17.2.2009 | 21:29
Hitt og þetta
Jæja, þá stígur maður aftur fram á ritvöllinn ...
... síðustu vikur hafa verið alveg geggjaðar ... mikil vinna og mikið fjör!
Dóttirin er alveg að springa út þessa dagana ... hún er núna farin að teygja hendurnar upp fyrir höfuð þegar hún er spurð hversu stór hún sé.
Þá á hún það til að kreppa hnefann þegar hún er spurð hversu sterk hún sé og svo klappar hún saman höndum til að fagna góðu verki ...
Eins og áður er hún afar bókhneigð, les allt það sem að henni er rétt, þó tvær bækur séu í meira uppáhaldi en aðrar ... það er bókin "Fyrstu orðin mín" og danska dýrabókin frá Maju.
Svo er hún ögn farin að myndast við að tala ... orðaforði þó nokkuð takmarkaður ...
Annars er ég frekar latur við þetta bloggerí í kvöld ... mun taka mig saman á næstu dögum og koma með bombur!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.