1.2.2009 | 09:14
Mættur aftur!
Síðustu misseri hafa verið meira en lítið annasöm og það er allt að gerast.
Ég hef verið að vinna í aðalskipulagi Djúpavogshrepps myrkrana á milli og fer nú að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Svo tók ég þátt í mótmælum í síðustu viku, fékk svolítið af táragasi yfir mig og fleira í þeim dúr. Ekki ónýt upplifun það.
Svo hefur lestur átt töluvert upp á pallborðið hjá mér.
Því næst er það blessuð markþjálfunin sem ég er að stúdera. Ég er á námskeiði hjá Matildu Gregersdóttur í markþjálfun ... alveg rosalega skemmtilegt!
Mæðgurnar hafa einnig fengið skerf tíma míns, sá tími hefði mátt vera svolítið meiri þó.
En allavegana þá er búið að starta febrúar þér á bloggsíðunni ... ég mætti eflaust hafa verið duglegri að skrifa upp á síðkastið, enda af nógu að taka ...
... þá er bara eitt að gera í því ... sem er að skrifa meira!
Athugasemdir
Sæll Páll
Gaman að sjá að þú ert kominn aftur til landsins. Ég las eitthvað af blogginu þínu og hefði kosið að vita fyrr af því!
Við þurfum að hittast við tækifæri, en þú veist eflaust að skólinn okkar er fluttur vestur í bæ!
Af mér er það helst að frétta að ég vinn alltaf jafn mikið, kláraði BA prófið í þýsku og lauk síðan meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA - Master of Public Administration) á síðasta ári. Langar í doktorsnám, en reyni að halda aftur af mér í eitt ár enn!
Fékk enn einu sinni stöðuhækkun og kemst líklega ekki hærra í tollinum nema að verða tollstjóri, sem er frekar ólíklegt, þar sem í þeirri stöðu er góður maður og á svipuðum aldri og ég sjálfur er.
Kær kveðja til eiginkonu og innilega til hamingju með frumburðinn!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.2.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.