Bekkjarmynd og upprifjun

Ég stal ţess ţessari stórkostlegu mynd af Facebook-síđu Kristjáns fyrrum bekkjarfélaga og ágćtis vinar til margra ára ... ţetta er 7. JM í Austurbćjarskóla veturinn 1986 - 1987 ...

Tja, ... hvađ á mađur eiginlega ađ segja ... ??  Ţarna er mađur geysilega flottur í jogging-buxum (sem reyndar sjást ekki ... sem betur fer), međ "hjálminn" og lykilinn af útidyrunum heima um hálsinn.

Ţađ sem ég man sérstaklega eftir frá ţessari myndatöku, var hversu ánćgjulegt ţađ var ađ komast í ađra röđ ... ađ fá ađ standa.  Ţađ ţýddi nefnilega ađ ég var ekki lengur međ ţeim minnstu í bekknum, eftir ađ hafa veriđ mestan hluta skólagöngu minnar í ţeim hópi.

Ţessi bekkur var á margan hátt, töluvert mikil snilld ... og ég man ađ ţessi vetur var einn sá besti í Austurbćjarskóla ... ţađ sama verđur ekki sagt um ţá tvo sem komu á eftir ...

Og svo var ţađ kennarinn ... hann Jón Marteins ... sem reyndar hét líka Jón Kr. Hansen ... (ég hef aldrei skiliđ ţennan "conflict").  Hann var algjör megasnillingur ... og sennilega strangasti kennari í heiminum.  Mér er minnistćđ setningin sem hann ţrumađi oft yfir bekknum, sérstaklega ţegar eitthvađ vantađi upp á einbeitinguna eđa hann var óhress međ frammistöđu nemenda: "Reyniđ einhvern tímann ađ drullast til ađ lćra eitthvađ, andskotans ... " 

Í upphafi vetrar, var ég alveg logandi hrćddur viđ Jón Marteins.  Var eins og mús undir fjalaketti í tímum hjá honum, sérstaklega eftir ađ hann sagđi mér ađ "reyna ađ steinhalda kjafti einhvern tímann" ... sú yfirhalning dugđi fyrir lífstíđ.
En eftir ţví sem leiđ á veturinn, fór mér alltaf ađ líka betur og betur viđ hann, hann var hörkugóđur kennari ... og um voriđ skrifađi hann eitthvađ fallegt í einkunnabókina mína ... eitthvađ sem ég er löngu búinn ađ gleyma.  En ég man ađ amma var ánćgđ međ umsögnina ... og ţađ var fyrir öllu!!

Aginn hjá Jóni var slíkur ađ ţađ mátti heyra saumnál detta í tímum hjá honum ... nemendur sátu eins og barđir rakkar og reyndu "ađ drullast til ađ lćra einhvern tímann eitthvađ, andskotans ..."
En einhvers stađar ţurfti orka hinna 26 nemenda JM ađ brjótast út ... og ţađ var tímum hjá Helga Gíslasyni.
Helgi Gíslason mćtti mjög ferskur til leiks í september og kynnti sig:  "Komiđ ţiđ sćl, ég heiti Helgi Gíslason og á ađ kenna ykkur dönsku og samfélagsfrćđi.  Ég vonast eftir góđu samstarfi viđ ykkur í vetur!" 
Helga Gíslasyni varđ ekki ađ ósk sinni ... eftir ađ hafa reynt ađ kaupa bekkinn til fylgislags viđ sig í fyrsta tíma međ ţví ađ fara út í fótbolta, í stađ ţess ađ lćra dönsku, og ađ sjálfsögđu gegn ţví loforđi ađ tími nr. 2 myndi verđa einstaklega árangursríkur međ tilliti til dönskunáms, varđ fjandinn laus ...  persónulega hef ég aldrei skemmt mér meira í dönsku- og samfélagsfrćđitímum.  Tímarnir voru einn sirkus frá upphafi til enda ... gjörsamlega stjórnlausir, Helgi eldrauđur, öskrandi upp viđ töflu, allir út um allt, kjaftandi, kastandi skutlum, og fleira í ţeim dúr.  Í minningunni, eru ţessir tímar dálítiđ eins og kennslustundirnar í bókunum um "Lása litla" eftir Sempré og Goscinny, ţar sem nemendur fara iđulega ađ slást í tímum og gefa hver öđrum á kjaftinn ... ég man ţó ekki eftir neinum kjaftshöggum í dönsku- og samfélagsfrćđitímum hjá 7. JM, en slagsmál, ţá sérstaklega "gannislagur" er vel mögulegt ađ hafi átt sér stađ.

En ég get ekki ímyndađ mér annađ en blessađur mađurinn hafi ţurft ađ fara í Hveragerđi eftir veturinn í allsherjar klössun (ţađ gerđi amma ađ minnsta kosti ţegar hún ţurfti ađ fara í klössun á sínum tíma) ... en mikiđ skelfing var ţetta gaman ...

... ţegar ég hugsa um ţađ ţá hef ég reyndar ekki séđ Helga Gíslason eftir ţetta ... sagan segir ađ hann hafi tekiđ sér frí frá kennslu veturinn eftir ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er furđulegt, ég var í 7 unda, 8 unda og 10. JM. By the way like your hair hefđir pottţétt komist í kiss grúppuna á ţessum tíma hehe... :)

Ţóra (IP-tala skráđ) 14.7.2009 kl. 10:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband