Júní 2009 og vinna

Eins og gjarnan á sér stað á þessu bloggi í byrjun mánaðar, þá er hér fyrir neðan tengill inn á youtube.com, nánar tiltekið á myndband af nokkru því sem bar á góma í júnímánuði 2009. 

 

Þetta var á margan hátt mjög áhugaverður mánuður ... og það markverðasta hlýtur að teljast 1. árs afmælið, og það að telpan komst upp á endann og gengur nú eins og hershöfðingi um allt.

Annars er búið að vera alveg meiriháttar veður hérna í meira en 10 daga, þá er ég að tala um 30°C, sól og logn.  Reyndar hefur eitthvað dregið úr þessum notalegheitum síðustu tvo daga en það er svo sem allt í lagi.

Ég hef nú svo sem ekkert nýtt þessa daga neitt sérstaklega vel, því geysilegt vinnuálag hefur verið síðustu misserin ... tvær aðalskipulagstillögur hafa verið í vinnslu, auk doktorsverkefnisins.  Svo þarf náttúrulega eitthvað að sinna mæðgunum þannig að dagarnir hafa verið mjög langir upp á síðkastið.

Doktorsverkefnið er nú komið á þann stað að senn get ég keyrt fyrstu rannsóknina, en mig vantar þó "jáið" frá leiðbeinanda mínum, áður en það gerist.  Það gerist vonandi á þriðjudaginn, en þá er næsti fundur okkar fyrirhugaður.  Ef allt gengur að óskum gæti rannsóknin litið dagsins ljós í lok mánaðarins.  Gagnasöfnun mun fara fram á internetinu og vonast ég til að lesendur þessarar síðu sjái sér fært að taka þátt í henni.  Ef útreikningar mínir eru réttir gæti ég þurft eitthvað á 5. hundrað þátttakendur, þannig að aðstoð allra sem vettlingi geta valdið er mjög vel þegin.

Ég mun herja á ykkur ... óska eftir 15 - 20 mínútum af ævi ykkar í þágu vísindanna.

Skýt inn myndum af dótturinni hér í lokin ...

 

Í bleika baðsloppnum frá Toppu by you.
Í bleika baðsloppnum sem Toppa og Snæfríður gáfu í jólagjöf
In the pink bathrobe from Auntie Anna and Snaefridur
Með regnhattinn á hjólinu by you.
Á hjólinu með regnhatt ... viðbúin öllu
On the bike, prepared for a shower

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt myndband og ég er sérstaklega ánægð með að tónlistarhæfileikum hennar skuli vera haldið við. Leist vel á "trommusettið" hennar :-) Bestu kveðjur frá Paradísarborg (erum í bústaðnum sko)

Linda Margrét Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband