4.5.2009 | 17:16
Ofurlítið blogg frá Uppsala
Jæja, þá stekkur Múrenan fram úr fylgsni sínu ... hlutirnir ganga hreint glæsilega hér í Uppsala.
Í gær var til dæmis afar merkilegur dagur því þá skrapp ég í "curling" eða "krullu". Í rauninni hélt ég að "krulla" yrði eitt af því síðasta sem ég myndi gera í þessu lífi ... en það reyndist ekki rétt hjá mér.
"Krulla" er, þvert á það sem ég hef hingað til haldið, alveg hrikalega skemmtileg og ekki baun fáránleg. Það að sópa eins og óður maður, "meikar" bara mjög mikinn "sens", þegar maður úti á svellinu og vill að steinninn fari í áttina að miðjupunktinum.
Á laugardaginn skruppum við til Vasteras. Tilgangur ferðarinnar var KISS Expo sem haldið var á vegum KISS Army Sweden. Sérstakur gestur dagsins var Lydia Criss, fyrrum eiginkona Peters Criss trommuleikara KISS.
Sydney Houdini hitti Lydiu og vildi endilega láta hana halda á sér, sem var auðsótt mál. Meira að segja fór það svo að Lydia bauð henni að koma að heimsækja sig, þegar hún er orðin svolítið stærri ... Alveg merkileg hún Sydney ...
Sydney Houdini, Lydia Criss & one more at KISS Army Sweden Expo 2009 in Vasteras, Sweden. Lydia is a former wife of KISS' drummer Peter Criss.
Þann 1. maí var okkur boðið í matarboð til Jónínu Hreinsdóttur, samstarfskonu Laugu á augndeildinni hér í Uppsala. Þar var frábær matur og félagsskapurinn fyrsta flokks.
Og þann 30. apríl var Valborgardagurinn ... ansi hreint klikkað fyrirbæri, sem helst má líkja við "dimmisjón" heima á Íslandi. Samt er þessi dagur ekkert líkur "dimmisjón". Dagurinn byrjar á bátakeppni, þar sem hópur manna siglir á heimatilbúnum bátum niður Fyris-ána sem liggur um miðbæ Uppsala.
Svo taka bara við almenn hátíðarhöld, kampavínssjukk, húfuveifingar, böll, kórsöngur og allt þarna á milli. Við nutum dagsins í fylgd "staðkunngura", þeirra Örnu og Karvels. Um kvöldið var svo grill hjá "læknamafíunni" ... en í heild var þetta frábær dagur!
Að öðru að segja ... Lauga er eiginlega búin að ákveða að vera lengur hér í Uppsala en fyrstu plön okkar gerðu ráð fyrir. Það mál er í nefnd, en ætti að segja eitthvað til um hvort okkur líkar að vera hér eða ekki.
Árskort í líkamsrækt var keypt í dag ... á stúdentaafslætti ... já, útrunnið stúdentakort frá USyd, geysilegt "charisma" hjá undirrituðum og hress afgreiðslukona myndaði kokteil sem kom VISA-korti undirritaðs afar vel. Spöruðust hátt í 10.000 kr.!!
Jæja, best að slá botninn í þetta ... læt hér myndband fylgja fyrir áhugasama ... Sydney Houdini í aðalhlutverki eins og stundum áður.
Athugasemdir
Sæl kæru foreldrar.
Mikið er gaman að fá að fylgjast með litlu fjölskyldunni í Uppsala. Hún sæta frænka er algjör rúsína - og svipurinn auðþekkjanlegur
Gangi ykkur allt í haginn.
Með bestu kveðju héðan úr Brekkugerðinu
Þórhildur Líndal (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.