg ţar á ferđinni, sem heimamenn í Djúpavogshreppi geta veriđ bćđi ánćgđir međ og stoltir af.
Annars bađ Lauga okkur Guddu um ađ hitta sig í hádeginu á markađi, sem er á Vaksalatorgi ... ţar tók sú stutta heldur betur viđ sér ţegar viđ blöstu uppblásnar blöđrur međ allskyns skemmtilegum myndum á ... og dúkkurnar, sem stóđu í röđum á borđi skammt frá, vöktu einlćga gleđi ... ţví miđur gleymdist myndavélin heima ...
Svo vann ég mér ţađ til afreka ađ fara út ađ skokka á svona sćmilega eđlilegum tíma ... og ţvílíkur munur ... segi ekki annađ ... á međan sváfu mćđgurnar! Stefnan er sett á hálft maraţon ţann 20. okt nk.
Og svo er ţađ nokkuđ fréttnćmt og ástćđa til ađ láta ţađ fylgja ađ í kvöld er bara slagveđursrigning, ég held bara sú fyrsta síđan viđ komum hingađ ... ţá er ég ađ meina rigning og rok á sama tíma ...
Lýk ţessu međ mynd sem tekin var í morgun, ţegar dóttirin lagđi sig ... mér fannst stellingin dálítiđ kynleg ... skyldi ţetta í alvörunni verđa ţćgilegt??!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.