Guðrún Sydney Helga Houdini 1 árs!!

Jæja, Gudda varð nákvæmlega eins árs kl. 9.50 að staðartíma hér í Svíþjóð (kl. 7.50 að íslenskum tíma) ... en þá er klukkan 17.50 í Sydney í Ástralíu ...

Hér er video af því tilefni ...

 

 

En af þessu mikla tilefni er ekki úr vegi að taka saman nokkrar beinharðar staðreyndir ... í 28 liðum ...
 
1.  Gudda hefur á einu ári lengst um  28,5 cm eða 62,6% ... eða úr 45,5 cm í 74 cm.
2. Hún hefur þyngst um  4780 gr eða 181,7% ... eða úr 2630 gr í 7410 gr. Til samaburðar má geta þess að faðir hennar hefur þyngst um 5000 gr sem jafngildir um 5,1% ... þess má geta að hann er að vinna í því að léttast aftur.

 
3.  Gudda fékk fyrstu tennurnar í neðri góm um 6 mánaða aldur og framtennur efri góm þegar hún var 10 mánaða.  Á ársafmælinu hefur hún sum sé 4 tennur ...
4. Gudda  fór í sína fyrstu flugferð í byrjun október 2008, þá fjögurra mánaða gömul.  Þá flaug hún frá Sydney til Cairns.  Þess má geta að dóttirin neitaði að fara að fyrirmælum móður sinnar og fékk því hrikalega í eyrun ... og hljóðaði eins og stunginn grís, meira og minna allt aðflugið ...
 
P1000334 by you.
 
5. Við eins árs aldur er vinsælasta orðið "datt", sem er sagt í hvert einasta skipti sem hún fleygir einhverju í gólfið.
6.  Að Guddu finnst ofsalega gaman að slá taktinn með hristum, þegar pabbi hennar syngur.  Uppáhaldslagið er "dúrídaradúrídaradúrídei ... við eru hjá þér Heimaey", úr myndinni Nýtt líf eftir Þráin Bertelson.

 

7.  Fyrsta lagið sem Gudda hlustaði á var "Lofsöngur", þjóðsöngur Íslendinga ... hún var einungis fjögurra daga gömul, þegar hún hlustaði á hann af www.youtube.com, en aðeins 2ja daga gömul þegar faðir hennar söng þjóðsönginn fyrir hana á Royal Prince Alfred Hospital.
8. 10 mánaða gat Gudda setið ein og óstudd, en hún var orðin meira en 11 mánaða þegar hún lærði að setjast upp sjálf.  Sá áfangi náðist eftir þriggja daga sleitulausar æfingar, sem stundum reyndu á þolrif þeirrar stuttu.

9.  Við eins árs aldur hefur Gudda ferðast meira en 31.500 km og ef meðgangan er reiknuð með, hefur blessað barnið ferðast meira en 70.000 km sem jafngildir 1,75 ferðum umhverfis miðbaug jarðar.

10. Gudda var "einslæðungur", sem þýðir að aðeins var ein slagæð í naflastreng á meðgöngu.  Slíkt skýrir að einhverju leyti hversu smá hún var við fæðingu.
11. Gudda á mjög góða vini af meira en 12 þjóðernum.

12.  Gudda fór að standa upp af sjálfsdáðum 11 mánaða gömul og ganga óstudd stuttar vegalengdir 11,5 mánaða.  Hinsvegar kann hún ekki enn að detta án þess að stofna eigin velferð í stórhættu ... með öðrum orðum ... hún dettur eins og girðingarstaur.
13. Gudda fékk fyrsta bangsann sinn 1 dags gömul.  Sá bangsi var gjöf frá fótboltaliðinu Gladesville Ryde Magic.
14.  Fyrstu dúkkuna fékk hún 20. ágúst 2008, það var gjöf frá ömmu á Sauðárkróki.

 

IMG_8069 by you.
 
15. Orð sem Gudda segir við eins árs aldur eru m.a. "á etta", "abba", "mamma" og "dada".
16. Við eins árs aldur vill Gudda helst bara vera hjá mömmu sinni.  Afi hennar á Sauðárkróki er líka alveg í sérstöku uppáhaldi ... jafnvel svo miklu að hann skyggi á móðurina ...
17.  Gudda hefur bara einu sinni verið þvegin með sápu og það var þegar hún var 3 daga gömul.  Hjúkrunarfræðingur á fæðingardeildinni taldi hana svo yfirmáta skítuga að Gudda fékk allsherjar hreingerningu ...

18.  Gudda er óvenjulétt miðað við aldur og lengd ... hún er meira en þremur staðalfrávikum frá meðalþyngd.  Fyrir vikið fær hún mikið af rjóma og smjöri með hverri máltíð.
19.  Gudda hefur dvalið í 16 borgum/bæjum í 7 löndum í þremur heimsálfum.  Til samanburðar má geta þess að faðir hennar og móðir höfðu dvalið í 7 löndum, þegar þau voru 23 ára. Ef meðgangan er talin með hefur Gudda dvalið í 23 borgum/bæjum í 11 löndum.

Lönd heimsótt 070609
 

20. Móðirin kom upp með þá hugmynd að kalla dótturina "Sydney" nokkrum vikum áður en hún fæddist.  Tvær ástæður voru fyrir því ... annars vegar getur Sydney gengið bæði á strák og stelpu, en á þeim tíma var kyn dótturinnar ekki vitað og hins vegar var hægt að vera viss um að Ástralirnir gætu borið nafn hennar rétt fram ... en þeir eru ekkert sérstakir í að bera fram íslensk nöfn.
21.  Í janúar 2009 fór Gudda að rétta upp hendurnar þegar hún var spurð hversu stór hún væri, þá var hún 7 mánaða gömul.
22.  Gudda fór í sína aðra ökuferð um miðjan ágúst 2008, þegar Nick og Rosa buðu henni til Moss Vale.
23.  Guddu finnst skemmtilegast að ferðast um í BabyBjörn, og hefur frá 2 mánaða aldri krafist þess að fá að snúa fram til geta fylgst gaumgæfilega með.

24. Gudda tapaði peningum í bankahruninu í október 2008, þegar eign hennar í peningamarkaðssjóði rýrnaði um 30%, eftir að faðir hennar hafði fengið þá flugu í höfuðið að gott væri að ávaxta vel fæðingarsjóð dótturinnar.

25. Eftirfarandi skilaboð voru send út af föðurnum skömmu eftir að Gudda fæddist: "Jæja, nú hefur lífið tekið aðra stefnu ... því Sydney er fædd!  Kl. 17.50 að staðartíma og heilsast frábærlega, líkt og móðurinni. Já, svona gengur nú lífið þennan daginn. Kv. B." en á ensku hljóðuðu skilaboðin á þessa leið: "Hi, a healthy and pretty small girl, called Sydney was born today at 5:50 pm.  Everything went absolutely fine and everybody is feeling well.  Regards, Bobbi".

26. Gudda hefur alltaf harðneitað að liggja á maganum og getur því ekki skriðið ... en á móti kemur að henni finnst hvítlauksbrauð mjög gott, og jafnvel með ís.
27. Gudda hefur orðið "vitni" að tveimur KISS-tónleikum og einum Formúla 1 kappakstri ... reyndar ófædd þá, en lét engu að síður vel finna fyrir sér.

Lauga á leið á KISS-tónleika ... by you.
 
 28. Gudda hefur ekki hugmynd um að hún á eins árs afmæli í dag ... :D

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Innilega til hamingju með blessað litla barnið. Með beztu kveðju frá Amsterdam. Afi gamli á ská.

Bumba, 7.6.2009 kl. 12:49

2 identicon

Til hamingju með daginn öll þrjú!

Yndislegt afmælisvídeó af prinsessunni. Kveðjur úr Hlíðunum

Anna Klara (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:43

3 identicon

Flott myndband og færsla hjá þér Bobbi minn en mundu bara að hún heitir Guðrún Helga en ekki Gudda.

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:56

4 identicon

Algjörlega dásamlegt video af yndislegu Guðrúnu Helgu! Innilega til hamingju með 1.árs afmælið elsku skvísa...vonandi sjáumst við eitthvað á 2. aldursárinu...öðruvísi en í gegnum Kýper-heiminn :D

KramS,

Sdóra, Bigs, KoBrek og Púki.

Sigga Dóra og co (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:22

5 identicon

Frábært myndband og frábær pistill!

Bestu kveðjur úr Kópavoginum og sérstakar kveðjur frá Andreu og Helenu sem sakna Guðrúnar Helgu mjög mikið.  Linda og fjölskylda

Linda (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband