Mánudagsmetall II

Þetta er nú orðinn alllangur dagur ... líkt og síðustu dagar hafa verið.  Allt upp undir 17 - 18 klukkutímar.

Jæja, en fyrirlestrarskrif hafa fyllt þennan daginn og gengu þau ljómandi vel, er nú kominn með fyrsta draftið af fyrri fyrirlestrinum ... það átti reyndar að klárast á sama tíma fyrir viku ...

... hef stuðst við Brian Tracy í því skyni að auka hæfni mína sem fyrirlesari, enda er það eitt af markmiðum mínum að verða öflugur og ekki síður áhugaverður fyrirlesari ... alltaf pláss fyrir slíka menn ...

Já og svo eignaðist ég í dag, minn fyrsta tölvuleik síðan ég veit ekki hvenær ... ætli ég verði ekki að fara aftur til 9. áratugs síðustu aldar til að finna sambærilegan dag ... Tugþraut Daley Thompson fyrir Sinclair Spectrum 48K.

daley1 by you.

Leikur dagsins var Crysis ... rétt er að taka það fram að ég hyggst ekki fara að demba mér í tölvuleikjaspilerí, enda tel ég fáa hluti fánýtari en slíka iðju ...

... kaupin voru í þágu doktorsverkefnisins ... take it or leave it ...

Crysis_Box_Wiki

Lauga fór í dag að hitta forsvarsmenn barnaheimilisins, sem Gudda á að byrja á eftir tvær vikur ... þar sem GSyd var óheimill aðgangur að þessum fundi, varð ég að sitja heima og hafa umsjón með henni ... það var nú frekar fyrirhafnarlítil aðgerð, enda svaf stúlkan allan tímann ...

Annars er dóttirin að stefna í að verða knattspyrnusnillingur ... enda fátt gáfulegra en að veðja á frama í kvennaknattspyrnu, sbr. árangur íslenska landsliðsins á síðustu misserum ...

Hér eru myndir af æfingum dagsins ... þegar hún kom inn vildi hún fá "ís", en það er annað vitræna orðið sem hún tekur sér í munn ... hitt er "datt" ... restin er bara óskiljanlegt bull ...

Á harðahlaupum II by you.

Á harðahlaupum by you.

Og svo er ein auka fyrir þá sem nenna að lesa og skoða alla færsluna ... svona stóð Guðrún lengi hreyfingarlaus og horfði á heiminn ...

Horft á heiminn by you.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband