Einn dagur í afmæli

Jæja, nú eru stórmerkilegir hlutir að gerast ... NÝTT VIDEO!!

Samantekt á helstu viðburðum maímánaðar ... eftir þessu hefur verið beðið lengi ... af sumum allavegana, veit ég ...

Reyndar er það þannig að videoin eru alltaf að lengjast hjá mér, enda svo margt að filma að erfitt er að finna hvað skal "kötta út" og hvað ekki. 
Þetta vandamál hefur fylgt mér allt frá því í upphafi 10. áratugar síðustu aldar, þegar ég átti (og á svo sem ennþá) firnagóða JVC "videokameru", það flottasta sem til var þá.  Svo þegar kom af því að klippa upptekið efni, reyndist það í meira lagi erfitt að finna út hvað átti að fara í "ruslafötuna" og hvað ekki.  Niðurstaðan varð sú að ég á 5 mínútna myndband af mér eða Leifi frænda að reka nagla í spýtu ... og 1000 önnur með sama eða álíka skemmtanagildi.

En allavegana hér er videoið ...

 

Annars er gott af okkur að frétta ... Gudda er að verða eins árs á morgun ... já, herrar mínir og frúr, það er eitt ár síðan þessi litla skotta birtist fjólublá í framan á Royal Prince Alfred Hospital, Camperdown í Sydney.

Óhætt er að segja að mikið hafi gerst síðan þá ... þar held ég að tveir atburðir standi upp úr sem þeir eftirminnilegustu ... en því miður ekki af góðu ...

Annars vegar það að vera staddur í Cairns í Ástralíu á leiðinni út á Great Barrier Reef þegar hagkerfi heimalandsins hrynur til grunna.  Fyrsta frétt í sjónvarpinu var frá Íslandi, myndir af fólki að brenna fána Landsbankans og myndir af Landsbankanum sjálfum ... og meira segja kom móðir undirritaðs í mynd, þar sem hún þrammaði inn í bankann til að athuga með peningana sína ...

En einhvern veginn svona voru viðbrögð síðuhaldara í október 2008 ...

 

 

Í öðru lagi var afar eftirminnilegt þegar hin háæruverðuga dóttir ákvað að leggjast í hitakóf og veikindi úti í Hong Kong síðla nóvembermánaðar ... boðið var upp á sjúkrahúsvist gegn rúmlega 600.000 kr. tryggingu.  Þá var gott að það var hjúkrunarfræðingur í hópnum ... því undirritaður átti ekki 600.000 kr.

 

Gudda hresstist fljótlega eftir ... en óvíst er ennþá með hið íslenska hagkerfi ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband