Þakkir ...

Þá held ég að það sé kominn tími til að þakka öllum þeim sem sendu kveðju til dótturinnar á fyrsta alvöru afmælisdegi hennar.  Einnig ber sérstaklega að þakka þeim sem sendu gjafir, en stórir sem smáir pakkar hafa streymt hingað til Uppsala.

Stofan er orðin sneisafull af varningi og eftir því sem síðustu fregnir herma, er enn meira á leiðinni.  Það er því að verða ljóst að það þarf að kaupa stæði í gám, þegar flutt verður heim aftur til Íslands, hvenær sem það nú verður eiginlega.

Mér hefur fundist það afar athyglisvert að fylgjast með eigin viðbrögðum í tengslum við afmælið ... því hver einasta kveðja og hver einasti pakki hefur hitt viðkvæman streng innra með mér.  Mér finnst greinilega ógurlega vænt um það þegar fólki finnst dóttir mín þess verðug að fá kveðju og/eða pakka :D ...

IMG_0925 by you.
Og hér er ein frá Álandseyjum ... (er ég að verða sköllóttur ... ?#?%?" hafi það???)
This photo is from the Aland Islands ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband