Sögur af dótturinni

Fyrst verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með áhorfið á curling-videoið sem var í síðasta bloggi ... 5 áhorf á þennan stórmerkilega atburð?!?!  Og þar af er ég sjálfur búinn að horfa á það 4 sinnum!!
Þótt þetta sé ekki vinsælasta bloggsíða í heimi, þá eru nú fleiri en einn aðili búinn að heimsækja hana ... þannig að koma svo!!!

Jæja ... best að byrja á því að henda inn nokkrum myndum ...

Kleina borðuð í Skansinum by you.
Kleina borðuð á Skansinum í Stokkhólmi
Sydney gets a little refreshment at "Skansen" in Stockholm

Verði að glugga í enska orðabók eftir góða baðferð by you. 
Best að skoða enska orðabók eftir Richard Scarry eftir góða baðferð
Sydney skims through English Dictionary by Richard Scarry after having a nice bath.

Í kassa by you.
Einhver hefur hér sett dömuna í kassa!??
Somebody has put Miss Sydney in a box?!?

Beðið eftir símtali by you.
Hér bíður Guðrún eftir því að fá samband við ömmu sína á Sauðárkróki
Sydney waiting for a phone call from her grandma in Saudarkrokur

Hugsi by you.
Eitthvað að hugsa?
Thinking?

Fyrir nokkrum dögum náði dóttirin þeim merka áfanga að verða 11 mánaða ... sem út af fyrir sig er stórmerkilegur áfangi.

Þrátt fyrir þessi augljósu merkilegheit var lítið gert úr afmælinu, enda báðir foreldrar önnum kafnir við ólíka iðju.  Lauga keypti þó jarðarberjaís, til að fagna áfanganum ... en sá ís var ekki borðaður fyrr en 2 dögum eftir að afmælinu lauk.  Þá tók afmælisbarnið hraustlega til matar síns og át jarðarberjaís og hvítlauksbrauð með(?!?) ... og þótti gott.

Þessa dagana berst daman á hæl og hnakka við að standa í fæturna, og erum við Lauga föst sitt á hvað sem aðstoðarmenn þeirrar stuttu við þá iðju. 
Það þýðir lítið að "sussa" og reyna að ræða málin, ef ekki stendur til að veita aðstoð ... viðbrögðin eru á sömu leið ... mjög mikil sorg brýst fram.

Á hinn bóginn nær skemmtunin hámarki þegar farið er í eltingarleik ... þá er hlaupið í hringi hér í íbúðinni, inn á baðherbergi eða út á svalir.  Dótturinni finnst, eftir því sem best verður ráðið í atferli hennar, jafn skemmtilegt að vera elt og að elta.

Það sem er nú undarlegast við þetta allt saman er að telpan sýnir litla tilburði til þess að reyna að bjarga sér sjálf.  Hún þverneitar að setjast upp úr liggjandi stöðu án hjálpar og það sama gildir um að standa upp úr sitjandi stöðu. 
Svo tekur ekki mál að setjast úr standandi stöðu.  Þá þarf hreinlega að leggja hana marflata og pinnstífa á gólfið, þar sem hún svo liggur og gólar á hjálp.

Annað afar skemmtilegt er að láta hluti detta ... þá situr hún í hvíta IKEA-stólnum sínum og lætur allt það sem er á borðinu fyrir framan hana detta í gólfið.  Gildir einu hvort það eru bækur, leikföng, matur og drykkjarílát.  Allt skal þetta í gólfið, helst með miklum hvelli ... herlegheitunum er svo fylgt eftir með ofurlitlu orði ... "datt" ... svona til staðfestingar á hinni "óvæntu" atburðarrás.
Það má nefna að bókin "Bóbó bangsi í leikskólanum" bíður nú viðgerðar eftir að hafa fengið aðeins of margar flugferðir ...

Annars hefur helgin verið frekar róleg hjá okkur ... Lauga er að lesa fyrir vöðvafræðipróf, og ég sinni dótturinni af einstakri hæfni.  En vorið er komið og grundirnar gróa ...

P1010749 by you.

Svo er maður allur í myndböndunum ... og því set ég hér inn, eitt myndband af lífinu í aprílmánuði ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

  Gaman að fá smá fréttir af ykkur og mynirnar gott að sjá að þið hafið það gott. Héðan er allt gott að frétta nema að ég finn ekki þessar myndir sem þið senduð.

             Knús knús kossar 

amma og afi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:38

2 identicon

Alltaf jafn gaman að líta hér við þó að síðan teljist ekki með þeim "vinsælustu í heimi" :-) Vona að þið hafið það sem best!

Helga Snædal (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband