Á göngu með GHPL

Í morgun skruppum við í göngutúr, ég og Sydney Houdini.  Úr því hún er orðin svona stór, þá var ákveðið að skilja BabyBjörn eftir heima og láta hina eins árs gömlu Guðrúnu Helgu ferðast um á tveimur jafnfljótum ...

... það sem meira er, Gudda fékk alveg að ráða ferðinni.  Ég, þess í stað, reyndi að leggja gróflega á minnið gönguferil þeirrar stuttu, sem ég svo plottaði á kort frá Google Earth.  Sökum þess hversu erfitt var að leggja gönguferilinn á minnið, þar sem hann er nokkuð ómarkviss, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð, þá fórum við í tvær gönguferðir. 

GönguferðGHPL080609 by you.

Fyrri ferðin var athyglisverð, þar sem gengið var fram og aftur um sama svæðið og ólíkir hlutir skoðaðir ... tré, blóm, hjól og niðurfallsrist, svo eitthvað sé nefnt.  Einnig var drjúgum tíma varið í að spegla sig í glerinu á útidyrahurðinni.  Í þessum göngutúr kom það berlega í ljós hversu auðvelt er að fanga athygli GHPL ... því í hvert sinn sem einhver átti leið framhjá okkur, leit hún í áttina að viðkomandi og breytti í kjölfarið um stefnu.  Ekkert vakti þó meiri athygli en köttur sem hljóp framhjá ... til að fylgja honum eftir, ákvað Sydney að fara úr úr "garðinum" og út á götu.  En sú stutta fór of hægt yfir til að ná að fylgja kettinum eftir.  Lengd göngutúrs samtals rúmlega 250 metrar.

Gönguferð#2GHPL080609 by you.

Seinni túrinn fór meira í að fókusera á gangstéttarkantinn, og stíga upp á hann og niður af honum.  Þessi túr var mun styttri, Guðrún stoppaði meira og horfði á það sem fyrir augu bar.  Hápunkturinn var þegar hundur kom að vitja hennar og hún fékk að "klappa" honum.  Þreyta var farin að segja til sín undir lokin sem skýrir af hverju ferilinn er svona undarlega beinn í lokin.  Lengd göngutúrs um 100 m.

Mér fannst þetta mjög athyglisverð athugun hjá mér ... enda hef ég aldrei séð neitt um gönguferla eins árs barna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu

Afi og amma (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 12:43

2 identicon

Innilegar hamingjuóskir með þá litlu! Það er ekki annað hægt en að svara fyrir Bjarna Jóhann með dýrt kveðinni vísu , í tilefni afmælisins og frábærlega skráðra gönguafreka: 

Í Svíaríki er margt að sjá;

eins árs dömur fara á stjá.

Elta ketti sem segja mjá,

göngulagið því skrykkjótt smá.

Bestu kveðjur til ykkar allra....

Stjóri (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Til hamingju með Guddu snuddu Helgu pelgu sem er sko aldeilis orðin stór!! Bara farin að spássera um með pabba sínum! Jahérnahér. Það verður ekki langt þangað til hún fer að stinga ykkur af gömlu skrukkurnar mínar...
Knús frá Bjarna Jóhanni og Helgu pelgu Guddu snuddu gömlu frænku lænku...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 9.6.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar ... vísan fer beint í rauðu bókina og verður rifjuð upp að ári liðnu :)

Páll Jakob Líndal, 10.6.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband