Laugardagurinn stutti

Þá er nú enn einn blessaður dagurinn að kveldi kominn ... það er nú meira hvað þeir líða hratt.  Mér finnst ég hreinlega alltaf vera að fara að sofa ...

Þessi dagur hefur runnið ljúflega ... að sjálfsögðu hef ég verið að vinna svolítið, eins og alltaf.  Meðal þess sem ég gerði var að vinna áfram með framtíðarhugmyndir mínar.  Ég hafði m.a. samband við Hugmyndaráðuneytið og Hugmyndahús háskólanna í dag, og viðraði hugmyndir mínar við þessi tvö "batterí".  Spennandi að sjá hvernig mun til takast ...

Svo ætla ég að skella mér í ferðalag eftir viku.  Meiningin er að fara vestur yfir Atlantshafið, nánar tiltekið til New York og vera þar í þrjá daga.  Lauga nennir ekki að fara með og því fer GHPL heldur ekki með ...

Með þessari ferð er ég að uppfylla eitt markmiðið mitt, og á því að minnsta kosti 98 eftir áður en yfir lýkur.  Það er nefnilega svo að í sumar setti ég mér 100 markmið. 
Tvö er nánast að komast í höfn og 22 eru nú þegar í vinnslu.  En það bætist líka við hinn endann ...

Þetta markmið mitt er ekki af verri endanum ... en það er að sjá KISS spila í Madison Square Garden.  Það er búið að vera draumur hjá mér í mörg ár ... flugmiðar, hótel og miðar á tónleika ... allt er þetta komið í hús.  Það er búið að taka tímann sinn að safna fyrir þessu.

Af öðru heimilisfólki er allt gott að frétta þennan daginn ... Lauga er að vinna að mjög athyglisverðri hugmynd, sem gæti orðið að spennandi verkefni einhvern tímann ... segi ekki meira.

Sydney-Gudda hefur verið góð og skemmtileg eins og hún á ættir til.  Hápunkturinn hjá henni var að fara út að sulla í pollunum, sem urðu til í rigningunni í dag ... það er nefnilega farið að hausta hér í Svíþjóð ...

Lýk færslunni á myndbandi sem ég bjó til fyrir löngu en átti alltaf eftir að kynna ... það er nefnilega ferðin til Álandseyja sem farin var í lok maí.  Á þeim tíma átti fröken Guðrún erfiðara með að halda jafnvægi á tveimur jafnfljótum en núna ... sjón er sögu ríkari ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband