2.10.2009 | 22:03
Föstudagurinn 2. október 2009
Jæja ... hér í Uppsala gengur lífið sinn vanagang ... sem er mjög góður vanagangur :)
Lauga er alveg í rosalegu stuði ... vinnan gengur svo vel að það er nánast fáránlegt :D .
Hún er búin að finna sína hillu í lífinu ... og er núna með 1000 hugmyndir í kollinum ... alveg feykilega gaman að því!
Í dag hvíldi ég mig á fyrirlestrarskrifum og fór að kíkja á hluti sem þurfa að vera í lagi fyrir framhaldsrannsókn mína sem mun hefjast vonandi sem fyrst. Það er alltof mikið að gera hjá mér ...
Fann t.d. leiðbeiningabók fyrir V-Ray sem er forrit sem býr til flottar myndir úr SketchUp ... ekki dónalegt það ...
Fann líka plug-in sem gæti hjálpað mér að búa til gagnvirkan sýndarveruleika ... það kemur í ljós á næstu dögum hvort það gangi eftir.
Svo eru svona 1000 hugmyndir í gangi í hausnum á mér ... aftur fæ ég á tilfinninguna að það sé of mikið að gera hjá mér ...
Guðrún hefur verið mjög viðræðugóð í dag ... eins og hún er reyndar oftast. Lét sig samt ekki muna um að fúlsa við jarðaberi með vanillurjóma, fleygja því í gólfið, banda út báðum höndum og öskra á föður sinn ... tjaaaa ...
Önnur stórafrek voru nú ekki unnin í dag, önnur en að halda bara áfram að vaxa og dafna ... hún á svo sem ekkert að vera að gera neitt annað ...
Það er alveg merkilegt hvað frökenin er hrifinn af þessum kústi og fægiskóflunni. Hún vílar ekki fyrir sér að leggja í miklar ógöngur til þess eins að ná í þessi verkfæri ...
Þessi mynd var tekin í Helskini í byrjun mánaðarins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.