4.10.2009 | 23:35
Sunnudagur og bolti
Mikið er gaman að spila fótbolta ... ég var eiginlega búinn að gleyma því, en það hefur rifjast upp fyrir mér í sumar og haust. Fyrir nokkrum árum hét ég því að ég myndi ekki snerta bolta aftur ... sennilega afleiðing af of miklu fótboltaspileríi með röngu hugarfari ...
En það var sumsé landsleikur í dag ... Ísland - Svíþjóð í rigningu og kulda ... úrslit 10 - 9 ;)
Svo hef ég verið að vinna í aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps í dag. Fín vinna!
Mægðurnar hafa verið svona sæmilega hressar í dag ... skuppu víst út meðan ég sýndi takta á fótboltavellinum ...
Sú ferð endaði með gráti, þegar Lauga klæddi GSyd í lúffur ... þá var sú stutta búin að þráast mikið við og hendurnar orðnar rauðbláar af kulda ...
... það átti samt ekki að gefa sig ... og því var hún borin inn í íbúð án frekari málalenginga, þrátt fyrir áköf mótmæli ...
Þessi mynd er reyndar tekin 17. ágúst sl. ... þá var Syd ekki með neinar lúffur heldur ...
Svo harðneitaði blessað barnið að borða allt sem var á boðstólnum í kvöld nema Royal karamellubúðing ... það var víst hægt að renna honum niður án þess að þurfa að reyna mikið á sig ...
... uppeldið er alveg að fara út um gluggann á fyrstu metrunum ...
Þetta er nú reyndar vanillu, eins og glögglega má sjá ... en það er næsti bær við karamelluna ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.