Loksins blogg

Þá er kominn tími á blogg ... hið fyrsta síðan 5. júlí sl.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá ... 

Best að hita upp með nokkrum myndum af G. Sydney ...

Hress by you.
GHPL er nokkuð hress hér eftir matinn ...

Ís er góður by you.
Fyrsti "íspinninn" ... þeirri stuttu fannst hann alveg rosalegur góður og stuttu eftir að myndin var tekin var ísinn kominn ofan í maga hennar.

Með nýstárlega húfu á höfðinu by you.
Ekki þótti það nú amalegt að hafa svona "fína" húfu á höfðinu ... enda fullyrti faðirinn að þessi húfa færi henni alveg sérstaklega vel.

Úti í rigningu by you.
Í fullri "múnderingu" ... tilbúin í slaginn ...

Með bílinn frá Öbbu frænku by you.
Á fleygiferð með vörubílinn frá Öbbu frænku ... bíllinn var sérstaklega fluttur frá Íslandi til Svíþjóðar svo Gudda Syd gæti ekið honum.

Nú hefur síðuhaldari lofað sjálfum sér því að taka sig á í síðuhaldinu ... enda er mikilvægum áfanga doktorsverkefnisins nú þegar náð, og tími ætti að vera til að setja inn stuttar færslur við og við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá líf á síðunni. Hélt að þið væruð bara alveg hætt að skrifa.

Nauðsynlegt að fá að sjá myndir af Guðrúnu Helgu og hvernig hún stækkar og þroskast :-)

Linda Margrét Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband